Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Blaðsíða 2
Helgarblað 18.–21. september 20152 Fréttir „Ég er snargeðveikur“ Jón Birkir Jónsson hefur herjað á notendur bland.is um árabil og haft fé af fjölmörgum notendum É g er snargeðveikur og er með svo margar greiningar að þú fengir hausverk,“ segir 27 ára gamall síbrotamaður, Jón Birkir Jónsson, í stuttu sam- tali við DV. Jón Birkir hefur herjað á notendur bland.is um árabil og selt þeim farsíma, miða á ýmsa viðburði, dekk, myndavélar, tjald- ábreiður og í raun og veru allt sem nöfnum tjáir að nefna. Ferlið er yfir leitt það sama, Jón Birkir narrar notendur til þess að leggja fé inn á reikning hans en aldrei berst varan eins og um er samið. Mörg fórnarlömb Jón Birkir á langan afbrotaferil að baki. Hann hefur fengið dóma fyrir nytjastuld, fjársvik og ítrekuð um- ferðarlagabrot, bæði undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Í dómi kemur orðrétt fram að Jón Birkir sé greindur með athyglisbrest, of- virkni og hvatvísi auk þess sem hann glími við fjöllyfjafíkn. Um- fangsmestur er hann á vefsíðunni bland.is þar sem hann er afar iðinn við að svíkja og pretta fólk undir fjölmörgum notandanöfnum, til dæmis „Johnny Good“, „þrum- ari1234“ og „maðurinn87“, svo fá- ein séu nefnd. Ekki þarf annað en að leita að nafni hans á umræðu- síðu vefjarins til að finna spjall- þræði þar sem notendur, sem lent hafa í klóm hans, barma sér. Fæst- ir hafa lagt fram kæru, sem skýrist líklega af því að upphæðirnar eru ekki mjög háar í hvert skipti, auk þess sem fólk skammast sín fyrir að hafa ekki áttað sig á þessum blekk- ingarleik. Öðlast traust með afslætti Bland.is hefur ítrekað varað við Jóni Birki en hann stofnar engu að síður notandanöfn að vild og held- ur blekkingum sínum áfram, eins og blaðamaður DV kynntist af eig- in raun. Yfirleitt kýs hann að ræða við fórnarlömb sín í síma þar sem hann kemur vel fyrir, er kumpána- legur og einkar laginn við að öðl- ast traust þeirra. Þess eru dæmi að hann bjóði afslátt af verði vörunn- ar, jafnvel þó að fórnarlambið sé tilbúið til að greiða hærra verð. Tækifæri á landsleikjum Íslands Jón Birkir virðist sjá sér tækifæri í uppgangi íslenska landsliðsins og þeirri staðreynd að ítrekað selst upp á leiki liðsins. Fyrir leik Íslands gegn Króatíu árið 2013 sveik hann fjölmarga einstaklinga um miða og bárust sex kærur á hendur honum samkvæmt frétt Pressunnar. Af- brot hans hafa fengið talsverða umfjöllun fjölmiðla, meðal annars um fartölvusvik í Akureyri viku- blaði og nýlega umfjöllun DV um svik varðandi sölu á ábreiðslu yfir tjaldvagn sem Jón Birkir var einnig viðriðinn. Nýleg svik á leiknum gegn Kasakstan Fyrir leik Íslands og Kasakstan á dögunum lenti fjölskylda utan af landi í Jóni Birki, að eigin sögn. Með skömmum fyrirvara óskaði fjölskyldufaðirinn eftir tveimur miðum á leikinn á bland.is og sagðist tilbúinn til þess að greiða 35 þúsund krónur fyrir miðana. Skömmu síðar hafði notandinn „þrumari1234“ samband og bauð honum tvo miða til kaups og bað hann að hringja í sig. Þeir áttu stutt spjall saman þar sem „þrum- ari1234“ kom vel fyrir og sagði að um boðsmiða væri að ræða og því væri hann alveg til í að selja miðana á tuttugu og fimm þús- und krónur. Fjölskyldufaðirinn var ánægður með það, fékk upp reikn- ingsnúmer og kennitölu, sem til- heyrði Jóni Birki Jónssyni, og milli- færði upphæðina í grænum hvelli. Miðarnir bárust hins vegar aldrei. Reynir að blekkja blaðamann Í tilraunaskyni ákvað blaðamaður DV að leika sama leik og óska eftir miðum á landsleik Íslands og Lett- lands. Auglýsingin var sett eins upp og hjá fjölskyldunni á Dalvík, óskað var eftir tveimur miðum og að hámarksverð væri 30 þúsund fyrir þá báða. Innan 30 mínútna hafði notandinn „maðurinn87“ samband. Hann og blaðamaður áttu langt skriflegt spjall saman á spjallvef bland.is en „mað- urinn87“ hvatti ítrekað til þess hann hringdi í sig. Gaf hann upp sama símanúmer og hafði verið notað þegar svikið var fé út úr fjöl- skyldunni frá Dalvík. Blaðamað- ur tók þá upp tólið og var „maður- inn87“ ákaflega alúðlegur í símann og bauðst meðal annars til þess að veita afslátt. Einnig óskaði blaða- maður eftir fleiri miðum og það var ekki vandamál. Meira að segja vildi svo til að sætin voru öll hlið við hlið. Því næst fékk blaðamað- ur uppgefið bankareikningsnúmer og kennitölu, sem tilheyrði Jóni Birki, og sleit símtalinu. Skömmu síðar hringdi blaðamaður aft- ur í Jón Birki sem svaraði af glað- værð en þegar blaðamaður kynnti sig sem starfsmann DV þá skellti hann samstundis á. Innan nokkra mínútna hafði Facebook-síðu Jón Birkis einnig verið lokað. „Ég verð að hætta þessu“ DV hafði samband við Jón Birki á bland.is, þar sem hann var spurð- ur hvers vegna hann stundaði þetta og hvað honum gengi til. „Þetta er ljóta ruglið, ég verð að hætta þessu,“ svaraði Jón Birkir og bætti við: „Ég er snargeðveikur og er með svo margar greiningar að þú fengir hausverk ef ég teldi þær upp.“ Hann sagðist ekki hafa tölu á fjölda fórnarlamba sinna og að ástæðu afbrotanna mætti rekja til skulda. Jón Birkir kennir fíkniefna- neyslu sinni um þær ógöngur sem hann hefur komið sér í og segir að endingu: „Ég vildi óska að ég hefði aldrei svikið allt þetta fólk né byrj- að að neyta eiturlyfja.“ Jón Birkir svaraði ekki frekari spurningum blaðamanns og notendanafninu „maðurinn87“ hefur verið eytt. n „Þetta er ljóta ruglið, ég verð að hætta þessu. Viðvörun Bland.is varaði notendur vefsíðunnar við Jóni Birki og tveimur öðrum einstaklingum í lok árs 2013. Í samtali við DV á þeim tíma sagði Óskar Valgarðsson, mágur Jóns Birkis, að hann hefði lánað honum reikninginn sinn í góðri trú. MyNd SaMSeTT MyNd Jón Birkir Jónsson Skilur eftir sig sviðna jörð á bland.is. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Fæst í apótekum, Krónunni, Fjarðarkaup, Hagkaup, Nettó og Græn heilsa. Duft í kalt vatn eða boost Styður: Efnaskipti og öugri brennslu Minni sykurlöngun Slökun og svefn Vöðva og taugastarfsemi Gott á morgnana og kvöldin 1/3 tsk = 350mg - ekkert bragð ENGIN MAGAÓNOT Mikill virkni Náttúrulegt Þörunga magnesíum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.