Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2015, Blaðsíða 35
B rákarhátíð fór fram í Borgar nesi um helgina í bongóblíðu, en þar var veðrið einna best á öllu landinu. Fjölbreytt dagskrá var í boði fyrir alla aldurshópa og tók tónlistarmaðurinn Friðrik Dór, meðal annars lagið á N1 í Borgarnesi. Hann heillaði yngri kynslóðina þar, líkt og annars staðar, og keppt- ust börn og unglingar um að láta mynda sig með goðinu. n Vikublað 30. júní –2. júlí 2015 loksins á Íslandi! Verslun og Viðgerðir Hjól aspret tur ︱ Dal sHr aun 13 ︱ 220 Hafnarfjörður ︱ s ími: 565 2292 ︱ w w w.Hjol aspret tur. is LAKKVÖRN +GLJÁI Sterk og endingargóð gljávörn! Made in GerMany Since 1950 Hefur hlotið frábæra dóma! Fólk 31 Stillti sér upp með börnum og unglingum Opinmynntur Friðrik Dór hlustaði af athygli á það sem krakkarnir höfðu að segja. Frikki Dór tók lagið Til í myndatöku Það er heldur betur upplifun að fá mynd af sér með uppáhaldstónlistarmanni sínum. Minning sem varðveitist vel. Og Friðrik Dór var að sjálfsögðu til í að stilla sér upp með börnum og unglingum. Vígðu fótboltagolfvöll Knattspyrnufólk og golfarar öttu kappi í Skemmtigarðinum Í Skemmtigarðinum var opnaður fótboltagolfvöllur um helgina, en fótboltagolf er, líkt og nafnið gef- ur til kynna, blanda af fótbolta og golfi. Íþróttin hefur farið sigurför um heiminn á síðustu misserum og geta Íslendingar nú loksins spilað hana á sérútbúnum velli. Vígsluleikurinn var á milli knattspyrnufólksins Eiðs Smára Guðjohnsen, Alfreðs Finnboga- sonar og Karenar Ómarsdóttur annars vegar og golfaranna Birg- is Leifs Hafþórssonar, Ólafs Lofts- sonar og Emils Þórs Ragnarsson- ar hins vegar. Sýndu bæði golfarar og knattspyrnu fólk snilldartakta og sönnuðu að þau hafa hæfileika á fleiri sviðum en sínu sérsviði. Golfararnir fóru þó með sigur af hólmi eftir æsispennandi leik. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.