Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Blaðsíða 12
12 Fréttir Helgarblað 18.–21. september 2015 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is AUDI A6 2,0 TDI nýskráður 03/2013, ekinn 48 Þ.km, 2,0 diesel, sjálfskiptur. 19” felgur og ný dekk, leður og alcantaraáklæði, Bluetooth, Navigation, Stopp/start, Aux tengi, eyðsla aðeins 6L/100km innanbæjar. Lægra verð til leigubílsstjóra . Verð 7.890.000 kr. Raðnr. 254090 Gamli Straumur selur hlut sinn í West Ham n Afskiptum ALMC af enska knattspyrnufélaginu lokið n Hluturinn bókfærður á rúman Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Ævintýrið á Upton Park Heildarfjárfesting Björgólfs Guðmundssonar og Eggerts Magnússonar í West Ham árið 2006 samsvaraði þá 14 milljörðum króna. Í slenska eignaumsýslufélagið ALMC, áður Straumur-Burðar- ás fjárfestingarbanki, seldi í júní eignarhlut sinn í enska knattspyrnufélaginu West Ham United. ALMC seldi þá 75,6% hlut í CB Holding, íslensku félagi sem yfir tók West Ham í júlí 2009, sem á nú 10% hlut í WH Holding Limited, bresku móðurfélagi knattspyrnu- félagsins. Lauk þá afskiptum ALMC og forvera þess af West Ham sem hófust fyrir sex árum þegar kröfuhafar yfirtóku félagið vegna lána sem Björgólfur Guð- mundsson, fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbanka Íslands, tók til kaupa á úrvalsdeildarliðinu haustið 2006. ALMC seldi hlutinn til lúxem- borgska einkahlutafélagsins Hoxton (Lux) S.á.r.l. sem sam- kvæmt heimildum DV keypti á sama tíma aðrar eignir í eigu ALMC. Hlutur CB Holding í West Ham var bókfærður á um sjö milljónir punda, jafnvirði 1.378 milljóna króna, í árslok 2014. Söluverðið ekki gefið upp Brynjar Þór Hreinsson, fráfarandi framkvæmda- stjóri CB Holding og stjórnarmaður í félaginu fyrir hönd ALMC, baðst undan viðtali þegar eftir því var leitað og vísaði á nýjan meirihlutaeiganda CB Holding, Hoxton (Lux). Aðspurður svaraði hann engu um hverjir eigend- ur Hoxton (Lux) eru, aðdraganda sölunnar eða söluverðið. Fjögur íslensk fé- lög eiga í dag samtals 24,4% í CB Holding. Íslandsbanki er stærsti hluthafinn með 9,3%. Þrotabú Fjárfestingafélagsins Grettis, fyrr- verandi fjárfestinga félags Björg- ólfs Guðmundssonar, á 7,6% í CB Holding og slitabú gamla Lands- bankans (LBI hf.) á 4,6%. Þrotabú Samson eignarhaldsfélags, sem var í eigu feðganna Björgólfs og Björgólfs Thors Björgólfssonar, á 2,9%. Samkvæmt heimildum DV er ekki litið á eignarhluti þessara fjögurra félaga í CB Holding sem söluvörur þessa stundina. Erfitt sé að finna kaupendur miðað við nú- verandi stöðu félagsins. CB Holding er mjög skuldsett og eigið fé þess er neikvætt. Félagið tapaði samtals rúmum 19 milljónum punda, 3,7 milljörðum króna, á síð- ustu þremur árum. Eign- ir þess námu 27 millj- ónum punda í árslok 2014 en skuldirnar 62 milljónum. Eigið fé félagsins var því neikvætt um 35 milljónir punda eða 6,9 millj- arða króna. Kostnaðarsamt ferli „Það er mjög flókin skuldsetning á félaginu og það hefur kostað tals- vert að hafa þetta fyrirbæri lifandi og verja kröfuna og verja hagsmuni kröfuhafanna. Menn þurftu að setja peninga inn í þetta til að halda þessu öllu á lífi á sín- um tíma. Það er vel tryggt og ALMC hefur haldið vel á öllum spilum,“ segir Lúð- vík Örn Steinarsson, sem situr í stjórn CB Holding fyrir hönd þrotabús Fjár- festingafélagsins Grettis, í samtali við DV. „Eina markmið hlut- hafa er að fá eins mikið úr út þessu félagi [CB Holding] og kostur er. Þessi hlutur getur verið einhvers virði en getur einnig ver- ið lítils virði. Það fer allt eftir gengi knattspyrnuliðsins,“ segir Lúðvík. Eignir WH Holding voru metn- ar á 111 milljónir punda, 22 millj- arða króna, í maí 2014. Móðurfélag knattspyrnufélagsins skuldaði þá 162 milljónir punda eða 32 millj- arða króna. WH Holding var rekið með 10 millj- óna punda, tæplega tveggja milljarða króna, hagnaði árið 2014. Félag- ið hafði þá verið rekið með tapi síðan Björgólf- ur og Eggert Magnússon, fyrrverandi formaður KSÍ, keyptu West Ham í nóvember 2006. n Gamli Straumur Skilanefnd tók yfir rekstur Straums-Burðaráss í mars 2009 þegar hann hafði farið í greiðsluþrot. ALMC er í dag að mestu í eigu erlendra fjárfesta og sjóðir á vegum bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner eru á meðal stærstu hluthafa eignaumsýslufélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.