Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Blaðsíða 46
38 Menning Helgarblað 18.–21. september 2015
Kolaportið
er umkringt af
bílastæðahúsum.
Vesturgata · Mjóstræti
Fjöldi stæða 106
Ráðhúsið · Tjarnargata 11
Fjöldi stæða 130
Traðarkot · Hverfisgata 20
Fjöldi stæða 270
Kolaportið · Kalkofnsvegur 1
Fjöldi stæða 270
K
V
IK
A
Opið alla verslunar-
mannahelgina
Laugardag, sunnudag og mánudag frá
11-17
Þ
egar hún beið eftir að réttað
væri yfir henni vegna þátt-
töku hennar í mótmælum
árið 2009 ákvað hin rétt rúm-
lega tvítuga Nazanin Askari
að flýja heimaland sitt, Íran. Hún var
af vel stæðri fjölskyldu sem gat að-
stoðað hana við fjármögnunina og
skipulagningu. Hún flúði í gegnum
Evrópu á fölsuðum vegabréfum og
stefndi til Kanada. Árið 2011 er hún
var komin langleiðina, á litla eyju í
miðju Atlantshafi, komst hún ekki
lengra og sótti um stöðu flóttamanns.
Þremur árum síðar stendur
Nazanin ein á sviðinu í Tjarnarbíói
og segir sögu sína, sögu af pólitískum
ofsóknum, sögu af ævin týralegum en
þungbærum flótta, af afskiptaleysi
og vonbrigðum í nýju heimalandi, af
söknuði og heimþrá, en umfram allt
von um betri heim. Það er Marta Nor-
dal sem leikstýrir nýju leikhúsverki
sem ber nafn írönsku flóttakonunnar
og skartar henni í aðalhlutverki.
Handtekin fyrir mótmæli
Í Íran stundaði Nazanin háskólanám
í enskum bókmenntum og kenndi
ensku. Hún var virk í pólitísku starfi,
barðist fyrir kvenréttindum og lýð-
ræði. Hún tók þátt í stærstu mótmæl-
um í landinu, frá íslömsku byltingunni
1979, í kjölfar forsetakosninganna
2009 þar sem hinn íhaldssami
Mahmud Ahmadinejad var sakaður
um kosningasvik. Nazanin var í kjöl-
farið hótað fangelsis vist. Vitandi
hvernig klerkastjórnin hafði tekið á
pólitískum aðgerðasinnum í gegnum
tíðina sá faðir hennar þann kost
vænstan að smygla einkadóttur sinni
úr landi áður en lokadómur í máli
hennar var kveðinn upp.
Hann greiddi fylgdarmanni fyrir
að flýja með hana um Tyrkland og í
gegnum alla Evrópu á fölsuðum vega-
bréfum. Þrátt fyrir að hafa lifað af og
loks komist á öruggan stað tók flótt-
inn mun meira á en hún hafði búist
við. „Ég held ég hafi að mörgu leyti
verið mjög dekruð heima þar sem ég
er eina stelpan í fjölskyldunni og flótt-
inn tók mjög mikið á mig. Hann var
mjög erfiður. En maður tekur bara þá
ákvörðun að flýja ef maður er í raun-
verulegri hættu og er því tilbúinn að
samþykkja þessa erfiðu og hættulega
ferð. Maður þarf að laumast yfir
landamæri, sofa úti, ferðast yfir ár, höf
og í gegnum skóga,“ segir Nazanin.
Martraðir um flóttann
„Lengi vel var mjög erfitt fyrir mig að
hugsa um flóttann. Þetta hafði verið
svo mikil þjáning að ég var að reyna
að gleyma þessu öllu. Ég var með
martraðir og þurfti að leita til sál-
fræðings. Fyrst þegar ég reyndi að
segja frá þessu grét ég og féll í yfir-
lið. En smám saman varð ég sterkari
og þegar Marta bað mig um að taka
þátt í sýningunni ákvað ég að slá til,“
segir hún.
Hún stendur ein á sviðinu og segir
sögu sína sem Marta Nordal hefur
raðað upp á leikhúslegan máta. Þá
hefur Helena Stefánsdóttir skapað
myndbandsverk sem vinnur með frá-
sögn Nazanin, sýnir og skýrir ástandið
í Íran og túlkanir á draumum hennar.
„Sýningin fjallar um af hverju ég
yfirgaf Íran. Ég segi mína sögu, um
líf mitt í Íran, um mig sem konu.
Þetta fjallar líka um af hverju ég sem
einstaklingur og kona ákvað að flýja
landið, um flótta, um hversu erfitt það
er að flýja, leiðina sem ég fór og um
mig sem flóttamann. En þetta fjallar
líka um hvernig konur eru kúgaðar
Pólitískar ofsóknir
og ævintýralegur flótti
n íranska flóttakonan nazanin askari segir sögu sína í nýju leikriti eftir Mörtu nordal
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Nazanin Askari Nazanin er írönsk flóttakona. ÞorMAr ViGNir GuNNArssoN
„fyrst
þegar
ég reyndi
að segja frá
þessu grét ég
og féll í yfirlið
Metsölulisti
eymundsson
9.–15. september 2015
1 Stúlkan í trénuJussi Adler-Olsen
2 Ljósmóðir af guðs náð
Katja Kettu
3 Fjarsjóður herra Isakowitz Danny Wattin
4 Það sem ekki drepur mann
David Lagerkrantz
5 Secret GardenJohanna Basford
6 Í nótt skaltu deyjaViveca Sten
7 HugarfrelsiHrafnhildur Sigurðardóttir/Unnur
Arna Jónsdóttir
8 Enchanted Forest Johanna Basford
9 SmáskammtarAna María Shua
10 Stórbók-Sitji guðs englar Guðrún Helgadóttir
Jussi Adler-olsen