Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Qupperneq 4
Helgarblað 16.–19. október 20154 Fréttir Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • Opið kl. 12-18 Lengri og breiðari parketpLankar Taka við 90 flóttamönnum Reykjavíkurborg hefur gert nýjan samning við Útlendingastofnun um þjónustu við hælisleitendur. Samkvæmt samningnum mun Reykjavíkurborg þjónusta allt að 90 hælisleitendur. Í fyrsta skipti mun Reykjavíkurborg þjónusta fjölskyldur úr hópi hælisleitenda en hingað til hefur borgin aðeins sinnt einstaklingum. Samning- ur þess efnis var undirritaður á miðvikudag. Reykjavíkurborg tekur að sér að veita allt að 90 hælisleitend- um þjónustu og búsetuúrræði í senn. Borgin skuldbindur sig enn fremur til að taka bæði við einstaklingum og allt að fimm fjölskyldum. Samningurinn er sveigjan- legur upp að ákveðnu marki og getur Útlendingastofnun farið fram á það við Reykjavíkurborg að búsetuúrræðum verði fjölgað tímabundið. Veifaði hnífi Lögregla þurfti að leysa upp deil- ur milli starfsmanna í fyrirtæki í Árbæ á sjötta tímanum á miðviku- dagskvöld. Samkvæmt tilkynn- ingunni var hnífur á lofti hjá öðr- um deiluaðilanum. Lögreglan mætti skömmu síð- ar á vettvang. Hnífurinn reyndist vera dúkahnífur sem notaður er á staðnum. Samkvæmt lögreglu slasaðist enginn og róuðust starfs- menn eftir að lögreglan mætti. Öðru starfsfólki var brugðið við athæfið en enginn vildi kæra. S kiptum er lokið á þrotabúi fisk- eldisfélagsins BBF 2014 ehf., sem áður hét Brim fiskeldi ehf. og var í eigu útgerðarfélags Guðmundar Kristjánssonar, Brim hf. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 4. mars 2015 en tilkynnt er um skipta- lokin í Lögbirtingablaðinu. Þar kemur fram að lýstar kröfur í þrotabúið hafi numið ríflega 295,7 milljónum króna. Engar eignir fundust hins vegar í búinu og var skiptum lok- ið þann 6. október síðastliðinn án þess að greiðsla fengist upp í kröfurnar. Brim fiskeldi ehf. var stofnað árið 2004 í tengslum við þorskeldisrann- sóknir Útgerðarfélags Akureyrar í Eyjafirði. Samkvæmt frétt Morgun- blaðsins um félagið var það með- al stærstu fyrirtækja í að fanga þorsk til áframeldis og átti hlut í seiðaeld- isstöð Nauteyrar. Þá tók félagið þátt í fjölda verkefna í þorskeldi í samvinnu við önnur fyrirtæki og stofnanir. Fram kom í Morgunblaðinu að Brim fisk- eldi hafi hætt starfsemi árið 2009. n mikael@dv.is Fiskeldi Brims í þrot Þorskeldisævintýri sem gekk ekki upp Gekk ekki upp BFF 2014 ehf. hét áður Brim fiskeldi ehf. og var í eigu útgerðarfélags Guð­ mundar Kristjánssonar, Brim hf. Ekkert fékkst upp í 300 milljóna króna kröfur í búið. S ölumaður frá dótturfélagi Arion banka bókaði fjár- málafund með 16 ára ung- lingi í síðustu viku. Foreldr- ar drengsins eru mjög ósáttir og segja að sölumaðurinn hafi vitað um ungan aldur drengsins. Hann hafi auk þess haft upplýsingar um við- skipti hans við Arion banka. Fað- ir drengsins, Tómar Veigar Sigurðs- son, segir að málið veki spurningar um bankaleynd og hvort bankanum sé heimilt að veita dótturfélagi sínu upplýsingar. Arion banki segir að um misskilning sé að ræða. „Einkennilegt, svo ekki sé meira sagt“ „Okkur finnst þetta afar einkennilegt, svo ekki sé meira sagt, að sölumenn séu að hringja í ófjárráða unglinga til þess að ræða við þá um fjármál,“ segir Tómas Veigar Sigurðsson, foreldri 16 ára unglings, sem fékk upphringingu frá sölumanni Tekjuverndar ehf., en fyrirtækið er alfarið í eigu Okkar líf- trygginga hf. sem er dótturfélag Arion banka. Eftir stutt spjall bókaði sölu- maðurinn kynningarfund með piltin- um á hádegi daginn eftir. Kynnti sig sem sölumann bankans Að sögn Tómasar kynnti sölumaður- inn sig sem starfsmann bankans og því hringdi hann þangað til þess að fá frekari upplýsingar. „Til að byrja með kannaðist bankinn ekki við þennan starfsmann og hafnaði því að hann starfaði á þeirra vegum. Fljótlega hringdi starfsmaður bankans aftur og tjáði okkur að um starfsmann Tekju- verndar hefði verið að ræða. Þá var útskýrt að um mistök hefði verið að ræða, og jafnframt kom fram að ekki væri óeðlilegt að haft væri samband við unga námsmenn sem mögulega eru í vinnu með skóla og hafi reglu- legar tekjur. Sonur minn er í viðskipt- um við bankann og sölumaðurinn virtist vera meðvitaður um það,“ seg- ir Tómas. Skakkt númer, segir Arion banki Að hans sögn hafði Arion banki sam- band síðar um daginn og þá var út- skýringin sú að sölumaðurinn hefði hringt í skakkt númer og ætlað að hringja í 53 ára gamlan mann. Tómas telur að um eftiráskýringu sé að ræða og setur spurningarmerki við að Arion banka sé heimilt að veita dótturfé- lagi sínu upplýsingar um viðskipti einstakra viðskiptamanna. „Í lög- um um fjármálafyrirtæki segir að að- eins er heimilt að miðla upplýsingum innan samstæðu að því marki sem er nauðsynlegt vegna áhættustýringar og má ekki ná til einkamálefna einstakra viðskiptamanna,“ segir Tómas. Arion banki veitir „nauðsynlegar“ upplýsingar „Bankinn útvistar verkefnum til Tekjuverndar sem er dótturfé- lag bankans. Gerður er samningur um þá útvistun og þar á meðal þau verk efni sem Tekjuvernd vinnur fyr- ir bankann. Nauðsynlegt er og jafn- framt heimilt að veita upplýsingar til ráðgjafa Tekjuverndar sem þeir þurfa til að geta sinnt þeim verk- efnum sem þeim eru falin. Um er að ræða takmarkaðar upplýsingar. Í útvistunarsamningnum er með- al annars kveðið á um trúnað og meðferð persónuupplýsinga í sam- ræmi við lög og reglur,“ segir Hlédís Sigurðardóttir, sem starfar á sam- skiptasviði Arion banka. „Engar vörur sem við getum selt ófjárráða unglingi“ DV hafði samband við þann sölu- mann Tekjuverndar sem bókaði fundinn. Hann vísaði því algjör- lega á bug að atburðarásin hafi verið með framangreindum hætti. Hann hafi ætlað að ná sambandi við föð- ur drengsins, fyrrnefndan Tómas Veigar, sem hafi verið skráður fyrir símanúmerinu og hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann hafi verið að ræða við svo ungan pilt. „Auk þess eru engar vörur sem við getum selt ófjárráða unglingi,“ sagði sölumað- urinn. Hann hafnar því að hafa spurt drenginn um skólavist hans. Tómas hefur aðra sögu að segja. „Móðir hans varð vitni að því þegar drengurinn er að svara því til í hvaða skóla hann gengur. Einnig er sím- inn hans skráður á hans nafn og ég kem þar hvergi nærri,“ segir Tómas af þunga og bætir við: „Við vonum sannarlega að um óheppileg mistök hafi verið að ræða.“ n Bókaði fjármálafund með ófjárráða unglingi n Faðirinn ósáttur og telur brotið á bankaleynd nArion banki: Skakkt númer Arion banki segist senda dótturfélagi sínu, Tekjuvernd ehf., „nauðsynlegar en tak­ markaðar upplýsingar“. Ekki hafa fengist nákvæmari upplýsingar frá bankanum hvað felst í þessari upplýsingagjöf. Séu lög um fjármálafyrirtæki (161/2002) skoðuð, greinar 58–60, sést að ákvæði um þagnarskyldu eða bankaleynd eru afar stíf. Í rauninni má dótturfélag aðeins miðla upplýsingum til móðurfélags ef nauðsynlegt er vegna áhættustýringar. Eina undantekning er sú ef viðskiptavinur gefur skriflegt leyfi fyrir miðlun upplýs­ inganna. Tómas Veigar fullyrðir að fulltrúi Tekjuverndar ehf. hafi vitað að sonur hans ætti í viðskiptum við Arion banka og „ætti inneign“ hjá bankanum. Sé það gerlegt ætti bankinn að hafa aflað sér samþykkis viðskiptavinarins til þessarar upplýsinga­ miðlunar. Ekkert í almennum viðskiptaskilmál­ um Arion banka virðist heimila það að upplýsingar séu sendar til þriðja aðila og því sendi DV neðangreinda spurningu á bankann. Hvaða heimild hefur bankinn fyrir því að miðla upplýsingum um viðskiptavini til Tekjuverndar ehf.? Svar: Arion banki veitir viðskiptavinum sínum fjölbreytta þjónustu. Til þess að geta innt þá þjónustu af hendi þarf af hálfu bankans að vinna margvísleg verk­ efni. Flest af þessum verkefnum sinnir bankinn sjálfur en hluta af þeim úthýsir hann til annarra lögaðila með þjónustu­ samningum. Þar á meðal hefur bankinn úthýst til félagsins Tekjuverndar ehf. sölu á tilteknum vörum sínum. Slík útvistun er hluti af eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum fjármálafyrirtækja og fer bankinn í hvívetna að þeim reglum sem gilda um útvistun verkefna, sbr. t.d. 7. gr. reglna Fjármálaeftirlitsins nr. 670/2013 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyrirtækja. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Óljóst hvað felst í „nauðsynlegum en takmörkuðum“ upplýsingum Tómas Veigar Sigurðsson Var ósáttur við að sölumaður Tekjuverndar ehf. bókaði fjármálafund með ófjárráða syni hans. Að hans mati vekur málið áleitnar spurningar um bankaleynd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.