Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Blaðsíða 21
Helgarblað 18.–21. september 2015 Umræða 21 Gamli GluGGinn úr nýi GluGGinn í svo einfalt er það! súðarvoGur 3-5, reykjavík GluGGaGerdin@GluGGaGerdin.is s: 5666630 / GluGGaGerdin.is prins, lést í Mónakó árið 1944, en hann hafði þá ekki hitt nokkurt barna sinna frá því fyrir styrjöldina. Systur Filippusar eru nú allar látnar. Filippus prins og Páll I. Grikkja- konungur voru bræðrabörn, en sonur Páls, Konstantín II., varð konungur Grikkja við lát föður síns 1964. Konstantín kvæntist sama ár yngri systur Margrétar Þórhildar Danadrottningar, Önnu-Maríu. Anna-María og Konstantín eru því fjórmenningar eins og sjá má á meðfylgjandi ættartré. Konstantín og þær systur Margrét Þórhildur og Anna-María eru öll fjórmenningar við Elísabetu Englandsdrottningu. Englandskonungar síðustu aldar Viktoría drottning, móðir Játvarðar krónprins, lést í hárri elli og sama gilti um Kristján IX. Elstu synir þeirra, Játvarður og Friðrik, biðu því óralengi eftir að verða konungar og ríktu báðir aðeins um skamma hríð. Elsti sonur Játvarðar og Alexöndru Danaprinsessu, Albert Viktor prins, varð þó aldrei konungur, en hann lést aðeins 28 ára að aldri úr inflú- ensu. Talið er að Albert Viktor hafi verið samkynhneigður, en illa gekk að koma honum saman við að- alskonur. Hann trúlofaðist þó Maríu af Teck örstuttu fyrir andlátið. Mar- ía giftist yngri bróður hans, Georg, í staðinn og var drottning Englands í 26 ár. Elsti sonur Georgs V. og Maríu drottningar var Játvarður VIII., en hann tók við krúnunni að föður sín- um látnum 1936. Hneykslismálin í kringum sambúð þeirra Wallis Simpson eru flestum kunn og ótal kvikmyndir hafa verið gerðar um þau skötuhjú. Játvarður afsalaði sér krúnunni innan fárra mánaða til Al- berts, bróður síns, sem krýndur var Georg VI. Hann er faðir Elísabetar drottningar, sem tók við krúnunni að föður sínum látnum fyrir bráð- um 64 árum. Segir ekki meira af afkomendum Kristjáns IX. að sinni. n Kristján IX. Danakonungur (1818–1906) Margrét II. (1940–) Anna-María prinsessa (1946–) Friðrik VIII. Danakonungur (1843–1912) Georg I. Grikkjakonungur (1845–1913) Alexandra Englandsdrottning (1844–1925) Kristján X. Danakonungur (1870–1947) Friðrik IX. Danakonungur (1899–1972) Georg V. Englandskonungur (1865–1936) Georg VI. Englandskonungur (1895–1952) Elísabet II. Englandsdrottning (1926–) Konstantín I. (1868–1923) Andrés prins (1882–1944) Páll I. (1901–1964) Filippus prins (1921–) Konstantín II. (1940–) Sólginn í pönnukökur Filippus fékk jafnan rjómapönnukök- ur er hann átti viðkomu á Keflavíkurflugvelli. Hér er hann með Ragnari Péturssyni matreiðslumanni árið 1992. Filippus prins Prinsinn sést hér flytja nokkur orð á íslensku af svölum Alþingishússins sumarið 1964. Ásgeir Ásgeirsson forseti stendur hjá honum. Konstantín II. Grikkjakonungur og Anna-María Danaprinsessa Þau voru vinsælt myndefni glanstímaritanna á sjöunda áratugnum. Albert Viktor prins, elsti sonur Alexöndru Englandsdrottningar Hann lést langt um aldur fram, en talið er að hann hafi verið samkynhneigður. Drottningin og forsetinn Elísabet II. og Vigdís Finnbogadóttir heilsa barnaskara á Fríkirkjuvegi árið 1992.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.