Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Blaðsíða 6
Helgarblað 18.–21. september 20156 Fréttir Sími 568-5556 www.skeifan.is Föst sölulaun Sölulaun eigna yfir 60 milljónum aðeins 1% með vsk upp að 60 milljónum 299.900.- með vsk VantaR – VantaR Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá. Eysteinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000 eysteinn@skeifan.is / skeifan.is Magnús Hilmarsson Sölumaður / Sími: 896-6003 magnus@skeifan.is / skeifan.is Sigurður Hjaltested Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400 sigurdur@skeifan.is / skeifan.is Sími 568- 5556 www .skeifan.is Átti ekki aur upp í 33 króna kröfu n „Furðuleg“ endalok félags sem Björgólfur átti n Skuldaði tæpa 13 milljarða Þ að eina sem stóð eft- ir við skipti á þrotabúi eignarhaldsfélagsins AB 160 ehf., sem var áður í eigu Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, var krafa upp á 33 krónur sem ekkert fékkst greitt upp í. Búið var eignalaust og þrátt fyrir að skuldir félagsins hafi numið um 12,8 millj- örðum króna þá voru þær allar við tengda aðila, sem ekki lýstu kröfum í búið. Skiptastjóri segir málið eitt það furðulegasta sem hann hafi séð á sínum ferli í vinnu við uppgjör á þrotabúi. Tengsl við Björgólfsfeðga AB 160 ehf. gekk undir ýmsum nöfn- um í gegnum flókinn líftíma sinn áður en félagið var tekið til gjald- þrotaskipta í ágúst síðastliðnum. Samkvæmt síðasta ársreikningi fé- lagsins fyrir árið 2013 hét það Cube Properties Denmark ehf. en þar áður Samson Partners-Properties1 ehf. Undir síðastnefnda nafninu bar félagið á góma í fréttaumfjöllun um íslensku útrásina árin fyrir hrun og þá í tengslum við ýmsar fasteigna- fjárfestingar sem Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson, faðir hans, tengdust. Félagið átti lóðir og fasteignir bæði í Reykjavík og í Dan- mörku. Samkvæmt ársreikningnum voru skráðir eigendur tveir. Meirihluta- eigandi var fasteignafélagið Vatn og land ehf. sem ALMC, áður Straum- ur-Burðarás, á í gegnum félögin VL Holding og SCM ehf. en Björgólfur Thor var stærsti hluthafi og stjórnar- formaður Straums-Burðaráss á sín- um tíma. Vatn og land hét áður Sam- son Properties og tilheyrði Samson, eignarhaldsfélagi feðganna. Hinn hluturinn var í eigu aflandsfélagsins Cube Properties Ltd. sem staðsett er á Kýpur og hét áður Novator Properties og var í meirihlutaeigu Björgólfs- feðga í gegnum Samson Holdings. Cube Properties átti eitt sinn 30 prósenta hlut í SG Nord Holding sem var stærsti hluthafinn í Sjæl- sö Gruppen, stærsta fasteignafélagi Danmerkur í eina tíð. Milljarða skuldir en smáaurakrafa Það voru forsvarsmenn AB 160 ehf. sem fóru fram á gjaldþrotaskipti yfir félaginu sjálfir en skráður stjórnar- maður félagsins samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins var Sveinn Björnsson, samstarfsmaður Björg- ólfsfeðga um langa hríð. Helstu kröfuhafar AB 160 ehf. voru ALMC og kýpverska félag- ið Cube Properties. Skuld AB 160 við ALMC nam ríflega 9 milljörð- um króna og við Cube Properties alls ríflega 3,6 milljörðum. En þessir tengdu aðilar lýstu hins vegar eng- um kröfum í búið, sem fyrr segir. Eftir umtalsverða vinnu við skiptalokin, þar sem skiptastjóri var að eigin sögn með þrjá menn með sér í að vinna að því að finna eitthvað sem hönd á festi, var það eina sem stóð eftir að lokum, 33 króna krafa frá skattinum sem ekkert fékkst greitt upp í samkvæmt tilkynningu um skiptalok í Lögbirtingablaðinu. Smávægilegar upphæðir sem þessar eru fáheyrðar við skiptalok, sér í lagi þegar ljóst er að skuldir voru umtalsverðar. Aldrei séð annað eins „Ég hef aldrei á minni ævi, í mínu 30 ára starfi, séð svona vitleysu í sambandi við uppgjör þrota- bús,“ segir Sveinn Guðmunds- son, hæstaréttar lögmaður og skiptastjóri í þrotabúi AB 160 ehf. Hann segir mikla vinnu hafa ver- ið lagða í búið, þar sem flækjustig- ið var nokkuð og farið hafi verið í gegnum mörg ár aftur í tímann. Eft- ir talsverða vinnu og eftirrekstur til að kanna hvað raunverulega gerð- ist í félaginu varð ljóst að þess- ar nokkru krónur voru eina kraf- an sem eftir stóð, þrátt fyrir miklar skuldir búsins. Sveinn segir að í þessu samhengi, sé málið með því „furðulegasta“ sem hann hafi séð. DV leitaði upplýsinga um félag- ið AB 160 ehf. og endalok þess hjá Ragnhildi Sverrisdóttur, talskonu Björgólfs Thors, og kveðst hún engar skýringar hafa á því hvers vegna ALMC lýsti engum kröf- um í búið, þrátt fyrir að ljóst væri að bankinn hefði átt umtalsverðar kröfur á AB 160. Vísar hún á ALMC varðandi þá ákvörðun. Bendir hún á að ALMC hafi eignast öll hlutabréf í Samson Properties, sem nú heitir Vatn og land, árið 2011 og þar með eignarhlut félagsins í Samson Partners-Properties1, sem síðar varð AB 160. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Ég hef aldrei á minni ævi, í mínu 30 ára starfi, séð svona vitleysu í sambandi við uppgjör þrotabús. Furðuleg flétta Björgólfur Thor Björgólfsson átti Samson Partners- Properties1 ehf. sem síðar fékk nafnið AB 160 ehf. Aðeins einni kröfu upp á 33 krónur var lýst í þrotabú AB 160 ehf. þrátt fyrir tæplega 13 milljarða skuldir. Stærstu kröfuhafar, sem eru tengdir aðilar, lýstu ekki kröfum í búið. Reykvíkingar ánægðastir Eins og við var að búast reyndist nokkur munur á ánægju fólks með veðrið á Íslandi í sumar eft- ir búsetu. MMR kannaði viðhorf Íslendinga og reyndust þeir sem búsettir voru í Reykjavík ánægðir með veðrið. Íbúar á Norðaustur- og Austurlandi voru hins vegar síst ánægðir með veðrið. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 73,0% þeirra sem bú- sett voru í Reykjavík vera ánægð með veðrið í sumar, 71,8% þeirra sem búsett voru á Suðurlandi, 71,4% þeirra sem búsett voru á ná- grannasveitarfélögum Reykjavík- ur, 40,3% þeirra sem búsett voru á Norðvestur- og Vesturlandi og 14,0% þeirra sem búsett voru á Norðaustur- og Austurlandi sögð- ust vera ánægð með veðrið í sumar. Arngrímur útskrifaður Arngrímur Jóhannsson, sem komst lífs af þegar flugvél hans brotlenti á Tröllaskaga þann 9. ágúst síðastliðinn, hefur verið út- skrifaður af lýtalækningadeild Landspítalans. Samkvæmt Vísi er Arngrímur nú í endurhæfingu á Grensásdeild og fram undan er langt og strangt bataferli. Hann ku vera á hægum en góðum batavegi eftir að hafa hlotið alvarleg bruna- sár á öðrum handlegg og báðum fótleggjum. Kanadamaður, Arth- ur Grant Wagstaff, sem var einnig um borð í vélinni, lést í slysinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.