Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Blaðsíða 15
Helgarblað 18.–21. september 2015 Fréttir 15 Skúli hefur sett 2,2 milljarða í WOW air T ítan fjárfestingafélag, sem er alfarið í eigu Skúla Mog- ensen, forstjóra WOW air, jók hlutafé sitt í flugfélaginu um 655 milljónir króna í desember í fyrra. Heildarfjárfesting Títan í WOW air nemur því 2.155 milljónum króna frá stofnun flugfé- lagsins árið 2011. Tilkynnt var um hlutafjáraukn- inguna til fyrirtækjaskrár ríkisskatt- stjóra (RSK) þann 3. september síðastliðinn. Samkvæmt tilkynn- ingunni var samþykkt að auka hlutafé WOW air um alls 26.200.000 krónur að nafnverði á genginu 25. Greitt var fyrir hlutina með reiðu- fé og nam hlutafé flugfélagsins eftir hækkunina 86.807.844 krónum. Aukin umsvif „Þetta var gert til að styðja við áframhaldandi vöxt og flugvéla- kaup félagsins,“ segir Skúli Mog- ensen í samtali við DV. Aðspurður af hverju WOW hafi ekki skilað til- kynningunni inn fyrr en í byrjun september, rúmum átta mánuðum eftir að hlutafjáraukningin var sam- þykkt þann 30. desember 2014, svarar Skúli að endurskoðandi fyrir- tækisins hafi einfaldlega ekki skilað tilkynningunni inn fyrr enda hafi ís- lensk félög allt að tólf mánuðum til að skila slíkum upplýsingum inn til fyrirtækjaskrár. Skúli vill ekki svara því hvort hann skoði nú fyrir alvöru að fá aðra hluthafa inn í eigendahóp WOW air en Títan á allt hlutafé flugfélagsins. „Ég get ekki rætt meira við þig í bili. Við munum hafa stóra kynningu um nýja áfangastaði og áform næsta árs innan skamms,“ segir Skúli. Tapaði 1,1 milljarði WOW air sendi frá sér fréttatilkynn- ingu um miðjan nóvember 2013 eftir að Skúli hafði, í gegnum Títan, auk- ið hlutafé flugfélagsins um 500 millj- ónir króna. Í tilkynningunni kom fram að heildarfjárfesting Títan í WOW air væri þá orðin 1.500 millj- ónir króna frá stofnun félagsins árið 2011. Hlutafjáraukningin átti, eins og sú í desember í fyrra, að styðja við áframhaldandi vöxt félagsins en einnig áform þess um að hefja áætl- unarflug til Norður-Ameríku. Eins og kom fram í DV í febrúar síðastliðnum þá nýtti Títan tvíveg- is fjárfestingarleið Seðlabanka Ís- lands, síðast í september 2014, og flutti þá samtals um 650 milljónir í gjaldeyri til landsins í skiptum fyr- ir krónur á afslætti miðað við opin- bert gengi Seðlabanka Íslands. Árs- reikningi WOW fyrir síðasta ár hefur ekki enn verið skilað inn til ársreikn- ingaskrár RSK. Tap var af rekstri flug- félagsins á árinu 2013 og nam það 330 milljónum króna. Uppsafnað tap árin 2012 og 2013 nam alls um 1.110 milljónum króna. Eigið fé þess var um 350 milljónir í árslok 2013 eða rúmum tveimur mánuðum eft- ir að Títan réðst í 500 milljóna króna hlutafjáraukninguna. Fyrirtækið var þá skuldlaust enda hefur það alfarið verið fjármagnað af Títan. n Jók hlutafé flugfélagsins um 655 milljónir í desember í fyrra Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is „Þetta var gert til að styðja við áframhaldandi vöxt og flugvélakaup félagsins. Forstjórinn Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, segir flugfélagið ætla að tilkynna um nýja áfanga- staði innan skamms. hálf milljón til Evrópu n Tillaga Evrópusambandsins féll í grýttan jarðveg n Þjóðverjar taka við gríðarlegum fjölda en ekki af einskærri góðvild nýlegri grein The Economist þá er fólk sem ferðast yfir eyðimerkur og úthöf til að komast á öruggari stað, ólíklegt til að vera slugsar- ar þegar það kemur. Þvert á móti hafa rannsóknir sýnt að innflytj- endur um allan heim séu lík- legri til að stofna fyrirtæki heldur en heimamenn og ólíklegri til að fremja alvarlega glæpi, auk þess að vera nettó-greiðendur í ríkis- kassann. Óttinn um að þeir steli störfum og lækki laun á sér einnig litla stoð. Vegna þess að inn- flytjendur koma með öðru- vísi færni, hugmyndir og tengsl, reynast þeir jafn- an hækka laun heima- manna, þótt laun lítið menntaðra heimamanna lækki lítillega. En öllu má þó ofgera. Í vikunni ákváðu Þjóðverjar að loka landamærum sínum til þess að setja pressu á aðrar Evrópuþjóð- ir. Afleiðingarnar eru þær að aðrar þjóðir hafa fylgt í kjölfarið og ótt- ast margir hreinlega um framtíð Schengen-samstarfsins. Ákveðin pattstaða ríkir því varðandi mál- efni flóttamanna í álfunni. Patt- staða sem má ekki vara lengi. n Kýpur 447 Tillaga Evrópu- sambandsins Lagt er til að 160 þúsund flóttamenn skiptist niður á aðildarlöndin. Bretar, Írar og Danir kusu að vera undanskildir áætluninni en löndin hafa lýst því yfir að þau muni axla byrðar af sjálfsdáðum. Einnig ætla Bandaríkjamenn að taka við 10 þúsund sýrlenskum flóttamönnum. Ef áætlunin gengur eftir eru því 194.500 með visst hæli. Þrif ehf. | Lækjasmári 86 | 201 Kópavogur | Sími: 8989 566 | www.þrif.is | thrif@centrum.is Fyrirtæki og húsfélög, gerum tilboð ykkur að kostnaðarlausu Bjóðum sérhæfða þjónustu fyrir íbúðir sem eru í túristaleigu Hefur þú þörf fyrir þrif
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.