Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Blaðsíða 20
Vikublað 30. júní –2. júlí 20154 Sumarsport - Kynningarblað Útungunarstöð fyrir unga knapa Reiðskólinn Faxaból hefur starfað í Reykjavík frá árinu 2000 – Áhersla lögð á öryggi og skemmtun R eiðskólinn Faxaból hefur starfað í Reykjavík frá ár- inu 2000 – Áhersla á öryggi og skemmtun – Einkunnar- orð skólans eru: Í Faxabóli á að vera gaman og þar á öllum að líða vel. Reiðskólinn Faxaból hefur starfað síðan um aldamót við góð- an orðstír. Sérstök áhersla er lögð á sumarnámskeið fyrir börn á grunn- skólaaldri, eða frá sex ára aldri. Því til viðbótar eru sérstök stubbanám- skeið fyrir 4–5 ára börn. Þóra Þrast- ardóttir, eigandi og stofnandi reið- skólans, segir eftirspurnina mikla og þegar er uppselt í nokkur nám- skeið í sumar. Faxaból býður upp á námskeið í fjórum getuflokkum. Byrjendanámskeið og framhalds- námskeið I, II og III. Framhaldsnám- skeið III er fyrir börn sem eru orðin vel vön, hafa komið á 3–4 námskeið og hafa náð góðum tökum á undir- stöðu í reiðmennsku. „Við skilgrein- um okkur sem útungunarstöð fyrir unga knapa,“ segir Þóra í samtali við DV. Börnin læra allt um hestinn og umgengni við hann og einnig er farið yfir tæknina og jafnvægið á hestbaki. Allir fara í reiðtúra milli þess sem við æfum stjórnun og jafnvægi. Eitt mik- ilvægasta atriðið er þó alltaf öryggis- málin. Þar er Faxaból til fyrirmynd- ar en skólinn notar bæði öryggisvesti og sérstök öryggisístöð auk viður- kenndra reiðhjálma. Sérstakar reiðdýnur Eitt af þeim tækjum sem notuð eru á Faxabóli fyrir ungu knapana er reið- dýna í stað hefðbundins hnakks. Með því móti fá nemendur meiri nálægð við hestinn og eiga auð- veldar með að skynja hvernig hann hreyfir sig. Þetta stuðlar að auknu jafnvægi og börnin eru fljót að læra að fylgja hreyfingum hestsins. Sigur- björn Bárðarson, margfaldur Íslands- meistari í hestamennsku, hrósar einmitt Faxabóli fyrir notkun á þess- um dýnum. Sjá má hans umsögn á heimasíðu Faxabóls, www.faxabol. is. Hestarnir á Faxabóli eru alvanir og sérvaldir til að henta sem best þeim hópum sem sækja námskeiðin. Allir hópar fara í útreiðartúra, sem sniðn- ir eru að getu hvers hóps. Lokadaginn er haldin sýning og grillveisla. Allir nemendur fá þá viðurkenningarskjal og medalíu. Í sumar fá nemendur einnig buff og bakpoka og ákvað Þóra að eyða frekar markaðspeningun- um í að gefa til nemenda frekar en að fara í miklar auglýsingar. „Börnin sem hingað koma verða öll vinir okkar,“ segir Þóra með hlýju í rómnum. Hún var einmitt í vor við útskrift hjá Há- skólanum að Hólum, þar sem nem- andi sem hóf feril sinn hjá Faxabóli þegar skólinn byrjaði, var að útskrif- ast sem reiðkennari en sá er í dag margverð- launaður og virtur knapi. „Ég var stolt og þetta var skemmtileg stund,“ segir Þóra. Fyrir áhugasama er einfaldast að hringja í Þóru í síma 822- 2225 eða senda tölvu- póst á netfangið faxa- bol@faxabol.is. Faxaból er einnig á Facebook og þar eru uppfærðar fréttir reglulega. n Hvað segja foreldrarnir? Á heimasíðu Faxabóls má sjá ummæli foreldra n Frábær kennsla, aðstaða, góðir hestar og starfsfólk. – Tinna Soffía Traustadóttir n „Hver dagur í reiðskólanum var ævintýri með nýjum vinum þar sem lögð var áhersla á að miðla fræðslu í gegnum upplifun og gleði. Með kæru þakklæti.“ – Anna Sigurðardóttir n „Dóttir mín hefur farið á námskeið hjá Faxabóli nokkrum sinnum og er alltaf í sjöunda himni. Fyrir hana er þetta skemmtilegasti tími sumarsins.“ – Stefán Ólafur Guðmundsson Sundriðið í sól og blíðu Þeir nemendur sem lengst eru komnir og hafa lokið fram- haldsnámskeiðum fá kennslu í að sundríða ef veður leyfir. Metnaðarfyllsta veiðibúðin Hvergi meira úrval af flugum – Tilraunastarfsemi í bland við sígildar flugur H jónin Hilmar Hansson og Oddný Magnadóttir eiga og reka saman verslun- ina Veiðiflugur á Lang- holtsvegi í Reykjavík. Óhætt er að segja að þegar kem- ur að fluguveiði sé verslun þeirra sú metnaðarfyllsta á landinu. Í Veiðiflugum fæst allt sem viðkem- ur veiði, hvort sem er fatnaður eða búnaður. Hins vegar er stolt versl- unarinnar sjálfar flugurnar, eins og nafnið bendir til. Hilmar Hansson, eða Hilli eins og hann er kallaður, er einn af reyndustu veiðimönnum á landinu. Hann leggur allt kapp á að þekkja stöðuna í einstökum ám. „Ég er í sambandi við leiðsögu- menn um allt land. Það skiptir mig miklu máli, þannig að við getum ráðlagt viðskiptavinum nákvæm- lega hvað þeir eiga að kaupa af flugum fyrir hverja á, hverju sinni.“ Hilli bendir á að til dæmis vatns- magn geti gert gæfumuninn. „Þú ert að veiða allt öðru vísi ef áin er yfir í vatni, heldur en í vatnsleysi,“ segir Hilli og svarar símanum sem er búinn að góla nokkra stund. Það er Elvar Friðriks, yfirleiðsögumað- ur í Norðurá, sem er hinum end- anum. Hilli yfirheyrir hann. „Mikið vatn hjá þeim og hún er köld. Sól- bráð.“ Karlinn er með þetta. Mesta fluguúrval á landinu Hvergi er meira úrval af flugum en í Veiðiflugum. Þar er hægt að fá flest allar flugur, bæði þessar sígildu og svo er stöðugt verið að gera tilraun- ir. Hilmar leggur hins vegar áherslu á að hann selji bara flugur frá ís- lenskum hönnuðum ef hann hefur náð samningum við viðkomandi. „Ég vil ekki vera í sjóræningjastarf- semi í þessu.“ Hann greiðir hnýt- urum á borð við Pétur Steingríms- son í Nesi, Dodda á Húsavík, Klaus Frimor og Sigga Haug fyrir hverja selda flugu af þeirra hönnun. Það er stöðugt verið að gera tilraunir og prófa nýjar útfærslur. Sumar virka vel og aðrar ekki. Þær sem virka eru settar í sölu. Gott dæmi um slíkt er urriðalínan sem Jón Ingi Ágústsson hannaði fyrir Veiðiflugur. Margt af þessu er þekktar straumflugur eins og Black Ghost og sumar eru nýjar. Þessi lína heitir Fish Skull og er til ýmis útfærsla. Hilli segir að þessar flugur hafi margsannað sig og gefi vel bæði í urriðanum á Þingvöllum og fyrir norðan í urriðanum í Aðal- dal og Laxárdal. Fimm bestu laxaflugurnar Ef Hilli mætti bara taka fimm flugur með sér í laxveiði, hvaða flugur tæki hann? Hann tæki Nighthawk, Stard- ust eftir Art Lee, Metallicu frá Pétri í Nesi, rauða Francis númer 14 á gull- krók og Green Brahan míkró túpu. En ef hann mætti bara taka eina flugu með sér í þriggja daga veiði- túr? Þá breytist valið. Hann tæki tommu Hitch Sunray sem gjarnan er kennd við Harald Eiríksson. Uppskriftin er einföld. Grænn leggur. Hvítur undirvængur og svartur vængur með tveimur silfur- glitþráðum. Krókar númer 10 eða 12, eftir því hvort hann veiddi með gáru eða venjulega. Hann glottir: „Þessi er fáránlega mögnuð.“ n Metallica eftir Pétur í Nesi Þessar Tungsten míkró túbur hafa gefið mörgum góða veiði. Ótrúlega öflug Sunray á plastlegg. Þessi útfærsla er kennd við Harald Eiríksson og að sögn Hilmars einhver öflugasta og mest alhliða veiðifluga í dag. Fish Skull-línan Flugur hnýttar og hannaðar af Jóni Inga Ágústssyni. Virka feikilega vel í urriðanum. Hilmar með 25 pundara Hilli er einn af reyndari veiðimönnum á Íslandi. Hann rekur verslunina Veiðiflugur á Langholtsvegi ásamt konu sinni. Þessi 25 pundari er veiddur í Litza í Rússlandi og tók Sunray.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.