Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Side 44
Helgarblað 9.–12. október 201536 Menning Í slenska kvikmyndahásumar- ið heldur áfram, nú með nýjustu mynd Rúnars Rúnarssonar. Tveir hlutir virðast Rúnari helst hug- leiknir, æskan og ellin. Ellinni voru gerð góð skil með stuttmyndinni Síðasti bærinn og síðan Eldfjalli. Æskan samkvæmt Rúnari birtist fyrst í stuttmyndinni Smáfuglar og hér er komið nokkurs konar systur- verk hennar í fullri lengd. Ungur strákur flytur til föður síns í afskekktan fjörð þegar mamma hans fer til útlanda. Í sjálfu sér er þetta ekkert nýtt, samanburðurinn á milli sveitar og borgar er eitt helsta minni íslenskra kvikmynda og sást síðast í París norðursins, Albatross og Bakk. En galdurinn hér liggur í útfærslunni. Já, það að segja hæ við gamla æskuvinkonu felur í sér bráða- hættu á að vera skallaður af núver- andi kærasta. Já, það er ekkert að gera nema hella sig fullan, í landi þar sem alkóhólismi er ekki frum- forsenda heldur einkenni. Og allt virðist þetta halda áfram kynslóð fram af kynslóð af því engum dettur neitt betra í hug. Ingvar E. Sigurðsson er frábær í hlutverki föðurins sem þráir að tengjast syni sínum, en veit ekki hvernig á að bera sig að og kýs bokk- una í staðinn. Atli Óskar Fjalarsson virðist hafa sérhæft sig í að leika um- komulaus íslensk ungmenni og fer það honum nokkuð vel. Allt byggir síðan að hinu skelfilega lokaatriði sem óþægilegt er að horfa á, jafn- vel þó að maður hafi séð það áður í Smáfuglum. Þrestir skipar sér í flokk með helstu bíómyndum sem fjalla um hrylling íslenskrar æsku í dag ásamt Óróa og Webcam, og gott ef hún er ekki þeirra fremst. n Kyrrlátt kvöld við fjörðinn Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Þrestir IMDb 7,8 Handrit og leikstjórn: Rúnar Rúnarsson Aðalhlutverk: Atli Óskar Fjalarsson, Ingvar E. Sigurðsson og Kristbjörg Keld 99 mínútur Metsölulisti Eymundsson 1.–6. október 2015 1 HrellirinnLars Kepler 2 Íslensk litadýrð - Colorful Iceland Elsa Nielsen 3 Þarmar með sjarmaGiulia Enders 4 Stúlkan í trénuJussi Adler-Olsen 5 Café SigrúnSigrún Þorsteinsdóttir 6 Undir fíkjutréAnna Lára Steindal 7 Konan í lestinniPaula Hawkins 8 Hugmyndir:Andvirði hundrað miljónir Halldór Halldórsson 9 Enchanted ForestJohanna Basford 10 Secret GardenJohanna Basford Umkomulaus Aðalpersóna Þrasta er ungur strákur sem flytur til föður síns í afskekktan bæ á Vesturlandi. MynD SofIA olSSon Stirt samband Ingvar E. Sigurðsson og Atli Óskar Fjalarsson í hlutverkum feðganna í Þröstum. MynD SofIA olSSon Allar bækur Ljóðabækur 1 Hugmyndir:Andvirði hundrað milljónir Halldór Halldórsson 2 Gráspörvar og ígul-ker Sjón 3 Öskraðu gat á myrkrið Bubbi Morthens 4 FrelsiLinda Vilhjálmsdóttir 5 Ljóðasafn VilborgarVilborg Dagbjartsdóttir 6 Vinur minn missti vitið Björn Stefán Guðmundsson 7 Perlur úr ljóðum ís-lenskra kvenna Silja Aðalsteinsdóttir valdi 8 Píslirnar hennar mömmu Urður Snædal 9 Tveir Elvis Presley aðdáendur Kristján Þórður Hrafnsson 10 StormviðvörunKristín Svava Tómasdóttir Saga Sovétsálarinnar Hvítrússneska blaðakonan Svetlana Alexievich hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels 2015 Þ að er hvítrússneska blaða- konan Svetlana Alexievich sem hlýtur bókmennta- verðlaun Nóbels árið 2015. Alexievich er 111. Nóbels- verðlaunahafinn í bókmenntum en aðeins fjórtánda konan til að hljóta verðlaunin. Alexievich er blaðakona sem hefur skrifað smásögur, ritgerðir og blaðagreinar en er þekktust fyrir heimildabækur sínar þar sem hún fléttar saman röddum miklum fjölda einstaklinga sem hafa upplif- að afdrifaríka viðburði í sögu Sovét- ríkjanna. „Hún er að segja sögu Sovétsál- arinnar,“ segir Steinunn Sigurðar- dóttir rithöfundur sem hefur fylgst með Alexievich um árabil. Hversdagslegar raddir úr stríði Svetlana Alexievich er fædd 31. maí árið 1948 í úkraínska bæn- um Ivano-Frankovsk. Faðir henn- ar var Hvít-Rússi en móðir henn- ar úkraínsk. Eftir að faðir hennar lauk herskyldu fluttist fjölskyldan til Hvíta-Rússlands þar sem hjón- in fengu störf sem kennarar. Alex- ievich íhugaði um tíma að feta í fót- spor foreldranna en ákvað loks að læra blaðamennsku. Hún starfaði á nokkrum blöðum og bókmennta- tímaritum, bæði í heimabænum Narovl, í Beresa og Minsk. Hún hafði skrifað smásögur, rit- gerðir og blaðagreinar þegar fyrsta bókin hennar, Hið ókvenlega and- lit stríðs (e. War's Unwomanly Face), kom út árið 1985, en hún er byggð á viðtölum við hundruð sov- éskra kvenna sem tóku þátt í seinni heimsstyrjöldinni. Fjórum árum síðar kom út bókin Sink-drengirnir: Sovéskar raddir frá stríðinu í Afganistan (e. Zinky Boys: Soviet Voices from the Afghanistan War). Bókin varpaði nýju ljósi á stríð Sovétmanna í Afganistan, en upplýsingar almennings um stríð- ið höfðu komið í gegnum skekkta mynd opinberra fjölmiðla. Mál- gögn kommúnistaflokksins gagn- rýndu bókina harkalega og var Al- exievich ákærð fyrir hana árið 1992 en málið var látið falla niður. „Í Sink-drengjunum fáum við heildarmynd sem er beinn vitnis- burður um beiska reynslu af stríð- inu í Afganistan,“ segir Árni Berg- mann rithöfundur sem hefur þýtt texta eftir Alexievich. „Þar kemur vel fram þetta stríð var svipað því hvernig Víetnam- stríðið var fyrir Bandaríkjamenn. Ungir menn sem eru sendir nafni í frelsis og lýðræðis eða sósíalisma og alþjóðahyggja, svo lenda þeir í eintómri ringulreið, óendanlegum smærri og stærri glæpum, misskiln- ingi og guð má vita hvað.“ Nafn bókarinnar er vísun í lík- kistur úr sinki sem voru það eina sem syrgjandi fjölskyldur her- manna fengu frá Sovétríkjunum. Grípur ekki fram í fyrir viðmælendum 1997 kom líklega út hennar þekktasta verk Tsjernobyl- bænin: Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Raunveruleikinn hefur alltaf togað í mig eins og segull.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.