Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Page 12
12 Fréttir Helgarblað 18.–21. september 2015 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is AUDI A6 2,0 TDI nýskráður 03/2013, ekinn 48 Þ.km, 2,0 diesel, sjálfskiptur. 19” felgur og ný dekk, leður og alcantaraáklæði, Bluetooth, Navigation, Stopp/start, Aux tengi, eyðsla aðeins 6L/100km innanbæjar. Lægra verð til leigubílsstjóra . Verð 7.890.000 kr. Raðnr. 254090 Gamli Straumur selur hlut sinn í West Ham n Afskiptum ALMC af enska knattspyrnufélaginu lokið n Hluturinn bókfærður á rúman Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Ævintýrið á Upton Park Heildarfjárfesting Björgólfs Guðmundssonar og Eggerts Magnússonar í West Ham árið 2006 samsvaraði þá 14 milljörðum króna. Í slenska eignaumsýslufélagið ALMC, áður Straumur-Burðar- ás fjárfestingarbanki, seldi í júní eignarhlut sinn í enska knattspyrnufélaginu West Ham United. ALMC seldi þá 75,6% hlut í CB Holding, íslensku félagi sem yfir tók West Ham í júlí 2009, sem á nú 10% hlut í WH Holding Limited, bresku móðurfélagi knattspyrnu- félagsins. Lauk þá afskiptum ALMC og forvera þess af West Ham sem hófust fyrir sex árum þegar kröfuhafar yfirtóku félagið vegna lána sem Björgólfur Guð- mundsson, fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbanka Íslands, tók til kaupa á úrvalsdeildarliðinu haustið 2006. ALMC seldi hlutinn til lúxem- borgska einkahlutafélagsins Hoxton (Lux) S.á.r.l. sem sam- kvæmt heimildum DV keypti á sama tíma aðrar eignir í eigu ALMC. Hlutur CB Holding í West Ham var bókfærður á um sjö milljónir punda, jafnvirði 1.378 milljóna króna, í árslok 2014. Söluverðið ekki gefið upp Brynjar Þór Hreinsson, fráfarandi framkvæmda- stjóri CB Holding og stjórnarmaður í félaginu fyrir hönd ALMC, baðst undan viðtali þegar eftir því var leitað og vísaði á nýjan meirihlutaeiganda CB Holding, Hoxton (Lux). Aðspurður svaraði hann engu um hverjir eigend- ur Hoxton (Lux) eru, aðdraganda sölunnar eða söluverðið. Fjögur íslensk fé- lög eiga í dag samtals 24,4% í CB Holding. Íslandsbanki er stærsti hluthafinn með 9,3%. Þrotabú Fjárfestingafélagsins Grettis, fyrr- verandi fjárfestinga félags Björg- ólfs Guðmundssonar, á 7,6% í CB Holding og slitabú gamla Lands- bankans (LBI hf.) á 4,6%. Þrotabú Samson eignarhaldsfélags, sem var í eigu feðganna Björgólfs og Björgólfs Thors Björgólfssonar, á 2,9%. Samkvæmt heimildum DV er ekki litið á eignarhluti þessara fjögurra félaga í CB Holding sem söluvörur þessa stundina. Erfitt sé að finna kaupendur miðað við nú- verandi stöðu félagsins. CB Holding er mjög skuldsett og eigið fé þess er neikvætt. Félagið tapaði samtals rúmum 19 milljónum punda, 3,7 milljörðum króna, á síð- ustu þremur árum. Eign- ir þess námu 27 millj- ónum punda í árslok 2014 en skuldirnar 62 milljónum. Eigið fé félagsins var því neikvætt um 35 milljónir punda eða 6,9 millj- arða króna. Kostnaðarsamt ferli „Það er mjög flókin skuldsetning á félaginu og það hefur kostað tals- vert að hafa þetta fyrirbæri lifandi og verja kröfuna og verja hagsmuni kröfuhafanna. Menn þurftu að setja peninga inn í þetta til að halda þessu öllu á lífi á sín- um tíma. Það er vel tryggt og ALMC hefur haldið vel á öllum spilum,“ segir Lúð- vík Örn Steinarsson, sem situr í stjórn CB Holding fyrir hönd þrotabús Fjár- festingafélagsins Grettis, í samtali við DV. „Eina markmið hlut- hafa er að fá eins mikið úr út þessu félagi [CB Holding] og kostur er. Þessi hlutur getur verið einhvers virði en getur einnig ver- ið lítils virði. Það fer allt eftir gengi knattspyrnuliðsins,“ segir Lúðvík. Eignir WH Holding voru metn- ar á 111 milljónir punda, 22 millj- arða króna, í maí 2014. Móðurfélag knattspyrnufélagsins skuldaði þá 162 milljónir punda eða 32 millj- arða króna. WH Holding var rekið með 10 millj- óna punda, tæplega tveggja milljarða króna, hagnaði árið 2014. Félag- ið hafði þá verið rekið með tapi síðan Björgólf- ur og Eggert Magnússon, fyrrverandi formaður KSÍ, keyptu West Ham í nóvember 2006. n Gamli Straumur Skilanefnd tók yfir rekstur Straums-Burðaráss í mars 2009 þegar hann hafði farið í greiðsluþrot. ALMC er í dag að mestu í eigu erlendra fjárfesta og sjóðir á vegum bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner eru á meðal stærstu hluthafa eignaumsýslufélagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.