Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Blaðsíða 44
36 Menning Helgarblað 18.–21. september 2015 HamraHlíð 17, 105 reykjavík / Hús Blindrafélagsins / sími 552-2002 Vönduð lesgleraugu frá 3.900 kr. Skáldsagan lifir – en breytist stöðugt David Mitchell, höfundur Cloud Atlas, var meðal gesta Bókmenntahátíðar í Reykjavík D avid Mitchell er maður sem ber það með sér að vera sáttur við tilveruna, ólíkt mörgum veðurbörðum ís­ lenskum höfundum í sínu eilífa harki. Hann er og einn helsti rithöfundur Breta, bækur hans hafa selst í hundruðum þúsunda eintaka og meistaraverkið Cloud Atlas verið kvikmyndað með Tom Hanks í aðal­ hlutverki. Og samt hefur hann heldur napra sýn á mannskepnuna, ef ekki endilega á lífið. Blaðamaður hitti Mitchell í Nor­ ræna húsinu síðastliðinn föstudag, en þar fór dagskrá bókmenntahátíðar fram. „Ég hlustaði á Kim Stanley Robinson lesa upp áðan og mér fannst ágætt það sem hann sagði um að samvinna og samhjálp muni lík­ lega alltaf fylgja mannskepnunni, svo kannski er ég aðeins bjartsýnni núna en ég var í morgun,“ segir Mitchell, þó að hans eigin framtíðarsögur fjalli meira um átök manna á milli. „En jafnvel þó að maður sé bjartsýnn er alltaf nóg af mótlæti að fást við.“ Heillandi óþokkar Í bæði Cloud Atlas og nýjustu bókinni, Bone Clocks, segir frá persónum sem eru siðlausar jafnt sem vel lesnar. „Ill­ mennin fá alltaf bestu línurnar og gera hluti sem ég myndi ekki þora – eða vilja gera. Eins og Humbert Humbert í Lolitu þá tæla þeir lesandann og fá hann til að gleyma að þeir eru staddir í návist óþokka. Þeir eru ekki lausir við réttlætiskennd, en taka enga ábyrgð á afleiðingum gerða sinna.“ En báðar þessar persónur verða af- skaplega ástfangnar. „Já, þær verða það. Maður vill ekki eyða of miklum tíma með algerum skíthæl. Nabokov blindar mann með stíl sínum, en ég er ekki jafn fær og hann. Ég verð að gefa persónunum einhverja jákvæða kosti til að geta haft samúð með þeim.“ Sögur þínar gerast á mismunandi tímum og í mismunandi umhverfi. Hvernig ferðu að því að setja þig inn í aðstæður.? „Ég keypti tímavél úr búðinni hans Dave Eggers og nota hana til að fara þangað sem ég vil. Ég er tímatúristi. Nei í alvörunni, þetta er starf mitt og ég reyni að sinna því eins vel og ég get. Það er fullt af hlutum sem ég get ekki lýst, en þeir enda ekki í útgefnu bókunum. Maður þarf að velja sínar orrustur og listrænu tilraunir vand­ lega, og velja helst þær sem maður heldur að maður geti sigrað í.“ Bjartur í Sumarhúsum hefði ekki skilið sjálfan sig Hluti af Bone Clocks gerist á Íslandi. Hvaða heimildarvinnu vannstu varð- andi það? „Ég fékk tilboð um að skrifa grein fyrir breskt dagblað og gat farið hvert sem var. Ég kaus að fara til Íslands og það endaði síðar í bókinni. Persónan er breskur túristi á Íslandi, svo hann þarf ekki að vita allt. Það er eiginlega meira sannfærandi ef hann hefur stundum rangt fyrir sér.“ Þú hefur líka lesið Laxness. „Ég hef lesið nokkrar, Brekkukots­ annál og Íslandsklukkuna, en Sjálf­ stætt fólk er best. Hún er ein af þess­ um bókum sem hvetja mann til skrifta.“ Sumir Íslendingar samsama sig enn með Bjarti, þó að hann eigi að vera paródía á þjóðarsálinni. „Bjartur er mjög vel skrifaður, mannlegur eins og við öll. Dýrlingar eru leiðinlegir, og kannski djöflar líka, en við höfum öll hvora tveggja í okk­ ur. Líklega hefði Bjartur sjálfur ekki skilið merkingu sögunnar og Bjartar dagsins í dag gera það ekki heldur. Laxness var ekki endilega að reyna að sýna öllum Björtum Íslands hvað þeir væru miklir Bjartar, hann var fyrst og fremst handverksmaður að gera það sem hann gerir best.“ Arabískuskotin íslenska Allar persónur þínar eru frekar vel máli farnar, sama hvar í stétt þær standa. „Fólk er almennt skáldmælt, jafn­ vel þeir sem eru málhaltir, jafnvel fólk eins og ég sem stama. Ef maður hlust­ ar eftir er ljóðræna í öllu. Það geta allir svartþrestir sungið, þó að sumir syngi kannski betur en aðrir.“ Almennt séð er litið svo á að það sé bara ein rétt leið til að tala íslensku og alþýðumál á prenti er illa séð. „Jafnvel þó að það sé haft í gæsa­ löppum? Það hlýtur að vera óþolandi. Íslenskan í dag er undir áhrifum frá ensku, en það eru fleiri og fleiri sem tala íslensku sem annað mál. Eftir 50 ár verða líklega komin inn arabísk orð líka, sem er fallegt. Tungumálið tekur stöðugum breytingum.“ Það hefur verið talað mikið um dauða skáldsögunnar í Bretlandi og víðar. „Tæknin hefur vissulega gert það að verkum að annað keppir um athyglina, tölvur og kvikmyndir. Skáldsagan er sérhæft listform, um það bil fimm prósent fólks lesa þær, en stundum kemur fyrirbæri eins og Harry Potter sem nær til mun fleiri. Skáldsagan er síbreytileg listform sem getur skilgreint þjóðir, en þær geta líka rannsakað samskipti fólks, kafað inn í sálarlífið eða verið einfald­ lega afþreying. Ef þú skoðar hvaða fimm ára tímabil sem er undanfarin 100 ár er ég viss um að þú finnir álíka umræðu um dauða skáldsögunnar. Tískuhönnuðir lýsa því líka stund­ um yfir að tískan sé dauð, en það gerist oftast þegar þeir sjálfir eru að detta úr tísku. Heimurinn breytist, allt breytist, heimsálfurnar breytast, listin breytist líka. Það undarlega er að hún skuli ekki hafa breyst meira.“ n Falinn fjársjóður Sænski rithöfundurinn Danny Wattin var á Bókmenntahátíð í Reykjavík og skáldsaga hans Fjár­ sjóður herra Isakowitz er komin út í íslenskri þýðingu Höllu Kjart­ anssdóttur. Níu ára sonur Danny Wattin heyrir af fjársjóði sem langafi hans skildi eftir þegar hann var fluttur í útrýmingarbúðir nas­ ista. Auðvitað vill hann finna fjár­ sjóðinn og með föður sínum fer hann á slóðir ættfeðranna. Örlagaríkt sumar Finnska skáldkonan Katja Kettu hlaut tvenn af eftirsóttustu bók­ menntaverðlaunum Finna fyrir skáldsöguna Ljósmóðir af Guðs náð, sem nú er komin út í íslenskri þýðingu Sigurðar Karlssonar. Kettu var stödd á Bókmenntahátíð í Reykjavík. Kona sem hefur einstaka gáfu til að taka á móti börnum hitt­ ir þýskan SS­foringja sumarið 1944 og verður heltekin af honum. Nýjar bækur Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com David Mitchell „Ég verð að gefa persónunum einhverja jákvæða kosti til að geta haft samúð með þeim.“ „Fólk er almennt skáldmælt, jafn- vel þeir sem eru mál- haltir, jafnvel fólk eins og ég sem stama. Ef mað- ur hlustar eftir er ljóð- ræna í öllu. Það geta allir svartþrestir sungið, þó að sumir syngi kannski betur en aðrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.