Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Side 18
Helgarblað 18.–21. september 201518 Fréttir Erlent
V A R M A D Æ L U R
19 dBA
*Við ábyrgjumst lægsta eða sama verð og sambærileg
varmadæla frá öðrum söluaðilum. Smiðjuvegur 70 - gulgata - 200 Kópavogur
Gæði, þjónusta og gott verð.
Hámarks orkusparnaður.
T I L B O Ð Í S E P T E M B E R
September tilboð
á loft í loft
Verð frá
160.000.-án vsk*
* Virðisaukaskattur endurgreiddur vegna kaupa
á varmadælu fyrir íbúðarhúsnæði.
** Verð frá 198.400.- með vsk
Fórnaði konunni fyrir
fallega ljósku á netinu
n Rusher féll fyrir tvítugri stúlku frá Kaliforníu n Ekki var allt sem sýndist
Þ
etta var mér gífurlegt áfall,“
segir Rebecca Lewis, sem
vissi vart hvaðan á hana
stóð veðrið þegar hún
komst að því að verðandi
eiginmaður hennar átti í innilegu
en rafrænu sambandi við unga,
ljóshærða og fallega snót frá Kali
forníu. Rebecca hafði reyndar tekið
eftir því að eiginmannsefnið, Paul
Rusher, hafði hagað sér sérkenni
lega vikurnar á undan.
Þau hjónaleysin höfðu trúlofað
sig fáum vikum áður en Rebecca
komst að hinu sanna, í júlí 2012, og
höfðu verið saman í tvö ár, þegar
þetta gerðist. Þau unnu bæði í stór
markaði og kynntust þar árið 2010.
Skömmu eftir að Paul bað um
hönd Rebeccu, fékk hann vina
beiðni frá Kristen, ungri og bráð
myndalegri stúlku sem kvaðst vera
frá Kaliforníu. Hann samþykkti
vinabeiðnina og hófu að spjalla
á netinu. Fyrr en varði rann upp
fyrir Paul að hann var kolfallinn
fyrir þessari elskulegu stúlku og var
farinn að skipuleggja með henni
framtíðina á laun.
Gripinn glóðvolgur
Dag einn fékk Rebecca nóg af
undarlegri hegðun mannsins og
skráði sig inn á Facebook í hans
nafni, þegar hann brá sér á salernið.
Við henni blasti gríðarlangur spjall
þráður – með fjölda ljósmynda. „Ég
fékk áfall,“ hefur Daily Mail eftir
konunni. „Hann var augljóslega
búinn að vera að fela eitthvað og ég
vissi að það var önnur í spilinu. Ég
komst að því að hann hafði spjall
að við hana allt að tíu sinnum á dag
og í spjallþræðinum voru hundruð
mynda af stúlkunni í mismunandi
stellingum.“
Rebecca fór yfir málið með Paul
sem lofaði að binda endi á sam
skipti sín og Kristen. Daginn eftir
komst hún í símann hans á með
an hann sat á klósettinu og fann
glæný skilaboð þar sem manns
efnið játaði þessari ungu stúlku
ást sína. Henni var nóg boðið, tók
saman föggur sínar og fór. Þetta var
í október 2012.
Hún hafði samband við Kirsten
og sagði henni að hún væri búin
að eyðileggja allt. Kirsten svaraði
að þau væru ástfangin og að hún
ætti að láta sig hverfa. Þrátt fyrir
allt grunaði Rebeccu að ekki væri
allt með felldu. Kristen kvaðst vera
dóttir milljarðamærings en vantaði
samt fé fyrir flugmiða yfir til Bret
lands. „Ég elskaði hann ennþá og
átti bágt með að trúa þessu öllu
saman. Ég vonaðist til að við gætum
allavega verið vinir áfram,“ sagði
Rebecca. Paul viðurkenndi fyrir
Rebeccu að hann saknaði hennar
en að hann ætlaði að halda sig við
Kristen. Allar tilraunir Rebeccu til
að strá fræjum efasemda í kollinn á
Paul mistókust.
Fann umræðuþráð um
svindlara
Rebecca dó ekki ráðalaus. Hún
kembdi internetið í leit sinni að
sannleikanum og fann hann einn
góðan veðurdag. Hún fann spjall
þráð þar sem hundruð einstaklinga
vöruðu við svikahrappi sem nýtti
sér myndir af lítt þekktri fyrirsætu
til að verða sér úti um fé. Kristen
reyndist aðeins eitt af fjölmörgum
nöfnum sem þessi óprúttni karl
maður gaf upp.
Paul var heltekinn af Kristen og
vildi í fyrstu ekki trúa Rebeccu, sem
hann hafði beðið nokkrum mánuð
um áður. Þegar þau fóru betur yfir
málið varð hann kindarlegur á
svip og viðurkenndi að hann hefði
einmitt verið beðinn um peninga
fyrir flugmiða og að líklega hefði
hann verið að tala við karlkyns
svikahrapp allan tímann. Hann
hafði þó aldrei millifært fé.
Það var svo í mars 2013, um ári
eftir að Paul kynntist Kristen, sem
þau Rebecca tóku saman á ný, að
undangengnum allnokkrum fyrir
gefningarbeiðnum, loforðum og
ástarjátningum. Þau fluttu á nýjan
stað og ákváðu að láta reyna á ást
sína að nýju. „Ég er ánægð með að
þessi þrekraun er að baki. Nú vinn
um við í því að segja skilið við þetta
tímabil og við komum sterkari til
baka. Ég hætti aldrei að elska Paul.“
Líður eins og bjána
Paul líður eins og bjána. „Ég var
upp með mér yfir þeim áhuga sem
þessi fallega stúlka sýndi mér. Það
var líka indælt að hafa einhvern til
að tala við á kvöldin, þegar Rebecca
var í vinnunni. Þessum aðila tókst
að telja mér trú um að ég væri í
óhamingjusömu sambandi. Ég
skammast mín en er ánægður að ég
lét hann ekki hafa peninga.“ Hann
segist vilja óska þess að hafa aldrei
skráð sig á Facebook og hefur eytt
aðgangi sínum þar. „Nú hef ég feng
ið annað tækifæri með Rebeccu og
ætla aldrei að láta hana renna mér
úr greipum aftur.“ n
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
Hugguleg snót Kristen sendi Paul ótal
myndir af sér.
Féll fyrir
ungri stúlku
Unnustan
komst að
því að ekki
væri allt með
felldu.
„Ég
hætti
aldrei að
elska Paul
Sker upp herör
gegn matarsóun
Landbúnaðarráðuneyti (USDA)
og Umhverfisverndarstofnun
Bandaríkjanna (EPA) hafa ákveðið
að skera upp herör gegn óhóflegri
matarsóun þar í landi. Stofnanirn
ar segja að þriðjungur allra mat
væla þjóðarinnar fari til spillis og
magnið sé slíkt að fæða mætti tugi
minni og fátækari ríkja, með því
sem hafnar í ruslatunnum lands
manna. Nú sé mál að linni. Í sam
starfi við einkageirann hafa stofn
anirnar sett sér það markmið að
draga úr matarsóun um sem nem
ur 133 milljörðum punda á ári og
um 50 prósent fyrir árið 2030.
Til þess þurfi að herða á að
gerðum sem þegar eru til staðar
auk þess að fræða neytendur um
að hætta að sóa matvælum og
beina þeim frekar til þeirra sem
minna mega sín.
„Gefum fólki að borða, ekki
landfyllingum,“ segir Gina
McCArthy yfirmaður EPA, um
átakið.
KitKat ekki
einstakt
Evrópudómstóll hefur komist að
þeirri niðurstöðu að sælgætis
framleiðandinn Nestle geti ekki
sótt um að fá útlitið á KitKat
súkkulaðistykkjunum sem skrá
sett vörumerki. BBC greinir frá því
að dómstóllinn hafi úrskurðað að
lögun súkkulaðistykkjanna, sem
eru fjórar samfastar súkkulaði
kexstangir eins og flestir vita, sé
ekki nóg til að þekkja það sem
KitKat. Það var samkeppnisað
ilinn Cadbury sem áfrýjaði til
raunum Nestle til að fá útlitið
sem skrásett vörumerki og hafði
árangur sem erfiði. Úrskurðurinn
þýðir að nú geta aðrir sælgætis
framleiðendur haldið áfram að
framleiða eins súkkulaðistykki,
þrátt fyrir að Nestle líti svo á að
KitKat hafi í áttatíu ár fest sig í
sessi með þetta útlit.