Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Blaðsíða 13
Vikublað 30. júní –2. júlí 2015 Fréttir 13 Á yfir 90% krafna SPB og vill gjaldþrotaskipti n Seðlabankinn á nánast allar kröfur á Sparisjóðabankann n Slitastjórnin segir ójafnræði milli kröfuhafa S litastjórn Sparisjóðabank- ans (SPB) telur að „alvar- legir hagsmunaárekstrar“ séu á milli annars vegar minni kröfuhafa slitabús- ins og hins vegar Eignasafns Seðla- banka Íslands, eiganda meirihluta allra krafna á hendur SPB, sem geti hindrað það að hægt sé að ná samkomulagi um nauðasamning og með því uppfylla stöðugleikaskil- yrði stjórnvalda fyrir árslok 2015. Að öðrum kosti þarf SPB, áður Icebank, að greiða 39% stöð- ugleikaskatt af heildar- eignum búsins en þær námu ríflega 49 millj- örðum króna í síðasta mánuði. Slitastjórnin, sem hefur skilað inn tveimur umsögnum til efnahags- og við- skiptanefndar vegna frumvarps fjármála- ráðherra um stöðug- leikaskatt, segir að eignarhald ESÍ á stærstum hluta krafna á hendur SPB skipti „verulegu máli“ þar sem félag- ið eigi einnig lýsta en ósamþykkta kröfu á búið að fjárhæð 215 millj- arðar. Ágreiningur er um kröfuna og er aðalmeðferð fyrirhuguð í hér- aðsdómi 26. október næstkomandi. Dómur gæti legið fyrir síðar á árinu en verði málinu áfrýjað til Hæsta- réttar þá mun niðurstaða hins vegar liggja fyrir á vormánuðum næsta árs. Slitastjórnin vill lengri frest Fram kemur í síðari umsögn SPB, sem var skilað til nefndarinnar síð- astliðinn föstudag, að ólíkt minni kröfuhöfum slitabúsins þá skipti það Eignasafn Seðlabankans ekki sama máli hvort það takist að ljúka slita- meðferð með nauðasamningum eða skattlagningu enda sé félagið í eigu ríkisins. Frumvarpið geti leitt til þess að ESÍ geti „komið í veg fyrir nauðasamning nema leyst verði áður úr framangreindu ágreinings- máli með mögulegum samningi er hentar ESÍ en með tilheyrandi tjóni fyrir þá kröfuhafa sem ekki hugnast slík niðurstaða. Slík samningsstaða veldur klárlega ójafnræði gagnvart einstökum kröfuhöfum SPB og felur í sér ólögmæta þvingun gagnvart viðkomandi.“ Slitastjórn SPB leggur til að frestur búsins til að ljúka nauða- samningum verði lengdur um tólf mánuði í því skyni að forða tjóni minni kröfuhafa sem getur „numið verulegum fjárhæðum“ og jafnframt samsvarandi „fjárhagslegri áhættu vegna hugsanlegrar bótaábyrgðar ríkisins“. Á undanförnum tveimur mánuðum hefur ESÍ verið að kaupa upp kröfur á hendur SPB, með milligöngu banda- ríska fjárfestingabank- ans Morgan Stanley, með það að markmiði að eignast allar kröfur sem eru í eigu erlendra að- ila. Haukur C. Benedikts- son, framkvæmdastjóri Eignasafns Seðlabanka Íslands, staðfestir í samtali við DV að það eigi orðið yfir 90% allra sam- þykktra krafna á hendur Sparisjóða- bankanum. Aðeins sé beðið eftir því að slitastjórnin staðfesti framsölin þegar þau hafa borist henni. Aðeins innlendir kröfuhafar Haukur segir að í framhaldinu sé ekkert sem eigi að standa í vegi fyrir því að hægt verði að hefja útgreiðslu eigna úr slitabúinu til kröfuhafa, hvort sem það verði gert með því að klára slitameðferð með nauða- samningum eða gjaldþrotaskiptum. Ljóst er að við útgreiðslu eigna úr SPB mun Seðlabankinn fá talsvert af gjaldeyri í sinn hlut en slitabúið á um 25 milljarða í lausafé í erlendri mynt. Í síðari umsögn SPB er upplýst að slitastjórnin hafi átt fund hinn 19. júní sl. með öðrum varafor- manni framkvæmdahóps um losun fjármagnshafta, þar sem fram hafi komið hvaða stöðugleikaskilyrði búið þyrfti að uppfylla með hliðsjón af eignasafni þess og samsetningu á kröfuskrá. Samkvæmt þeim skilyrð- um þá þyrfti SPB að flytja innstæð- ur sínar í gjaldeyri, sem nema 23,5 milljörðum, yfir í skuldabréf í evrum þar sem gjalddagi höfuðstóls yrði ekki fyrr en að sjö árum liðnum frá útgáfudegi. Það verður hins vegar að teljast ólíklegt að það komi til þess að Sparisjóðabankinn muni nokkurn tíma þurfa að inna af hendi slíkt stöðugleikaframlag til stjórnvalda enda munu kröfuhafar búsins brátt samanstanda einungis af innlend- um aðilum. Það hefur verið skýr afstaða hjá ESÍ, eins og slitastjórn SPB bendir sjálf á í umsögn sinni, að slitameðferðinni skuli ljúka með gjaldþrotameðferð en ekki nauða- samningi. Sem eigandi nærri allra krafna á hendur SPB fer Seðla- bankinn því með tögl og hagldir í búinu og getur farið fram á það á kröfuhafafundi að slitum ljúki með gjaldþroti. n Hörður Ægisson hordur@dv.is Kröfuhafi SPB Eignasafn Seðlabankans á orðið yfir 90% allra samþykktra krafna á hendur Sparisjóða- bankanum. Framkvæmdastjóri ESÍ Haukur C. Benediktsson. Trúlofunarhringar - okkar hönnun og smíði jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.