Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2015, Síða 45
Menning 37Helgarblað 9.–12. október 2015 N ú stendur yfir í Gallerí Fold á Rauðarárstíg, sýning Hrafn­ hildar Ingu Sigurðardóttur list­ málara á nítján olíumálverkum. Þetta eru allt nýjar myndar, málaðar á þessu ári,“ sagði Hrafn hildur Inga í samtali við DV. „Myndirnar eru flestar af miklu skýjafari, öldum og stórsjó. Sjórinn og hafið eru síbreytileg og endalaus yrkisefni fyrir málara. Ég hef stöku sinnum málað rólegri myndir, jafnvel litlar lækjarsytrur, tré og móa en nú höfðar hafið mest til mín. Ég vil tala við áhorfendur með stórum strokum og miklum krafti,“ segir lista­ maðurinn. „Myndirnar eru mín tján­ ing og þær segja, rífum okkur upp, enga lognmollu.“ Sýning Hrafnhildar Ingu stendur til 18. október næstkomandi. n Óveðursský og ólgusjór Annáll framtíðarinnar sem fjallar í grunninn um kjarnorkuslys­ ið í Tsjernobyl, en áherslan er á veruleikann sem blasti við bæjar­ búum eftir slysið. Alexievich tók meira en 500 viðtöl við gerð bókar­ innar og heimsótti svæðið reglulega í 10 ár – heimsóknir sem hafa haft áhrif á heilsu hennar í seinni tíð. Í nýjustu bók hennar Notaður tími (e. Second­hand time) sem kom út á rússnesku árið 2013 held­ ur hún áfram að rannsaka afdrif kvenna í og eftir hrun Sovétríkj­ anna. Þegar Alexievich kom á Bók­ menntahátíð í Reykjavík sama ár birtist kafli úr bókinni í Tímariti Máls og menningar árið 2013 í þýð­ ingu Árna Bergmann. „Þessi texti er mjög samþjöpp­ uð ævisaga konu af pólskum ætt­ um sem lendir undir Sovétríkjum Stalíns. Hún elst upp í jarðhýsi í Síberíu og síðan á munaðarleys­ ingjahæli. Þetta er mjög eftirminni­ leg reynslusaga,“ segir Árni. „Það er mjög augljóst að Alexievich gengur alveg inn í orðfæri þessar­ ar konu sem hún er að lýsa. Hún er ekkert að grípa fram í fyrir neinum, ekki að koma með athugasemdir frá eigin brjósti, heldur leiðir fram persónuna með sínum málein­ kennum og öllu því. Á rússnesku er að mörgu leyti aðgengilegra að gera persónulýsingu á þennan hátt með málfærinu, með því að vanda það mjög hvað þessi einstakling­ ur gæti sagt, og sýna þannig hvort það sé ómenntuð alþýðukona eða menntamaður.“ Blaðamaður, sálfræðingur, predikari Alexievich hefur sagt aðferðir sín­ ar vera undir áhrifum frá rússneskri hefð munnmælasagna. Þá nefnir hún hvítrússneska rithöfundinum Ales Adamovich sem aðferðafræði­ legan læriföður sinn. Hann kallaði skrif sín ýmist „samvinnu­skáld­ sögu“, „óratóríu­skáldsögu“ eða „heimildaskáldsögu“. „Ég hef ávallt verið að leita eftir þeirri bókmenntalegu aðferð sem gefur mér færi á að komast sem næst raunverulegu lífi,“ sagði hún eitt sinn í viðtali. „ Raunveruleikinn hefur alltaf togað í mig eins og segull, hann þjakar mig og dáleiðir, þetta hefur mig langað að fanga á blað. Ég byrjaði strax að skrifa á hátt sem tók inn í myndina raunveru­ legar mannlegar raddir og játn­ ingar, vitnisburði og skjöl. Svoleiðis heyri ég og sé heiminn – sem sam­ söng einstakra radda og samsuðu hversdagslegra smáatriða. Þannig virka augu mín og eyru. Með þess­ um aðferðum næ ég að hámarka andlega og tilfinningalega hæfileika mína til fulls. Þannig er ég á sama tíma rithöfundur, blaðamaður, fé­ lagsfræðingur, sálfræðingur og predikari,“ segir Alexievich. „Hún hefur skapað nýja gerð bókmennta,“ sagði Sara Danius, að­ alritari sænsku akademíunnar, eftir að hafa tilkynnt um sigurvegarann í Stokkhólmi í gærmorgun, fimmtu­ dag. „Verk hennar eru afrek, ekki aðeins vegna efniviðarins heldur einnig vegna formsins.“ Steinunn lýsir því hvernig skáld­ skapur og raunveruleiki voru henni hugleikin þegar þær hittust fyrst í kringum 1990, en þann fund segir hún einstaklega minnisstæðan. „Ég var með henni á ráðstefnu í Visby á Gotlandi og okkur var boðið í mat til konunnar sem hélt þessa ráðstefnu og við tókum tal saman. Það var svo eftirminnilegt að hún horfði beint í augun á mér og spurði: „af hverju ertu að skrifa skáldskap þegar veruleikinn er svo óendanlega miklu stærri og ótrúlegri en allt sem þú getur spunnið upp?“ Kona sem spyr svona er ekki í neinum vafa um gildi þess sem hún er að gera,“ segir Steinunn. Tilfinningarnar í brennidepli „Hún er bara einhver allra stórkost­ legasti höfundur sem ég hef lesið,“ segir Steinunn. „Hún er að segja sögu Sovétsálarinnar. Hennar stað­ reyndir eru tilfinningastaðreyndir. Tilfinningin er alltaf í brennidepli. Bækurnar fjalla óhjákvæmilega mjög mikið um þjáningu, en samt sem áður er í þeim einhver mjög einkennilega hlýr tónn. Hún er sjálf­ sagt einhver besti hlustandi sem hægt er að ímynda sér. Það er aug­ ljóst af textunum. En ekki nóg með það heldur breytir hún samtölun­ um í gull. Ég skil ekki almennilega – hvorki sem gamall blaðamað­ ur né rithöfundur – hvernig hún fer eiginlega að þessu. Þetta eru margradda heimildaskáldsögur,“ segir Steinunn. „Það er í bókunum hennar eitt­ hvert kvenlegt innsæi. Það hef­ ur kannski eitthvað með varnar­ mekanisma að gera. Það er alveg greinilegt að varnirnar fara niður hjá fólki þegar hún talar við það. Hún nær að fjalla um þjáninguna þannig að maður getur lesið það, jafnvel hinar mestu þjáningar, unga menn sem eru að leysast upp af afleiðing­ um geislavirkninnar í Tsjernobyl og aðstandendur þeirra, konur og börn. Þetta er ólýsanleg þjáning sem henni tekst að láta mann nema.“ Gagnrýninn útlagi Alexievich var ekki aðeins gagn­ rýnin á yfirvöld í Sovétríkjunum heldur hefur hún bæði bakað sér óvinsældir hjá rússneskum og hvít­ rússneskum stjórnvöldum. Hún hefur dvalist langdvölum fyrir utan heimaland sitt þar sem hún hefur gagnrýnt forsetann Alexander Lukashenko fyrir að hundsa lýð­ ræði og mannréttindi borgaranna. Bækur hennar hafa til að mynda ekki komið út í heimalandinu. Á blaðamannafundi í tilefni verðlaunanna sagði Alexievich að rússneski upplýsingamálaráðherr­ ann hafi hringt og óskað henni til hamingju en ekkert hafi heyrst frá hvítrússneskum yfirvöldum: „Þeir láta eins og ég sé ekki til.“ En er þetta pólitísk útnefning hjá sænsku akademíunni? „Vinkona mín sem var álitsgjafi á Deutsche Radio í dag var spurð að þessu. Þó að hún væri mjög ánægð með að hún fengi verðlaunin þá jánkaði hún þessu,“ segir Steinunn. „En ég segi nei. Þetta hefur með bók­ menntaleg gæði að gera. Hún hefur farið svo oft fram úr sjálfri sér í gæð­ um og efnistökum. Mér finnst alls ekki hægt að kalla þetta pólitískt, en þessi verðlaun koma á tímapunkti þegar samband austurs og vesturs er að verða flóknara. Bækurnar hennar skipta því ekki bara bók­ menntalegu máli heldur skipta praktísku máli upp á skilning milli þjóða.“ n Fengu verð- launin fyrir annað en skáldskap Nokkrir aðrir hafa hlotið Nóbelsverð- launin í bókmenntum fyrir annars konar skrif en skáldverk, það er heimildaskrif, ræður eða ritgerðir. Slík verk eru skil- greind í ensku út frá því sem þau eru ekki og eru kölluð „non-fiction“. Þetta eru til að mynda sagnfræðingurinn og ritgerða- smiðurinn Theodor Mommsen, árið 1902, rökfræðingurinn og heim spekingurinn Bertrand Russell, árið 1950, og Winston Churchill sem fékk verðlaunin 1953. En í rúma hálfa öld hafa skáldsagnahöfund- ar einokað verðlaunin. „Verk hennar eru afrek, ekki aðeins vegna efniviðarins heldur einnig vegna formsins. Listakonan Hrafn- hildur Inga með dóttur- sonum sínum, Gunnari og Hrafnkatli. Mynd Kári Við elskum umslög - en prentum allt mögulegt • Nafnspjöld • Reikninga • Veggspjöld • Bréfsefni • Einblöðunga • Borðstanda • Bæklinga • Markpóst • Ársskýrslur Hagnýtar upplýsingar www.umslag.is Umslag | Lágmúli 5 | Reykjavík | Sími 533 5252 | umslag@umslag.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.