Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Side 8
8 Fréttir Helgarblað 9.–12. október 2015 Seðlabankinn eignaSt bílSkúr H ilda ehf., dótturfélag Eignasafns Seðlabanka Ís­ lands, hefur eignast 26 fer­ metra bílskúr við fjölbýlis­ hús í miðju íbúðahverfi við Ljósulind í Kópavogi. Það kom íbúum fjölbýlishússins að Ljósu­ lind 2–4 í opna skjöldu þegar þeim barst tilkynning bréfleiðis í síðasta mánuði um að þeir ættu forkaups­ rétt að bílskúrnum. En þegar bréf­ ið barst og þeim var gefinn kostur á að kaupa skúrinn á 4,1 milljón króna áður en hann yrði seldur Hildu ehf., hafði félagið þegar leyst hann til sín nokkrum vikum áður. Boðið að kaupa á 4,1 milljón Íbúum við Ljósulind 2–4 í Kópavogi barst skriflegt kaupboð frá lögmanni, sem dagsett er 13. september síðast­ liðinn, þar sem þeim er gefinn kostur á að kaupa bílskúrinn sem staðsettur er í bílskúraröð gegnt fjölbýlishúsinu. Var Byggingarfélagið Gustur ehf. sagt eiga skúrinn. Í bréfinu, sem DV hef­ ur undir höndum, eru íbúar upplýstir um að kaupverð skúrsins sé 4,1 millj­ ón króna ef þeir vilji nýta forkaups­ rétt sinn. Ef ekki þá „hyggst Hilda ehf. eignafélag Seðlabankans kaupa bíl­ skúrinn.“ Tilkynningin vakti undrun íbúa sem spurðu sig víst að því hvað félag tengt Seðlabankanum væri að vilja með fremur íburðarlausan bílskúr við heimili þeirra. Verðið þótti hátt „Verktaki segir mér að verðið á bíl­ skúrnum sé töluvert hátt og því ekki líklegt að nokkur íbúi hér hafi viljað ganga inn í þetta tilboð,“ segir íbúi sem DV ræddi við sem benti á að síðast liðinn mánudag hafi verið unnið að því að rýma bílskúrinn. Miðað við kaupverð bílskúrsins er fermetraverðið rúmlega 157 þúsund krónur. Blaðamaður fór á vettvang á miðvikudag og virtist lítið að sjá inn um skyggðar rúður skúrsins annað en skítugar tuskur á gluggasyllunni. Í bréfi lögmannsins, sem barst húsfélagi Ljósulindar 2–4, segir að kaupboðinu skuli svarað skriflega innan 14 daga frá móttöku bréfs­ ins ella teldist því hafnað. Væri þá Byggingarfélaginu Gusti heimilt „að selja bílskúrinn til utanaðkomandi aðila.“ Skúrinn seldur í júlí Við eftirgrennslan DV kom í ljós að svo virðist sem Byggingarfélagið Gust­ ur hafi ekki verið skráð eigandi bíl­ skúrsins þegar bréfið var sent íbúum. F­fasteignafélag, dótturfélag Hildu ehf., hafði nefnilega eignast hann í júlíbyrjun samkvæmt fasteignaskrá. Samkvæmt þinglýstu afsali, þar sem Gustur afsalar bílskúrnum til F­fast­ eignafélags, var afhendingardagur eignarinnar 1. júlí síðastliðinn. Í af­ salinu segir: „Þar sem uppgjör hefur farið fram milli aðila lýsir afsalsgjafi afsalshafa réttan og löglegan eiganda framangreindrar eignar.“ Hilda hafði því í raun eignast bílskúrinn form­ lega í gegnum dótturfélag sitt í byrjun júlí, rúmum mánuði áður en íbúum var boðið að kaupa hann ellegar yrði hann seldur félaginu. Forkaupsréttur kom í ljós Í svari við fyrirspurn DV um mál­ ið segir Birgir Birgisson, fram­ kvæmdastjóri Hildu, að hann tjái sig ekki um einstök mál. „En þess má geta að í þessu tilfelli kom í ljós að íbúar í viðkomandi húsi eiga for­ kaupsrétt að umræddum bílskúr og var verið að uppfylla þann rétt með tilvitnuðu bréfi.“ Þrátt fyrir orðalagið í kaupboðinu sem íbúum barst, þar sem tekið er sérstaklega fram að Hilda ehf. hyggist kaupa skúrinn, segir Birgir að það sé ekki svo að Hilda og dótturfélög séu að kaupa fasteignir. „Þvert á móti er hlutverk þeirra að selja eignir sem og leysa úr lána­ málum, tengdum lánasafni Hildu. Í tengslum við framangreint getur komið til þess að Hilda eða dóttur­ félög leysi til sín fasteignir í skulda­ uppgjöri eða sem hlutagreiðslu við sölu á fasteignum, þ.e. við „maka­ skipti“,“ segir Birgir í svari sínu. Bílskúr sem ekki tókst að selja Jón Gísli Þorkelsson, trésmiður og eigandi Byggingarfélagsins Gusts, staðfestir í samtali við DV að Hilda ehf. hafi leyst til sín bílskúrinn sem hluta af skuldauppgjöri fyrirtækisins við félagið. En hvernig vildi til að Gustur átti þennan staka bílskúr? „Við byggðum þarna á sínum tíma en svo vildi enginn kaupa þennan eina skúr, svo við áttum hann bara,“ segir Jón Gísli. Jón Gísli segir að uppgjörið eigi rætur að rekja til deilumáls Gusts við Dróma vegna uppgjörs SPRON, sem endaði fyrir dómi. Málið sneri að skuldajöfnun vegna erlendra lána en kröfur SPRON á hendur Gusti enduðu hjá Dróma, sem stofnaður var utan um þrotabú SPRON. „Við unnum það mál fyrir héraðs­ dómi og svo sneri Hæstiréttur því við. Það er furðulegt að ég skuld­ aði SPRON og SPRON skuldaði mér, en síðan hverfur SPRON og verður Drómi og þá geta þeir bara sagt að nú sé þetta annað félag og ég þurfi að borga þeim áfram, en þeir þurfi ekki að borga mér þá kröfu sem ég átti. Það sjá allir hvað þetta er vitlaust.“ Áhugi á skúrnum Krafa Dróma á hendur Gusti end­ aði síðan hjá Hildu ehf. þegar Eigna­ safn Seðlabankans og Hilda tóku yfir ákveðnar eignir og skuldir Dróma, þannig að Hilda eignaðist fyrirtækja­ lán og fullnustueignir Dróma. Það varð síðar til þess að Hilda leysti til sín bílskúrinn í tengslum við skulda­ uppgjör Gusts. Jón Gísli segir að hann hafi verið búinn að finna kaupanda sem hafði áhuga á að skoða bílskúrinn fyrir þrjár milljónir króna en hann hafi ekki mátt selja hann. „Þeir fundu ein­ hvern verðmiða upp á 4,1 milljón sem ég skildi aldrei.“ Mistök að þinglýsa Hann telur að það hafi hins vegar verið mistök hjá sýslumanni að þing­ lýsa eigendaskiptunum á bílskúrnum. „Því þeir áttuðu sig á að það þyrfti að bjóða íbúunum þetta. Svo kemur verð upp á 4,1 milljón sem enginn vill taka og þá mega þeir taka hann af okkur því það nýtir sér enginn forkaups­ réttinn. En það var búið að ganga frá þessu öllu áður en fólkinu var boðið að kaupa. Svo ætla þeir örugglega að selja þetta á einhverja upphæð, enda get ég ekki ímyndað mér að Seðla­ bankinn ætli að eiga bílskúr.“ n n Hilda ehf. á nú skúr við fjölbýlishús í kópavogi n íbúar áttu forkaupsrétt Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Búið að rýma Að sögn nágranna virtist sem unnið hafi verið að því að rýma skúrinn á mánudag. Lítið var að sjá annað en skítuga tusku í gluggasyllunni þegar blaðamaður leit við. Mynd Sigtryggur Ari Bílskúrinn Hér má sjá bílskúrana sem fylgja fjölbýlishúsinu Ljósulind 2–4 í Kópavogi. Skúrinn sem Hilda ehf., dótturfélag Eignasafns Seðla- bankans, hefur nú eignast er sá fjórði talið frá vinstri á þessari mynd. Mynd Sigtryggur Ari Hvað er Hilda? Stofnað af Saga Capital – Yfirtekið af ESÍ Hilda ehf. er félag sem Saga Capital hf. stofnaði árið 2009 vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar. Við þá endur- skipulagningu voru eignir færðar frá Saga Capital til Hildu ásamt kröfum ríkissjóðs á Saga Capital sem upphaf- lega voru tilkomnar vegna veðlána Seðlabankans og verðbréfalána Lána- sýslunnar til Saga Capital. Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) eignaðist þessar kröfur í ársbyrjun 2010. Á miðju ári 2011 var ljóst að eignir Hildu dygðu ekki fyrir skuldum við ESÍ og var allt hlutafé Hildu fært niður að fullu og aukið aftur með þeim hætti að ESÍ breytti hluta af skuldum Hildu í hlutafé og tók félagið yfir. „Verktaki segir mér að verðið á bílskúrnum sé töluvert hátt ESÍ Hilda ehf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.