Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Page 22
Helgarblað 9.–12. október 201522 Umræða „Dagar koma“ n Íslensk ljóð að fornu og nýju n Tvær nýjar ljóðabækur óma í höfðinu E kki veit ég hvernig samfélag okkar liti út eða hvernig við sem þjóð værum innrétt- uð til sálarinnar ef hér hefði ekki verið stunduð ljóðlist al- veg frá landnámsöld og reyndar líka fyrir þann tíma, á því máli sem við nú köllum íslensku. Um okkar litlu visku og speki má segja að hana sé að finna í ljóðlist; siðfræði okkar og jafnvel trúarbrögð eru ekki síður í Eddukvæðum en þeirri góðu bók Biblíunni. Enda grípum við helst til Hávamála þegar við minnumst látinna. Alveg frá fyrstu kynslóð Ís- lendinga hafa hér verið ort stór- brotin kvæði, og það sum af þeim mögnuðustu; Egill Skallagrímsson kaldhamraði ljóð sem ekki er með öllu auðvelt að skilja sum hver, en enginn vandi að upplifa engu að síður; maður er kominn á sjó þegar maður les eða hefur yfir þetta kvæði um skip (þjöl, eða þél) í sjávarháska: Þél höggr stórt fyrir stáli Stafnkvígs um veg jafnan Út með éla meitli Andærr jötunn vandar En svalbúinn selju Sverfr eirar vanr þeiri Gestils álft með gustum Garndr of stál fyr brandi. Mínir vinir … Mikið úr klassíkinni er þannig að ekki verður betur gert meðan jörð er uppi. Bólu-Hjálmar orti þá hendingu staka sem best hefur ver- ið gerð á Íslandi, um það þegar vinir hans kvöddu jarðlífið: Mínir vinir fara fjöld Feigðin þessa heimtar köld Ég kem á eftir, kannski í kvöld Með klofinn hjálm og rifinn skjöld Brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. Stormviðvörun Og henni linnir ekkert snilldinni sem ort er á íslensku. Um síðustu helgi las ég tvær glænýjar ljóða- bækur sem enn óma báðar í höfði mínu. Kristín Svava Tómasdóttir er með bókina „Stormviðvörun, og merkilegt nokk, og sjaldgæft má það kallast, að maður þarf varla nema að lesa baksíðutextann til að átta sig á að hér er eitthvað merki- legt á ferðinni. Þar er að finna til- vitnun í Birtu Líf Kristjánsdóttur, veðurfræðing úr sjónvarpinu: „Dagurinn á morgun verður verri en það þýðir ekki að dagurinn í dag sé ekki slæmur.“ Í bókinni er með- al annars að finna þetta sem heitir „Martröð um fermingarveislu“: Þú ert staddur í fermingarveislu. Hún er haldin í daufgulum sal. Salurinn er í eigu frímúrara. Í salnum eru stórir gluggar. Apríl sólin þrýstir á gluggana. Hún er að bræða snjóinn sem þekur grasflötina fyrir utan. Gluggarnir eru lokaðir. Það er kæfandi hiti í salnum. Í mollunni finnurðu lykt af brauðtertum og gömlu fólki. Fermingarbarnið er þér ókunnugt. Þú þekkir engan í salnum nema foreldra þína. Þú svarar spurningum. Þú segir til nafns, í hvaða skóla þú ert og í hvaða skóla þú ætlar næst. Þeim er alveg sama. Þau eru strax búin að gleyma hvað þú heitir. Þau gætu ekki haft minni áhuga á því hvaða mann þú hefur að geyma. Þér er ómótt af marengstertunni. Þú horfir út um gluggann. Þig langar til að fara út og ganga hringi kringum húsið þar til þetta er búið. Þig langar til að taka lúku af snjó og moka honum framan í þig og troða honum inn á þig. En þú sérð enga undankomuleið. Það er búið að læsa dyrunum. Það er búið að setja slagbrand fyrir. Þú horfir á kaffibollana og jakkafötin og terturnar og þú hugsar: Ég kemst aldrei héðan út. Blýengillinn Hin ljóðabókin sem ég las um síð- ustu helgi heitir „Blýengillinn“ og er eftir Óskar Árna Óskarsson. Þar er meðal annars þetta prósaljóð að finna, og heitir „Göm- ul skólasyst- ir“: Það var ekki fyrr en hann stopp- aði bílinn við skálann í Vík í Mýr- dal að hann áttaði sig á að eitthvað undarlegt var á seyði: hann hafði tekið ranga konu með sér í sumarfríið. Hann fór að fiska eftir því með hægð hver hún gæti eigin- lega verið þessi kona sem sat við hliðina á honum í bílnum. Hann hefði getað sagt sér það sjálfur að ekki var allt með felldu, því ekki var einleikið hvað konan þekkti vel öll örnefni og kennileiti á leiðinni og var óspör á að miðla þessari þekkingu sinni. Eftir að hafa lagt fyrir hana nokkrar varfærnar spurningar kom upp úr dúrnum að þetta var gömul skólasystir hans. Og þegar hann fór að spyrja hana nánar um hagi hennar kom í ljós að þau höfðu verið gift í þrjátíu ár og að hún vissi ekki betur en að þessi ferð hefði einmitt verið farin í tilefni þeirra tímamóta. Fiðrildaskóli Óskar Árni hefur lengi verið eitt af mínum eftirlætisskáldum, og það sama á við um Gyrði Elíasson, en merkilegt nokk þá birti Hall- grímur rithöfundur Helgason fyrir nokkrum árum ádrepu um ís- lenskan nútímaskáldskap, sem mig minnir að honum hafi þótt eitt- hvað of tíð- indalítill. Og þar fengu sérstaklega að finna til tevatnsins ef ég man rétt einmitt þeir Gyrðir og Óskar Árni, og voru kall- aðir fiðrilda- skólinn. Það er ekki af neinni ill- kvittni sem ég er að rifja þetta upp, enda held ég að þetta hafi nú að ein- hverju leyti verið vel meint stríðni af hálfu Hallgríms. Og eitt verður maður að gefa Hallgrími, og það er að velja einmitt þessi skáld til Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja Kristín Svava Tómasdóttir „Merkilegt nokk, og sjaldgæft má það kallast, að maður þarf varla nema að lesa baksíðutextann til að átta sig á að hér er eitthvað merkilegt á ferðinni.“ „Og henni linnir ekkert snilldinni sem ort er á íslensku. Um síðustu helgi las ég tvær glænýjar ljóða bækur sem enn óma báðar í höfði mínu. Bólu-Hjálmar „Orti þá hendingu staka sem best hefur verið gerð á Íslandi, um það þegar vinir hans kvöddu jarðlífið.“ Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.