Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2015, Page 6
Helgarblað 18.–21. september 20156 Fréttir
Sími 568-5556 www.skeifan.is
Föst sölulaun
Sölulaun eigna
yfir 60 milljónum
aðeins 1% með vsk
upp að 60 milljónum
299.900.- með vsk
VantaR – VantaR
Vegna mikillar sölu vantar
allar stærðir eigna á skrá.
Eysteinn Sigurðsson
Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000
eysteinn@skeifan.is / skeifan.is
Magnús Hilmarsson
Sölumaður / Sími: 896-6003
magnus@skeifan.is / skeifan.is
Sigurður Hjaltested
Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400
sigurdur@skeifan.is / skeifan.is
Sími 568-
5556 www
.skeifan.is
Átti ekki aur upp
í 33 króna kröfu
n „Furðuleg“ endalok félags sem Björgólfur átti n Skuldaði tæpa 13 milljarða
Þ
að eina sem stóð eft-
ir við skipti á þrotabúi
eignarhaldsfélagsins AB
160 ehf., sem var áður í eigu
Björgólfs Thors Björgólfs-
sonar, var krafa upp á 33 krónur sem
ekkert fékkst greitt upp í. Búið var
eignalaust og þrátt fyrir að skuldir
félagsins hafi numið um 12,8 millj-
örðum króna þá voru þær allar við
tengda aðila, sem ekki lýstu kröfum
í búið. Skiptastjóri segir málið eitt
það furðulegasta sem hann hafi séð
á sínum ferli í vinnu við uppgjör á
þrotabúi.
Tengsl við Björgólfsfeðga
AB 160 ehf. gekk undir ýmsum nöfn-
um í gegnum flókinn líftíma sinn
áður en félagið var tekið til gjald-
þrotaskipta í ágúst síðastliðnum.
Samkvæmt síðasta ársreikningi fé-
lagsins fyrir árið 2013 hét það Cube
Properties Denmark ehf. en þar
áður Samson Partners-Properties1
ehf. Undir síðastnefnda nafninu bar
félagið á góma í fréttaumfjöllun um
íslensku útrásina árin fyrir hrun og
þá í tengslum við ýmsar fasteigna-
fjárfestingar sem Björgólfur Thor
og Björgólfur Guðmundsson, faðir
hans, tengdust. Félagið átti lóðir og
fasteignir bæði í Reykjavík og í Dan-
mörku.
Samkvæmt ársreikningnum voru
skráðir eigendur tveir. Meirihluta-
eigandi var fasteignafélagið Vatn og
land ehf. sem ALMC, áður Straum-
ur-Burðarás, á í gegnum félögin VL
Holding og SCM ehf. en Björgólfur
Thor var stærsti hluthafi og stjórnar-
formaður Straums-Burðaráss á sín-
um tíma. Vatn og land hét áður Sam-
son Properties og tilheyrði Samson,
eignarhaldsfélagi feðganna.
Hinn hluturinn var í eigu
aflandsfélagsins Cube Properties
Ltd. sem staðsett er á Kýpur og
hét áður Novator Properties og
var í meirihlutaeigu Björgólfs-
feðga í gegnum Samson Holdings.
Cube Properties átti eitt sinn 30
prósenta hlut í SG Nord Holding
sem var stærsti hluthafinn í Sjæl-
sö Gruppen, stærsta fasteignafélagi
Danmerkur í eina tíð.
Milljarða skuldir en
smáaurakrafa
Það voru forsvarsmenn AB 160 ehf.
sem fóru fram á gjaldþrotaskipti yfir
félaginu sjálfir en skráður stjórnar-
maður félagsins samkvæmt síðasta
ársreikningi félagsins var Sveinn
Björnsson, samstarfsmaður Björg-
ólfsfeðga um langa hríð.
Helstu kröfuhafar AB 160 ehf.
voru ALMC og kýpverska félag-
ið Cube Properties. Skuld AB 160
við ALMC nam ríflega 9 milljörð-
um króna og við Cube Properties
alls ríflega 3,6 milljörðum. En þessir
tengdu aðilar lýstu hins vegar eng-
um kröfum í búið, sem fyrr segir.
Eftir umtalsverða vinnu við
skiptalokin, þar sem skiptastjóri
var að eigin sögn með þrjá menn
með sér í að vinna að því að finna
eitthvað sem hönd á festi, var það
eina sem stóð eftir að lokum, 33
króna krafa frá skattinum sem
ekkert fékkst greitt upp í samkvæmt
tilkynningu um skiptalok í
Lögbirtingablaðinu. Smávægilegar
upphæðir sem þessar eru fáheyrðar
við skiptalok, sér í lagi þegar ljóst er
að skuldir voru umtalsverðar.
Aldrei séð annað eins
„Ég hef aldrei á minni ævi, í mínu
30 ára starfi, séð svona vitleysu
í sambandi við uppgjör þrota-
bús,“ segir Sveinn Guðmunds-
son, hæstaréttar lögmaður og
skiptastjóri í þrotabúi AB 160 ehf.
Hann segir mikla vinnu hafa ver-
ið lagða í búið, þar sem flækjustig-
ið var nokkuð og farið hafi verið í
gegnum mörg ár aftur í tímann. Eft-
ir talsverða vinnu og eftirrekstur til
að kanna hvað raunverulega gerð-
ist í félaginu varð ljóst að þess-
ar nokkru krónur voru eina kraf-
an sem eftir stóð, þrátt fyrir miklar
skuldir búsins. Sveinn segir að í
þessu samhengi, sé málið með því
„furðulegasta“ sem hann hafi séð.
DV leitaði upplýsinga um félag-
ið AB 160 ehf. og endalok þess hjá
Ragnhildi Sverrisdóttur, talskonu
Björgólfs Thors, og kveðst hún
engar skýringar hafa á því hvers
vegna ALMC lýsti engum kröf-
um í búið, þrátt fyrir að ljóst væri
að bankinn hefði átt umtalsverðar
kröfur á AB 160. Vísar hún á ALMC
varðandi þá ákvörðun.
Bendir hún á að ALMC hafi
eignast öll hlutabréf í Samson
Properties, sem nú heitir Vatn
og land, árið 2011 og þar með
eignarhlut félagsins í Samson
Partners-Properties1, sem síðar
varð AB 160. n
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
„Ég hef
aldrei á
minni ævi, í mínu
30 ára starfi, séð
svona vitleysu
í sambandi við
uppgjör þrotabús.
Furðuleg flétta
Björgólfur Thor
Björgólfsson átti
Samson Partners-
Properties1 ehf. sem
síðar fékk nafnið AB
160 ehf. Aðeins einni
kröfu upp á 33 krónur
var lýst í þrotabú AB
160 ehf. þrátt fyrir
tæplega 13 milljarða
skuldir. Stærstu
kröfuhafar, sem eru
tengdir aðilar, lýstu
ekki kröfum í búið.
Reykvíkingar
ánægðastir
Eins og við var að búast reyndist
nokkur munur á ánægju fólks
með veðrið á Íslandi í sumar eft-
ir búsetu. MMR kannaði viðhorf
Íslendinga og reyndust þeir sem
búsettir voru í Reykjavík ánægðir
með veðrið. Íbúar á Norðaustur-
og Austurlandi voru hins vegar síst
ánægðir með veðrið.
Af þeim sem tóku afstöðu
sögðust 73,0% þeirra sem bú-
sett voru í Reykjavík vera ánægð
með veðrið í sumar, 71,8% þeirra
sem búsett voru á Suðurlandi,
71,4% þeirra sem búsett voru á ná-
grannasveitarfélögum Reykjavík-
ur, 40,3% þeirra sem búsett voru
á Norðvestur- og Vesturlandi og
14,0% þeirra sem búsett voru á
Norðaustur- og Austurlandi sögð-
ust vera ánægð með veðrið í sumar.
Arngrímur
útskrifaður
Arngrímur Jóhannsson, sem
komst lífs af þegar flugvél hans
brotlenti á Tröllaskaga þann 9.
ágúst síðastliðinn, hefur verið út-
skrifaður af lýtalækningadeild
Landspítalans. Samkvæmt Vísi er
Arngrímur nú í endurhæfingu á
Grensásdeild og fram undan er
langt og strangt bataferli. Hann ku
vera á hægum en góðum batavegi
eftir að hafa hlotið alvarleg bruna-
sár á öðrum handlegg og báðum
fótleggjum. Kanadamaður, Arth-
ur Grant Wagstaff, sem var einnig
um borð í vélinni, lést í slysinu.