Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Page 2
2 Fréttir Helgarblað 9.–12. október 2015 Sveppasýkingar - í húðfellingum - Fæst í apótekum | Celsus ehf. | www.celsus.is Einföld og áhrifarík, húðvæn meðferð Þægilegur grisjuborði, passar í nára, undir brjóst og magafellingar. Engin krem eða duft. Sorbact - Græn sáralækning Klíniskar rannsóknir sýna bata á sveppasýkingu* hjá yr 85% þátttakenda *candida albicans Fyrir tilstilli vatnsfælni bindast allir helstu sárasýklar og sveppir við umbúðirnar. Sýklarnir verða óvirkir og hætta að ölga sér, án sýkla- eða sveppadrepandi efna. Virkar á VRE og MOSA sárasýkla. Skaðar ekki nýjar frumur. Ótakmörkuð notkun. Engar aukaverkanir. Ekkert ofnæmi. „Nígería er ekki í Evrópu“ Daganna 13.–22. nóvember fer fram Evrópumót landsliða í skák í Laugardalshöll. Undirbúningur er á lokametrunum og hafa flest landslið þjóðanna bókað flug, hótel og gert aðrar nauðsynlegar ráðstafanir. Eitt lið var þó seinna á ferðinni en önnur, landslið Nígeríu. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands- ins, greinir frá því í Facebook-hópn- um „Íslenskir skákmenn“ að borist hafi tölvupóstur frá aðila, Bidemi Akinola, sem segist vera að tala fyrir hönd nígeríska skák- sambandsins. Innihald pósts- ins var einfalt: „Vinsamlegast sendið landsliðsmönnum okk- ar boðsbréf vegna fyrirhugaðr- ar þátttöku okkar á Evrópumóti landsliða í skák.“ Svar íslensku mótshaldaranna var nokk- uð kuldalegt: „Kæru skákvinir. Nígería er ekki í Evrópu. Kærar kveðjur, mótsnefnd.“ Tilgangur nígerísku aðilanna er einfaldur. Að fá boðsbréf frá mótshöldurum sem er svo notað til þess að sækja um vegabréfs- áritun inn á Schengen-svæðið, segir Gunnar. Að sögn Gunnars er hann öllu vanur varðandi slík- ar umsóknir: „Við höldum árlega stórt alþjóðlegt skákmót, Reykja- vik Open, og þá fáum við beiðnir um slík boðsbréf frá fjölmörgum löndum utan Evrópu, sérstaklega Nígeríu og Sýrlandi.“ Yfirleitt er einfalt að sjá í gegnum beiðnirn- ar en þó ekki alltaf. „Við höfum lent í því að skráðir skákmenn óski eftir slíku boðsbréfi en noti svo áritunina til þess að dveljast annars staðar í Evrópu. Það var þó auðvelt að sjá í gegnum þessa beiðni, við erum nefnilega svo sleip í landafræðinni,“ segir Gunnar og hlær. Fjárhundaflokkur drap hátt í hundrað lömb n Sjö bændur í Mosfellsdal, Þingvallasveit og Ölfusi misstu fé B ændur í Mosfellsdal, Þing- vallasveit, Grafningi og Ölfusi hafa orðið fyrir um- talsverðum búsifjum af völdum hundaflokks sem leikið hefur lausum hala á Mosfells- heiði og í næsta nágrenni í sumar. Á bænum Hraðastöðum í Mosfells- dal liggur fyrir að 65 lömb og kindur hafa fallið fyrir dýrbítunum. Bjarni Bjarnason, bóndi á Hraðastöðum, kom að þremur hundum sem höfðu ráðist á lamb, þegar hann var í fyrstu smölun. „Við komum að þremur hundum sem voru búnir að fella kind. Við höfðum samband við hundaeftirlitsmann í Mosfells- bæ. Tveir hundar voru klófestir en sá þriðji slapp,“ segir Bjarni. Hafdís Óskarsdóttir, hunda- eftirlitsmaður í Mosfellsbæ, stað- festir að hundunum hafi verið lógað. Leit stendur ekki yfir að þriðja hundinum en Hafdís veit að til er myndband sem sýnir hvernig hundarnir unnu skipulega saman. Fái hún frekari upplýsingar mun hún bregðast við þeim. Hundarnir voru íslenskir fjárhundar, örlítið blandaðir. Óttast að talan hækki Ekki liggur fyrir endanlegt tjón en ljóst er að hátt í hundrað lömb og kindur hafa horfið. Ekki skýrist fyrr en í næsta mánuði hvert heildar- tjón kann að vera. Jóhannes Svein- björnsson, bóndi á Heiðarbæ í Þingvallasveit, hefur staðreynt að átta lömb hafa verið bitin af þess- um hundaflokki. „Þau geta alveg verið fleiri en það skýrist ekki fyrr en fullsmalað verður. Það verður ekki fyrr en í næsta mánuði. Ég óttast að lömbin séu mun fleiri,“ segir hann. Sökum tíðarfars hefur smölun gengið seint og minna af fé heimst en oft áður. DV hefur upplýsingar um sjö bæi sem misst hafa lömb vegna dýrbítanna. Mesta staðfesta tjón- ið er á Hraðastöðum eins og fyrr segir. Lömbin hafa verið illa leikin og sum hver hálfétin. Engu líkara er en hundarnir hafi sérhæft sig. Þannig er mjög mikið um að vinstra eyrað hafi verið rifið af lömbunum. Ljót og djúp bitsár er að finna á aft- urlöppum rétt við hækilinn. Drep hefur komist í fætur eftir árásir hundanna og ekkert til ráða annað en að aflífa lömbin. Skaut tvo hunda á staðnum fyrir þremur árum Bjarni bóndi á Hraðastöðum hefur gefið skýrslu hjá lögreglu vegna málsins og ráðfært sig við lög- fræðing. Ekki er hægt að ná utan um heildartjónið og fjölda lamba og kinda sem hundarnir drápu eða limlestu fyrr en fé er endanlega heimt af fjalli. Ljóst er að þetta mál mun á þeim tíma koma til kasta lögreglu. Bjarni hefur nokkrum sinnum áður orðið fyrir þungum búsifjum vegna hundaárása. Fyrir þremur árum sá hann til hunda bíta þrjú lömb hans, á heimatúni. Þá skaut Bjarni tvo hunda á staðnum. Segir hann að það hafi leitt til mikils fjaðrafoks. Árásirnar staðið í allt sumar Allt virðist benda til þess að hunda- flokkurinn hafi stundað þessar árásir allt frá því að fé var rekið á fjall um miðjan júní. Lömb hafa fundist dauð á víðavangi og nokk- uð verið um tilkynningar þess efnis í sumar og haust. Erfitt hefur verið að greina hvaðan sum lömbin eru, þar sem eyrun hefur vantað á mörg þeirra. Það er samdóma álit þeirra bænda sem DV ræddi við að ekki sé tímabært að ræða hver hundaeig- andinn er. Bæði Bjarni og Jóhann- es vonast til þess að þetta mál verði til þess að hundaeigendur almennt hugi betur að dýrum sínum og gæti þeirra. n Eggert Skúlason eggert@dv.is Hátt í hundrað lömb og kindur Það var ófögur sjón að koma að illa útleiknum lömb- um eftir hundana. Sérhæfðu sig Hundaflokkurinn sérhæfði sig. Þeir réðust á afturlappirnar á lömbunum og bitu rétt neðan við hækilinn. Oftar en ekki leiddi þetta til dreps í fætinum ef lambið lifði árásina af. Bitu eyrun af Algengt var að vinstra eyrað vantaði á lömbin. Hálf étin Nokkuð var um að hundarnir hreinleg ætu lömbin. Þetta lamb var dautt þegar það fannst og ljóst að búið var að éta nokkuð af því

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.