Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Page 31
Jólahlaðborð - Kynningarblað 7Helgarblað 9.–12. október 2015
Argentína steikhús:
Kalkúnaævintýri síðan 1993
Sumir gestirnir búnir að koma tíu til fimmtán sinnum
V
ið byrjuðum með
jólahlaðborð árið 1993
og til að skera okkur frá
öðrum jólahlaðborð-
um á þeim tíma fórum
við út í kalkúnaævintýri og höf-
um kallað jólahlaðborðið
okkar kalkúnaævin-
týri upp frá því. Þem-
að í hlaðborðinu er
kalkúnn í ýmsum út-
færslum,“ segir Krist-
ján Sigfússon, eigandi
Argentínu steikhúss.
Margt fleira er þó
á boðstólum á hlað-
borðinu en kalkúnn, til
dæmis hangikjöt, ham-
borgarhryggur og roast beef en
kalkúnninn er meginþemað.
„Það er algengt að fólk sé að
koma hingað í tíunda til fimmtána
skipti og það lætur okkur vita af
því. Fólk vill ekki miklar breytingar
frá ári til árs en við fínpússum
samt alltaf hlaðborðið eitthvað á
hverju ári, einhverjir réttir úreld-
ast og eitthvað ferskt kemur inn í
staðinn,“ segir Kristján.
Kristján segir algengast að fólk
komi í litlum hópum á jólahlað-
borðið: „Við erum með tvær
svítur sem rúma 20 og 22
manns en annars eru
þetta mest smærri
hópar og svo al-
veg niður í tveggja
manna borð.
Aðventan væri
engin aðventa hér
í húsinu ef maður
fengi ekki að hafa
kalkúnahlaðborð. Við
skreytum salinn líka vel
og þetta er eins og að ganga
inn í jólaland að koma á Argent-
ínu steikhús á aðventunni,“ bætir
Kristján við.
Jólahlaðborðið hefst fimmtu-
daginn 26. nóvember og panta þarf
borð fyrirfram. Síminn er 551-9555
og netfang er salur@argentina.is n