Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Blaðsíða 6
Vikublað 30. júní –2. júlí 20156 Fréttir og Smáratorgi · Korputorgi HUNDAFÓÐUR FÆST HJÁ OKKUR Reiðhjólum stolið af Cyclothon-keppendum Hálfrar milljóna króna hjóli var stolið af flugrekstrarstjóra WOW air A ð minnsta kosti þremur reiðhjólum var stolið fyrir utan höfuðstöðvar WOW air í Katrínartúni skömmu áður en hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon hófst. Egill Reynisson, flugrekstrarstjóri hjá WOW air, varð fyrir því óláni því að hjólinu hans var stolið nán- ast beint fyrir framan nefið á honum daginn áður en hann ætlaði að nota það í keppninni.. Hann var nýbúinn að uppfæra hjólið með fylgjandi kostnaði, en hjólið er af tegundinni Focus Mares og samanlagt nemur tjónið tæplega hálfri milljón króna. Fimm metra frá hjólinu „Við vorum að undirbúa okkur og gera okkur klára. Við vorum kannski fimm metra frá hjólinu og rétt litum af því í nokkrar sekúndur. Þetta var mjög sérstakt,“ segir Egill en hann tók þátt í WOW Cyclothon ásamt sjö vinnu- félögum sínum. Hjólið var læst þegar því var stolið. Telur hann að þjófnaðurinn hafi tvímælalaust verið vel skipulagður því á sama tíma var reynt að stela öðru hjóli frá vinnufélaga hans, án árangurs. Það hafði verið fest á grind á bíl og búið var að losa allar teygju- festingar af því. „Ég var mjög svekktur vegna þessa en við vildum ekki láta þetta draga úr okkur kjarkinn,“ segir Egill, sem lét vonbrigðin ekki á sig fá og tók þátt í keppninni á öðru hjóli. „Það gekk ágætlega. Við vorum langt frá vinn- ingssæti en þetta var bara meiriháttar upplifun. Ég væri til í að fara fljótlega aftur ef mér væri boðið.“ 500 deildu á Facebook Hann segist ekki hafa orðið var við marga reiðhjólaþjófnaði í kringum sig og því hafi atvikið komið honum á óvart. „En þegar maður verður fyrir þessu fer maður að heyra meira um þá.“ Egill tilkynnti þjófnaðinn til lög- reglunnar og auglýsti einnig eft- ir hjólinu á Facebook. Þar hefur stöðu færslunni verið deilt um fimm hundruð sinnum, án þess þó að hjólið hafi fundist. Spurður hvort hann fái eitthvað út úr tryggingunum segir hann að það verði eitthvað lítið. Sértryggja þurfi hjól ef þau kosti meira en 100 þúsund krónur, sem hann hafi ekki gert. Hjólum kippt aftan af bílum Ólafur Örn Karlsson, starfsmaður Hjólaspretts, benti á annan Cyclothon-þjófnað á Facebook-síð- unni Hjóladót: Tapað, fundið og stolið sem hann stofnaði fyrir rúmri viku. „Það komu hérna tveir menn í verslunina sem sögðu að hjólum hefði verið kippt aftan af bílunum hjá þeim fyrir utan WOW air. Þau voru læst en það var búið að klippa lás- inn og hirða hjólin,“ segir hann en svo virðist sem hjólunum hafi verið kippt upp í sendiferðabíl. Að sögn Ólafs hefur Facebook- síðan hans vakið mikla athygli. Tíu til fjörutíu manns hafa bæst við hana á hverjum degi. „Mér sýnist vera búið að finna í gegnum síðuna tvö til þrjú hjól sem hefur verið stolið,“ segir hann en töluvert er um að fólk komi í verslunina til að kaupa ný hjól eftir að gömlu hjólun- um þeirra var stolið. Dýrari tæki en áður Benedikt Lund hjá lögreglunni á Grensásvegi segir að mikið hafi verið um reiðhjólaþjófnaði í hans hverfi að undanförnu. „Þetta eru orðin miklu dýrari tæki en áður og hjólin eru almennt orðin miklu vandaðri. Sumir eru að kaupa hjól sem kosta langt yfir milljón,“ segir Benedikt. 121 hjóli stolið Frá 1. maí til 26. júní var lögreglunni á Grensásvegi tilkynnt um 71 reiðhjólaþjófnað. Það nemur 56 pró- sentum allra slíkra þjófnaða á höfuð- borgarsvæðinu á þessu tímabili en þeir voru 121 talsins. Á sama tíma var 22 hjólum stolið í miðborginni og 21 í Breiðholti. Á sama tímabili í fyrra var lög- reglunni á Grensásvegi tilkynnt um 59 reiðhjólaþjófnaði. Aukningin nemur 20 prósentum. Mörg hjól á útivistarsvæði Benedikt getur ekki gefið neina sér- staka skýringu á þessum fjölda þjófnaða í hverfinu hans. Stundum þurfi þó aðeins einn atorkumikinn þjóf til. „Við höfum verið með menn í að reyna að uppræta þetta,“ segir hann. „En þetta er mikið útivistar- svæði. Við erum með allan Laugar- dalinn og Nauthólsvíkina,“ bætir hann við og segir sjaldgæft að hjólin finnist aftur. n „Við vorum að undirbúa okkur og gera okkur klára. Við vorum kannski fimm metra frá hjól- inu og rétt litum af því í nokkrar sekúnd- ur. Þetta var mjög sérstakt. Freyr Bjarnason freyr@dv.is Egill Reynisson Hjólinu var stolið nánast beint fyrir framan nefnið á honum. Hjól í kirkju Hjólið hans Egils inni í kirkju nokkru áður en því var stolið. Hann hefur auglýst eftir því á Facebook og tilkynnt þjófnaðinn til lögreglu en ekki enn verið bænheyrður. Bifröst hlýtur styrk Lögfræðisvið Háskólans á Bifröst hlaut nýverið styrk að fjárhæð 25 milljóna íslenskra króna í gegn- um evrópsku Erasmus+ áætlun- ina. Styrkurinn var gefinn út fyr- ir verkefni sem ber yfirskriftina: „Þróun blandaðra kennsluhátta fyrir sameiginlega gráðu í við- skiptalögfræði.“ Um er að ræða tveggja ára samstarfsverkefni milli lög- fræðisviða Háskólans á Bifröst, lagadeildar Háskólans í Árósum og lagadeildar Dyflinnarháskóla í Dyflinni. Byggt verður á reynslu Há- skólans á Bifröst af nýrri tegund lagakennslu en lögfræðisvið skólans tók upp vendikennslu á liðnu skólaári og mun kenna lög- fræði í blönduðu námi frá og með haustinu 2015. Útmeð'a Hlaupahópur á vegum verkefn- isins Útmeða lagði af stað frá Rauða krossinum í Efstaleiti í morgun til að hlaupa í kringum landið á næstu fimm dögum. Útmeð'a er átaks- og forvarnarverkefni gegn sjálfs- vígum ungra karla á Íslandi sem Geðhjálp mun standa fyrir á ár- inu. Sjálfsvíg hafa verið algeng- asta dánarorsök íslenskra karl- manna á aldrinum 18 til 25 ára á síðustu árum. Með slagorðinu eru ungir karlar hvattir til að setja tilfinningar sínar í orð. Til stuðnings verkefninu mun hlaupahópur sex karla og kvenna hlaupa hringinn í kringum landið. Með hlaupinu vill hópurinn vekja athygli á algengi sjálfsvíga ungra karla og safna fjármunum fyrir gerð forvarnarmyndbands og herferðar til að fækka sjálfsvíg- um ungra karla. Hraðlestir í höfuðborgina Nýtt svæðisskipulag liggur fyrir Í nýju svæðisskipulagi höfuð- borgarsvæðisins til ársins 2040 er gert ráð fyrir Borgarlínu, nýju léttlestar- og hraðvagnakerfi, að því er segir í fréttatilkynningu frá Samtökum sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu. Sveitarfélögin sem unnu saman að svæðisskipulaginu eru Garða- bær, Hafnarfjarðarkaupstað- ur, Kjósarhreppur, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Reykjavíkurborg og Seltjarnarnesbær. Borgarlína verður nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi sem tengja mun kjarna sveitarfélaganna og flytja farþega með skjótum og ör- uggum hætti um höfuðborgarsvæð- ið. Þannig myndist samgöngu- og þróunarás sem tengja muni sveitar- félögin. Mun lestakerfið gegna lykilhlut- verki við að breyta ferðavenjum en meðfram því verða eftirsóknarverð uppbyggingarsvæði fyrir íbúa og at- vinnulíf. Í tilkynningunni segir að síð- ustu áratugi hafi höfuðborgar svæðið verið í örum vexti og byggð dreifst um óvenju stórt svæði. Fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu muni halda áfram og árið 2040 verði þeir farnir að nálgast 300.000. Því sé mikilvægt að fyrirsjáanlegri fólksfjölgun verði mætti án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.