Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Blaðsíða 13
Fréttir 13Helgarblað 18.–21. september 2015 BLEKHYLKI TÓNERAR PRENTARAR RITFÖNG GÓÐ VERÐ GÓÐ ÞJÓNUSTA SKÚTUVOGI 11 SÍMI: 553 4000 H E I L S U R Ú M AFSLÁTTUR Útsala Rekkjunnar Síðustu dagar! Lagersala á rúmteppum og handklæðum Gamli Straumur selur hlut sinn í West Ham milljarð króna n Svara engu um söluna „Aðeins að tala um 9 milljarða króna“ Fjölmiðlar greindu í október 2006 frá sögusögnum þess efnis að fjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi eigandi Landsbanka Íslands, og félög tengd honum, hefðu áhuga á að fjármagna kauptilboð Eggerts Magnússonar, þá­ verandi formanns Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ), í West Ham. Eggert hafði fram að því fullyrt að hann væri einn að skoða kaup á knattspyrnufélaginu. Ásgeir Friðgeirsson, fyrrverandi talsmaður Björgólfsfeðga, sem settist síðar í stjórn West Ham, þvertók fyrir að Björgólfur Thor kæmi að fjármögnun kauptilboðsins. Hann sagði marga aðra koma til greina enda væri verkefnið „ekki svo stórt“. „Við erum jú aðeins að tala um níu milljarða króna. Það eru að minnsta kosti þrjátíu Íslendingar sem gætu lagt milljarð eða svo í þetta dæmi, verkefnið er ekki eins stórt og menn vilja láta,“ sagði Ásgeir í samtali við Viðskiptablaðið. Þann 10. nóvember 2006 staðfesti Björgólfur Guðmundsson, þá­ verandi formaður bankaráðs Landsbanka Íslands og einn eigenda bankans, að hann hygðist fjármagna kauptil­ boð Eggerts Magnússonar, fyrrverandi formanns KSÍ, í enska knattspyrnufélagið West Ham United. Eggert sat á þeim tíma í stjórn Straums­Burðaráss en bankinn var einn helsti lánardrottinn Hansa, eignarhaldsfélag Björgólfs, sem keypti West Ham. Kaupverðið var um 85 millj­ ónir punda auk þess sem fallist var á að taka yfir skuldir upp á 22 milljónir punda. Fjárfestingin nam því alls 107 milljónum punda, jafnvirði 14,1 milljarðs króna miðað við þáverandi gengi, og var fjármögnuð með sambankaláni íslenskra banka sem Straumur­Burðarás, sem var í meirihluta­ eigu Björgólfsfeðga, fór fyrir. Eftir að kaupin gengu í gegn varð Eggert starfandi stjórn­ arformaður knattspyrnu­ félagsins og Björgólfur, sem var skráður með 95 prósenta eignarhlut, gegndi í fyrstu hlutverki heiðursforseta West Ham. Tilkynnt var um breytingarnar á yfirstjórn liðsins, og aðkomu íslensku fjárfestanna, á blaða­ mannafundi sem haldinn var á Upton Park, heimavelli West Ham, í úthverfi Lundúna. Erlendir og innlendir fjölmiðlar fjölluðu mikið um kaupin á West Ham. Eftir að bresku blöðin höfðu birt fyrirsagnir á borð við „Innrás Íslendinga í Bretland“ fór athyglin að beinast að slæmu gengi knattspyrnufélagsins í ensku úrvals­ deildinni. Liðið bjargaði sér naumlega frá falli vorið 2007 og stjórnendurnir voru í kjölfarið gagnrýndir harðlega fyrir ákveðin leikmannakaup sem ráðist var í eftir að Björgólfur og Eggert keyptu sig inn. Eggert hætti sem stjórnarformaður West Ham haustið 2007 og seldi 5% hlut sinn í félaginu í desember það ár. West Ham var þá að fullu í eigu Björgólfs Guð­ mundssonar og var síðar tilkynnt að hann myndi setja þrjá milljarða inn í félagið til að styrkja fjárhagsstöðu þess. Björgólfur varð gjaldþrota í júlí 2009, Hansa fór í greiðslustöðvun sama ár og West Ham endaði í höndum kröfuhafa Björgólfs. Hansa var formlega tekið til gjaldþrota­ skipta í maí 2011 en í þeim sama mánuði féll West Ham úr ensku úrvalsdeildinni. Bresku fjárfestarnir David Gold og David Sullivan höfðu ári áður keypt meirihluta í West Ham af CB Holding. Eignuðust West Ham haustið 2006 Nóvember 2006 Björgólfur og Eggert eignast West Ham United Maí 2007 Knattspyrnu­ félagið bjargar sér naumlega frá falli úr efstu deild September 2007 Eggert hættir sem stjórnarformaður og selur síðan 5% hlut sinn í félaginu. Júlí 2009 Björgólfur er úrskurðaður gjaldþrota og kröfuhafar Hansa taka West Ham yfir. Júní 2015 ALMC, áður Straum­ ur­Burðarás, losar sig við síðustu hluti sína í CB Holding.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.