Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Blaðsíða 34
Helgarblað 18.–21. september 201526 Fólk Viðtal
Birgitta Haukdal
var óumdeild popp-
prinsessa Íslands þegar
hljómveitin Írafár var upp
á sitt besta. Birgitta hefur
nú vent sínu kvæði í kross
og mun að þessu sinni
taka þátt í jólabókaflóð-
inu í stað jólaplötuflóðs-
ins. Indíana Ása Hreins-
dóttir ræddi við Birgittu
um ferilinn, draumana,
ófrjósemina, hjóna-
bandið, móðurhlutverkið
og bróðurmissinn.
Þ
essi áhugi hefur greinilega
verið lengi til staðar því
við vinkonurnar á Húsavík
dunduðum okkur við að
skrifa bækur, bjuggum til
bókasafn, keyptum bókasafns-
stimpla og leigðum af hver annarri.
Þessu hafði ég steingleymt en þetta
rifjaðist upp fyrir mér eftir að ég
hafði skrifað bækurnar,“ segir tón-
listarkonan Birgitta Haukdal sem
hefur nú vent sínu kvæði í kross og
er orðin barnabókahöfundur.
Skrifaði seríu
Bækurnar, Lára lærir að hjóla og
Lára fer í flugvél, eru gefnar út
af Forlaginu og eru ekki fyrstu
bækurnar sem Birgitta skrifar. „Ég
skrifaði barnabók fyrir tíu árum en
fór sem betur fer aldrei neitt lengra
með þá bók. Ég held að hún hafi
ekki verið mjög góð. Í dag er ég
eldri og þroskaðri og orðin mamma
en maður lærir svo mikið af börn-
unum sínum. Ég hef alltaf verið
dugleg að lesa fyrir son minn en
fannst á ákveðnu aldursskeiði erfitt
að finna góðar íslenskar bækur fyrir
hann. Við eigum mikið af góðum
bókum en flestar eru eftir erlenda
höfunda. Svo komst ég líka að því
að hann hafði í raun meira gaman
af sögunum sem ég sagði honum
heldur en bókunum, en sögurnar
mínar fjölluðu bara um daglegt líf
barna. Í kjölfarið fór ég að hugsa
um að ég ætti kannski að prófa að
skrifa eina bók og sjá hvað myndi
gerast,“ segir Birgitta, sem settist á
kaffihús í Barselóna þar sem hún
bjó og skrifaði þegar hún hafði
tíma. „Allt í einu var ég bara komin
með fimm bækur – heila seríu. Ég
er ekki týpan sem getur setið lengi
við það sama en þarna tókst það. Ég
komst bara á flug.“
Öll vinnan horfin
Birgitta hafði ákveðnar hugmyndir
um það hvernig hún vildi láta
myndskreyta bækurnar og eftir
töluverða leit komst hún í samband
við hæfileikaríka rússneska konu.
„Mér finnst myndir í barnabókum
skipta mjög miklu máli og að mínu
mati finnst mér stundum gleymast
að myndirnar eru fyrir börnin en
ekki fullorðna. Oft eru myndirnar
hafðar kúl og töff í stað þess að vera
bjartar, barnalegar og skemmti-
legar fyrir krakka. Ég hafði því mjög
skýra mynd af þessu í kollinum og
var kannski erfið í samvinnu því allt
í einu hætti teiknarinn bara að láta
heyra í sér sem varð til þess að ég
þurfti að byrja allt upp á nýtt. Það
var mjög erfitt og það munaði litlu
að ég myndi hætta. Öll þessi vinna
var einfaldlega horfin. En sem
betur fer fann ég svo dásamlega
stelpu, Önu, í Armeníu og við bara
smullum saman.“
Kvíðahnútur í maga
Þegar Birgitta fluttist aftur til Ís-
lands fyrir ári síðan ákvað hún að
láta slag standa og athuga hvort
einhver vildi gefa bækurnar út.
„Ég hafði trú á þessu efni og fannst
þetta vanta á markaðinn. Svo kom í
ljós að þau hjá Forlaginu voru mjög
spennt og við fórum af stað. Það
tók allt síðasta ár að klára þessar
tvær bækur og koma þeim í prent
og út,“ segir Birgitta sem verður að
þessu sinni með í jólabókaflóðinu
en ekki jólaplötuflóðinu þar sem
hún er á heimavelli. „Það var ótrú-
lega góð tilfinning að fá bækurnar
í hendurnar og ekkert ósvipað því
þegar maður býr til plötu, mað-
ur er að skapa eitthvað – taka úr
sér hjartað og setja fyrir fram-
an fólk, svo krossar maður fing-
ur og vonar að enginn stígi ofan á
það. Ég upplifði blendnar tilfinn-
ingar, var ótrúlega ánægð en um
leið kom kvíðahnútur í magann.
Það er alltaf smá spéhræðsla, sama
hvort maður er að búa til tónlist,
segja sögu eða syngja fyrir framan
fólk. Ég viðurkenni það alveg. Fólk
heldur kannski að mér finnist þetta
ekkert mál en þetta tekur á. Ef vel
tekst til er þetta um leið alveg ótrú-
lega gefandi. Ég hef verið að skapa
eitthvað alveg síðan ég var barn og
alltaf fengið svo mikið út úr því að
búa eitthvað til sjálf. Þess vegna
leita ég alltaf í þetta aftur og aftur.
Sumt gengur upp en annað ekki og
þá verður maður að vera sterkur og
standa upp aftur. Mér finnst bara
svo ótrúlegur sigur að vera kom-
in með þetta í hendurnar. Þetta er
eitthvað sem börnin mín munu
eiga þegar ég fer og það er ótrúlega
góð tilfinning.“
Erfiðari meðganga
Það er í nógu að snúast hjá Birgittu,
sem er ekki aðeins að stíga sín
fyrstu skref sem rithöfundur heldur
er hún einnig komin átta mánuði
á leið af sínu öðru barni. Hún og
eigin maður hennar, Benedikt
Einarsson, eiga saman soninn Vík-
ing Brynjar, sem er sex ára, og eftir
mánuð er von á lítilli prinsessu.
Birgitta segir meðgönguna hafa
gengið vel. „Ég hef haft það gott en
þetta hefur samt verið erfiðara en
fyrri meðganga. Þá fann ég ekki fyrir
því og gerði allt sem ég vildi. Núna
var meiri ógleði, meiri grindarverk-
ir og meira af öllu. Enda sagði ég við
manninn minn að þar sem þetta
væru svo ólíkar meðgöngur hlyti
stelpa að koma núna. Látum við
ekki alltaf hafa fyrir okkur? Annars
hef ég það mjög gott núna og bíð
bara eftir að þetta klárist,“ segir hún
brosandi og bætir svo við: „Ég hélt
alltaf að ég væri strákamamma.
Ég veit ekki af hverju en ég sá mig
alltaf fyrir mér með hóp af strákum
og var algjörlega sátt við það. Ég var
því mjög lengi að meðtaka að ég
væri með stelpu og á í raun ennþá
erfitt með að fara í stelpudeildina
í búðunum og í algjörri einlægni
kæmi mér það ekki mikið á óvart
ef barnið reyndist svo strákur eftir
allt saman. Þá fer hann bara heim
af fæðingardeildinni í öllu bleiku.
Annars skiptir kynið mig engu
máli, hvort sem er þá er þetta dá-
samleg hamingja. Ég er svo þakklát
í hjartanu að fá að vera mamma því
ég veit að það er alls ekki sjálfgefið.“
Samrýndari fyrir vikið
Birgitta og eiginmaður hennar
þurftu á hjálp tækninnar að halda
til að láta drauminn um að verða
foreldrar rætast – ferli sem hún
segir bæði langt og strangt. „Eins og
pör sem ganga í gegnum þetta vita
þá er alltaf sárt þegar það er ljóst
að meðferð hefur ekki gengið upp.
Þetta er mjög erfitt ferli og tekur yfir
líf manns og verður í algjörum for-
gangi. Sambönd verða að vera sterk
til að þola þetta. Sem betur fer erum
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
„Heimurinn
hrundi hvað
eftir annað“
„Ferlinu lauk
ekki þegar ég
pissaði á prufu og mun
ekki ljúka ekki fyrr
en ég er komin með
barnið í hendurnar