Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Síða 2
Helgarblað 18.–21. september 20152 Fréttir
„Ég er snargeðveikur“
Jón Birkir Jónsson hefur herjað á notendur bland.is um árabil og haft fé af fjölmörgum notendum
É
g er snargeðveikur og er með
svo margar greiningar að þú
fengir hausverk,“ segir 27 ára
gamall síbrotamaður, Jón
Birkir Jónsson, í stuttu sam-
tali við DV. Jón Birkir hefur herjað
á notendur bland.is um árabil og
selt þeim farsíma, miða á ýmsa
viðburði, dekk, myndavélar, tjald-
ábreiður og í raun og veru allt sem
nöfnum tjáir að nefna. Ferlið er
yfir leitt það sama, Jón Birkir narrar
notendur til þess að leggja fé inn á
reikning hans en aldrei berst varan
eins og um er samið.
Mörg fórnarlömb
Jón Birkir á langan afbrotaferil að
baki. Hann hefur fengið dóma fyrir
nytjastuld, fjársvik og ítrekuð um-
ferðarlagabrot, bæði undir áhrifum
fíkniefna og án ökuréttinda. Í dómi
kemur orðrétt fram að Jón Birkir
sé greindur með athyglisbrest, of-
virkni og hvatvísi auk þess sem
hann glími við fjöllyfjafíkn. Um-
fangsmestur er hann á vefsíðunni
bland.is þar sem hann er afar iðinn
við að svíkja og pretta fólk undir
fjölmörgum notandanöfnum, til
dæmis „Johnny Good“, „þrum-
ari1234“ og „maðurinn87“, svo fá-
ein séu nefnd. Ekki þarf annað en
að leita að nafni hans á umræðu-
síðu vefjarins til að finna spjall-
þræði þar sem notendur, sem lent
hafa í klóm hans, barma sér. Fæst-
ir hafa lagt fram kæru, sem skýrist
líklega af því að upphæðirnar eru
ekki mjög háar í hvert skipti, auk
þess sem fólk skammast sín fyrir að
hafa ekki áttað sig á þessum blekk-
ingarleik.
Öðlast traust með afslætti
Bland.is hefur ítrekað varað við
Jóni Birki en hann stofnar engu að
síður notandanöfn að vild og held-
ur blekkingum sínum áfram, eins
og blaðamaður DV kynntist af eig-
in raun. Yfirleitt kýs hann að ræða
við fórnarlömb sín í síma þar sem
hann kemur vel fyrir, er kumpána-
legur og einkar laginn við að öðl-
ast traust þeirra. Þess eru dæmi að
hann bjóði afslátt af verði vörunn-
ar, jafnvel þó að fórnarlambið sé
tilbúið til að greiða hærra verð.
Tækifæri á
landsleikjum Íslands
Jón Birkir virðist sjá sér tækifæri í
uppgangi íslenska landsliðsins og
þeirri staðreynd að ítrekað selst
upp á leiki liðsins. Fyrir leik Íslands
gegn Króatíu árið 2013 sveik hann
fjölmarga einstaklinga um miða og
bárust sex kærur á hendur honum
samkvæmt frétt Pressunnar. Af-
brot hans hafa fengið talsverða
umfjöllun fjölmiðla, meðal annars
um fartölvusvik í Akureyri viku-
blaði og nýlega umfjöllun DV um
svik varðandi sölu á ábreiðslu yfir
tjaldvagn sem Jón Birkir var einnig
viðriðinn.
Nýleg svik á leiknum gegn
Kasakstan
Fyrir leik Íslands og Kasakstan á
dögunum lenti fjölskylda utan af
landi í Jóni Birki, að eigin sögn.
Með skömmum fyrirvara óskaði
fjölskyldufaðirinn eftir tveimur
miðum á leikinn á bland.is og
sagðist tilbúinn til þess að greiða
35 þúsund krónur fyrir miðana.
Skömmu síðar hafði notandinn
„þrumari1234“ samband og bauð
honum tvo miða til kaups og bað
hann að hringja í sig. Þeir áttu
stutt spjall saman þar sem „þrum-
ari1234“ kom vel fyrir og sagði að
um boðsmiða væri að ræða og
því væri hann alveg til í að selja
miðana á tuttugu og fimm þús-
und krónur. Fjölskyldufaðirinn var
ánægður með það, fékk upp reikn-
ingsnúmer og kennitölu, sem til-
heyrði Jóni Birki Jónssyni, og milli-
færði upphæðina í grænum hvelli.
Miðarnir bárust hins vegar aldrei.
Reynir að blekkja blaðamann
Í tilraunaskyni ákvað blaðamaður
DV að leika sama leik og óska eftir
miðum á landsleik Íslands og Lett-
lands. Auglýsingin var sett eins
upp og hjá fjölskyldunni á Dalvík,
óskað var eftir tveimur miðum og
að hámarksverð væri 30 þúsund
fyrir þá báða. Innan 30 mínútna
hafði notandinn „maðurinn87“
samband. Hann og blaðamaður
áttu langt skriflegt spjall saman
á spjallvef bland.is en „mað-
urinn87“ hvatti ítrekað til þess
hann hringdi í sig. Gaf hann upp
sama símanúmer og hafði verið
notað þegar svikið var fé út úr fjöl-
skyldunni frá Dalvík. Blaðamað-
ur tók þá upp tólið og var „maður-
inn87“ ákaflega alúðlegur í símann
og bauðst meðal annars til þess að
veita afslátt. Einnig óskaði blaða-
maður eftir fleiri miðum og það
var ekki vandamál. Meira að segja
vildi svo til að sætin voru öll hlið
við hlið. Því næst fékk blaðamað-
ur uppgefið bankareikningsnúmer
og kennitölu, sem tilheyrði Jóni
Birki, og sleit símtalinu. Skömmu
síðar hringdi blaðamaður aft-
ur í Jón Birki sem svaraði af glað-
værð en þegar blaðamaður kynnti
sig sem starfsmann DV þá skellti
hann samstundis á. Innan nokkra
mínútna hafði Facebook-síðu Jón
Birkis einnig verið lokað.
„Ég verð að hætta þessu“
DV hafði samband við Jón Birki á
bland.is, þar sem hann var spurð-
ur hvers vegna hann stundaði
þetta og hvað honum gengi til.
„Þetta er ljóta ruglið, ég verð að
hætta þessu,“ svaraði Jón Birkir og
bætti við: „Ég er snargeðveikur og
er með svo margar greiningar að
þú fengir hausverk ef ég teldi þær
upp.“ Hann sagðist ekki hafa tölu
á fjölda fórnarlamba sinna og að
ástæðu afbrotanna mætti rekja til
skulda.
Jón Birkir kennir fíkniefna-
neyslu sinni um þær ógöngur sem
hann hefur komið sér í og segir að
endingu: „Ég vildi óska að ég hefði
aldrei svikið allt þetta fólk né byrj-
að að neyta eiturlyfja.“ Jón Birkir
svaraði ekki frekari spurningum
blaðamanns og notendanafninu
„maðurinn87“ hefur verið eytt. n
„Þetta er ljóta
ruglið, ég verð að
hætta þessu.
Viðvörun Bland.is varaði notendur vefsíðunnar við Jóni Birki og tveimur öðrum einstaklingum í lok árs 2013. Í samtali við DV á þeim tíma sagði Óskar Valgarðsson, mágur Jóns Birkis, að
hann hefði lánað honum reikninginn sinn í góðri trú. MyNd SaMSeTT MyNd
Jón Birkir Jónsson Skilur eftir sig
sviðna jörð á bland.is.
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Fæst í apótekum, Krónunni, Fjarðarkaup,
Hagkaup, Nettó og Græn heilsa.
Duft í kalt vatn eða boost
Styður:
Efnaskipti og öugri brennslu
Minni sykurlöngun
Slökun og svefn
Vöðva og taugastarfsemi
Gott á morgnana og kvöldin
1/3 tsk = 350mg - ekkert bragð
ENGIN
MAGAÓNOT
Mikill virkni
Náttúrulegt
Þörunga magnesíum