Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Blaðsíða 10
10 Fréttir Vikublað 30. júní –2. júlí 2015 S í m i: 567 4 8 4 0 • Fu n a h ö fð i 1 • 110 R v k . b i l o@b i l o. i s • w w w. b i l o. i s Skoðaðu heimasíðuna okkar ww w. bi lo .is Ef þú er t í b ílahugleiðingum? ... með okkur! FRÁ KR. 48.900 n Erfiðlega gengur að vinna á staflanum n Lögfræðingar ráðnir tímabundið n Eru núna að afgreiða 16. apríl U m 11 þúsund skjöl bíða þing- lýsingar hjá sýslumanns- embættinu á höfuðborgar- svæðinu í kjölfar verkfalls lögfræðinga hjá BHM. Lítið gengur að vinna á staflanum því fjöl- margar þinglýsingabeiðnir berast til viðbótar á degi hverjum. Sviðsstjóri þinglýsingarsviðs segir starfsmenn gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að leysa vandamálið og ráðist hefur verið í tímabundnar ráðningar vegna ástandsins. Þó verði að vanda til verka því mistök séu dýrkeypt. Framkvæmdastjóri Félags fasteigna- sala segir að félagið leggi áherslu á að vinna náið með sýslumannsemb- ættinu. Almennt hafi þó gengið vel að leysa úr málum miðað við for- dæmalaust ástand. Um 11.000 skjöl sem bíða afgreiðslu „ Við komum til vinnu 15. júní og þá hófst vinna við skjöl sem komu inn 30. mars. Þetta eru um 11 þúsund skjöl sem bíða afgreiðslu. Um er að ræða kaupsamninga, afsöl, veðskuldabréf, tryggingabréf, skilmálabreytingar, lóðaleigusamninga, eignaskiptayfir- lýsingar og húsaleigusamninga. Eins og er þá erum við að afgreiða skjöl frá 16. apríl en húsaleigusamningarnir eru komnir aðeins lengra, þar erum við að afgreiða samninga frá 11. maí,“ segir Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri þinglýsinga- og leyfasviðs hjá sýslumanninum á höfuðborgar- svæðinu. „Núna eru að koma inn yfir 300 skjöl á dag til viðbótar. Fimm reynslumiklir lögfræðingar geta af- greitt um 1.500 skjöl á viku, en það er nokkuð stíf vinna og þá er miðað við vaktir um helgar og yfirvinnu. Það er því ekki verið að vinna neitt ógurlega mikið niður,“ segir Bergþóra. Að hennar sögn hefur þó emb- ættið brugðist við aðstæðunum með ýmsum hætti. „Við erum búin að ráða inn tvo lögfræðinga tímabund- ið og munum ráða inn fleiri. Svo sjá laganemar um að þinglýsa húsaleigu samningum hjá okkur. Það eru ekki eins flókin skjöl sem reynsl- uminna fólk getur vel afgreitt. Það hefur gengið afar vel,“ segir Bergþóra. Flókin mál – villuhætta má ekki vera of mikil Embættið hefur með ýmsu móti reynt að koma til móts við fólk sem bíður. „Á heimasíðunni okkar, syslu- menn.is, setjum við inn upplýsingar hvernig vinnunni miðar. Fólk á að hafa kvittun í höndunum og getur þar fylgst með því hvenær kemur að afgreiðslu skjala þess. Við verðum hins vegar stundum vör við það að fólk telji að þetta muni leysast á nokkrum dögum þar sem verkföll- um er lokið. Þetta er hins vegar ekki einfaldur stimpill á skjölin. Hvert mál tekur sinn tíma því það þarf að fara yfir fjölda laga til að gæta þess að skjölin séu þinglýsingartæk og hægt sé að innfæra þau inn í þinglýsinga- bækur, sú vinna snertir eiginlega alla flóru hins mannlega lífs. Málin eru oft á tíðum flókin og það þarf að gæta þess að allt sé í lagi. Villuhættan má ekki vera of mikil því mistök geta ver- ið dýrkeypt,“ segir Bergþóra. „Við gerum allt sem við getum“ Hún vill taka skýrt fram að það skort- ir ekki á vilja fólks innan þinglýsinga- sviðs embættisins til að leysa málið. „Starfsmenn eru afar viljugir til þess að vinna yfirvinnu sem og um helg- ar til þess að hraða ferlinu. Sumar- leyfi spila eitthvað inn í hjá okkur en starfsmenn hafa hliðrað þeim til vegna ástandsins. Við gerum allt sem við getum,“ segir Bergþóra Sig- mundsdóttir. Mál sem tóku 2–4 daga taka allt að tveimur mánuðum „Þetta er náttúrulega gríðarlegur fjöldi af skjölum sem að bíður af- greiðslu og sýslumannsembættið vinnur hörðum höndum að því að vinna þennan bunka niður,“ segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. „Þetta er að sjálfsögðu hvimleitt fyrir okkar fé- lagsmenn því að skjöl sem áður tók 2–4 daga að afgreiða taka nú allt upp í tvo mánuði.“ Þessi biðtími gerir að verkum að uppgjör fasteignaviðskiptanna er oft á tíðum í uppnámi. Félag fasteigna- sala sendi hins vegar út ákveðna meginreglu sem félagsmenn gátu farið eftir: „Við sendum út til okkar félagsmanna hvernig best væri að afgreiða þessi mál. Kaupandi ætlaði kannski að koma með 20 milljóna króna lán þann 1. maí en svo eru skjölin föst í þinglýsingu og þá geta menn ekki borgað. Þessi kaupandi flytur svo inn í eignina án þess að borga neitt. Við miðuðum við að 6 prósent vextir kæmu ofan á þessa greiðslu sem að tefst. Ég veit til þess að þessari meginreglu hafi verið víða framfylgt en að sjálfsögðu er hvert mál einstakt og á þeim geta verið annars konar vinklar sem þurfa aðrar lausnir,“ segir Grétar. Skjölum vísað frá vegna smávægilegra ágalla Að sögn Grétars leggur Félag fast- eignasala mikla áherslu á að vinna náið með sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu að lausn vand- ans. „Við héldum fund með sýslu- mannsembættinu þar sem farið var yfir stöðuna til þess að allir aðilar í ferlinu væru upplýstir. Eitt af því sem að okkar félagsmenn hafa kvartað yfir var að verið væri að vísa frá skjöl- um sem smávægilegur ágalli væri á sem hamlaði því að þau væru þing- lýsingartæk. Það gerði að verkum að skjölin færu svo aftast í röðina sem þýddi enn fleiri mánuði í tafir og oft getur það þýtt verulegt fjárhagslegt tjón fyrir þá sem standa að málinu. Það er skemmst frá því að segja að Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Fimm reynslumiklir lögfræðingar geta afgreitt um 1.500 skjöl á viku, en það er nokkuð stíf vinna og þá er miðað við vaktir um helgar og yfirvinnu. Það er því ekki verið að vinna neitt ógur­ lega mikið niður. Ellefu þúsund skjöl bíða þinglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.