Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Page 8
Helgarblað 16.–19. október 20158 Fréttir
Komdu og tryggðu þér þinn bíl fyrir veturinn
Bílaleiga
AVIS BÍLARNIR ERU KOMNIR Á
BÍLASÖLU REYKJAVÍKUR
Bíldshöfða 10 S: 5878888 br.isl l
Opið
Laugardag 12-16
Virka daga 10-18
BILASALA
REYKJAVIKUR
„Nokkuð langur tími“
n Engin tímatakmörk á gjaldþrotaskiptum n Aðhaldsúrræði þó til staðar, segir dómstjóri
É
g get sagt, af minni reynslu, þá
er þetta nokkuð langur tími,“
segir Ólafur Ólafsson, dóm-
stjóri Héraðsdóms Norður-
lands eystra, um þann tíma
sem tekið hefur að ljúka skiptum á
þrotabúi athafnamannsins Magn-
úsar Þorsteinssonar sem DV fjallaði
um í síðasta blaði.
Magnús var úrskurðaður gjald-
þrota í Héraðsdómi Norðurlands
eystra þann 4. maí 2009 en tæplega
sex og hálfu síðar er skiptum ekki
enn lokið. Magnús líkti þessu við
skuldafangelsi og gerði alvarlegar
athugasemdir við skiptastjóra máls-
ins.
Ólafur segir að hann muni eftir
fréttaflutningi og þekki dæmi þess
sjálfur að svo langdregin mál komi
upp. „Þetta var kannski algengara á
síðustu öld að mál tóku allt of langan
tíma. En þetta er óvenjulengi, svona
að heyra það.“
Engin takmörk
samkvæmt lögum
DV lék því forvitni á að vita hvort
það væri virkilega svo að engin tak-
mörk væru fyrir því hversu langan
tíma gjaldþrotaskipti geti tekið. Mál
Magnúsar er vissulega umfangsmik-
ið, lýstar kröfur nema rúmlega 20
milljörðum, og teygir anga sína víða
líkt og skiptastjóri hans benti á í um-
fjöllun DV á þriðjudag. En almennt
virðist sem engin viðmið eða tak-
markanir séu á því hversu langan
tíma svona uppgjör getur tekið. Þó
eru til staðar ákveðnir öryggisventl-
ar, ef svo má að orði komast.
Aðhaldsúrræði til staðar
Ólafur tekur fram að hann geti ekki
tjáð sig um einstaka mál, en almenn
sé það þannig á Norðurlandi eystra
að leitað er til lögmanna á svæðinu
til að athuga hvort þeir hafi áhuga á
að taka mál að sér. Einnig séu hugs-
anleg tengsl, hagsmunaárekstrar
og hugsanlegt vanhæfi af ýmsum
ástæðum skoðað. Ef ljóst þykir að
málin séu umfangsmikil sé horft til
reynslumikilla lögmanna.
Ólafur kveðst hafa þann háttinn
á að í janúar á hverju ári sendi hann
erindi til allra lögmanna sem fengið
hafa bú og eru orðin sex mánaða eða
eldri þar sem þeir eru krafðir skýr-
inga á því hvers vegna málið taki svo
langan tíma. „Komi ekki fram skýr-
ingar þá fær viðkomandi lögmaður
ekki fleiri mál. Þetta eru mín fyrstu
viðbrögð,“ segir Ólafur um það að-
hald sem sé til staðar.
Hægt að kvarta til dómara
En síðan sé önnur leið, sem þó sé
sjaldgæfari, og snýr að 76. grein laga
um gjaldþrotaskipti. Þar er kveðið á
um að kröfuhafar eða aðrir, líka þrota-
þolar sjálfir, geti gert athugasemd-
ir við drátt á máli til dómarans sem
skipaði skiptastjórann. Þá er viðkom-
andi lögmaður kvaddur með form-
legum hætti fyrir dómara, ásamt
þeim sem kvartaði, og lögmaður-
inn krafinn skýringar. Ólafur segir að
ýmsar ástæður geti verið fyrir því að
mál dragist á langinn.
„Í fyrsta lagi ófullnægjandi upp-
lýsingar frá skiptaþola, stundum
næst jafnvel ekki í menn þar sem
þeir eru fluttir utan. Önnur skýr-
ing er að málið sé umfangsmikið og
þriðja skýringin að það séu dóms-
mál í gangi sem skiptastjórinn er
að standa í til að reyna að ná inn
eignum í búið. Þetta getur tafið fyr-
ir skiptalokum. Komi ekki fram full-
nægjandi skýringar, þá er skýrt í lög-
um að hægt sé samkvæmt kröfu og
með úrskurði, að víkja viðkomandi
skiptastjóra frá.“ n
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is „Þetta er
óvenjulengi
13. október 2015
Fréttir 11
10 Fréttir
Vikublað 13.–15. október 2015
Vikublað 13.–15. október 2015
Skráðu þig í Safnarann og þú
gætir eignast eigulegt listaverk
að andvirði allt að 400.000 kr.
Svona eignast þú listaverk
• Þú leggur inn 1.000 kr. eða meira í
Safnarasjóðinn mánaðarlega.
• Þú ferð í pottinn og á Menningarnótt
eru heppnir safnarar dregnir út.
• Í úrvalspottinum er fjöldi listaverka eftir
marga af fremstu listamönnum þjóðarinnar.
• Heildarverðmæti listaverkanna
er á þriðju milljón króna.
• Þú getur margfaldað líkurnar á
að komast í úrvalspottinn með því að
greiða hærri upphæð.
• Sé númerið þitt ekki dregið út getur þú
notað inneignina til að fá listaverk eða tekið
inneignina þína út í formi gjafabréfs.
• Upphæðin sem þú leggur inn tapast aldrei.
Frekari upplýsingar og skráning á
heimsíðunni okkar www.safnarinn.is
Samstarfsaðilar Safnarans eru:
Fastur í „skuldafangelsi“
kröfuhafa í sex og hálft ár
n Magnús Þorsteinsson var úrskurðaður gjaldþrota í maí 2009 n Skiptum á búinu ekki
enn lokið n Magnús segir skiptastjórann óhæfan
Þ
ó að sex og hálft ár séu síðan
athafnamaðurinn Magnús
Þorsteinsson var úrskurðað-
ur gjaldþrota í Héraðsdómi
Norðurlands eystra er skipt-
um ekki enn lokið á þrotabúi hans.
Lögmenn sem DV ræddi við muna
ekki dæmi þess að bú einstaklings
hafi verið jafnlengi í gjaldþrotaskipt-
um og líklega fari mál Magnúsar
langleiðina með að vera Íslandsmet.
Magnús segir í samtali við DV að
hann sé búinn að vera í skuldafang-
elsi lengur en margur hafi setið inni
og að alþjóðlegir stórbankar hafi
verið gerðir upp á skemmri tíma.
Hann er allt annað en sáttur með
skiptastjórann sem sjálfur gefur þær
skýringar í samtali við DV að málið
sé afar umfangsmikið og teygi anga
sína víða erlendis.
Félagið sem setti Magnús í þrot
Það var þann 4. maí 2009 sem hér-
aðsdómur úrskurðaði Magnús
gjaldþrota að kröfu Straums-Burðar-
áss og skipaði Ingvar Þóroddsson,
héraðsdómslögmann á Akureyri,
sem skiptastjóra. Forsaga þess var
að fjárfestingafélagið BOM ehf. tók
tæplega 1.200 milljóna króna lán
hjá bankanum til þess að kaupa hlut
í Icelandic Group árið 2005. Magn-
ús keypti BOM árið 2007 og skrifaði
undir sjálfskuldarábyrgð upp á 930
milljónir króna í tengslum við þau
viðskipti.
BOM fjárfestingar ehf. var úr-
skurðað gjaldþrota 16. mars 2012
og lauk skiptum á þrotabúi félags-
ins í júní sama ár með því að ekkert
fékkst upp í lýstar kröfur sem námu
tæpum 2,7 milljörðum. Félagið átti
meðal annars 3,7 prósenta hlut í
Icelandic Group sem Magnús var
um tíma stór hluthafi í. Í Morgun-
blaðinu var BOM ehf. kallað félagið
sem setti Magnús í þrot vegna þess
að það var vegna láns til þess félags
sem Straumur-Burðarás krafðist
gjaldþrotaskipta yfir honum.
En þó að Magnús hafi verið úr-
skurðaður gjaldþrota, rúmum
þremur árum áður en skiptum lauk
á þrotabúi BOM, þá hafa skipti á búi
Magnúsar dregist fram úr hófi og er
ekki enn lokið.
Umsvifamikill í útrásinni
Magnús er líklega þekktastur sem
viðskiptafélagi feðganna Björgólfs
Guðmundssonar og Björgólfs Thors
en þeir stofnuðu drykkjarvöru-
verksmiðjuna Bravo Brewery í St.
Pétursborg í Rússlandi. Í ársbyrjun
2002 keypti Heineken-bjórframleið-
andinn verksmiðjuna á 400 millj-
ónir dala. Björgólfsfeðgar og Magn-
ús sneru síðan vellauðugir aftur til
Íslands sem Samson-hópurinn og
keyptu kjölfestuhlut í Landsbank-
anum.
Magnús átti síðan sem fyrr segir
einnig stóran hlut í Icelandic Group,
var aðaleigandi Avion Group, sem
meðal annars átti Eimskip. Magnús
var því einn umsvifamesti fjárfestir
á Íslandi fyrir hrun, en líka sá fyrsti
hinna svokölluðu útrásarvíkinga til
að vera úrskurðaður persónulega
gjaldþrota.
Tugmilljarða gjaldþrot
viðskiptafélaga
Nokkrum mánuðum síðar, á ár-
inu 2009, var viðskiptafélagi hans,
Björgólfur Guðmundsson, úrskurð-
aður gjaldþrota. En skiptum á þrota-
búi Björgólfs lauk þann 27. maí í
fyrra, tæpum fimm árum eftir gjald-
þrot. Lýstar kröfur í bú hans námu
85 milljörðum króna og er talað um
það sem stærsta persónulega gjald-
þrot Íslandssögunnar. Samkvæmt
upplýsingum DV nema lýstar kröf-
ur í þrotabú Magnúsar rúmlega 20
milljörðum króna sem gerir það að
næststærsta persónulega gjaldþroti sögunnar hér á landi.
Sjö ára skuldafangelsi
„Auðvitað er það þannig að ég tók
ábyrgð á mínum gjörðum með því
að gangast í sjálfskuldarábyrgð
fyrir ýmsum hlutum og greiddi
það „ultimate“ gjald sem nokkur
business-maður getur greitt fyrir
það og var úrskurðaður gjaldþrota,“
segir Magnús í samtali við DV.
„En á sama tíma þá voru þær
eignir sem ég átti, aðallega Eimskip
og Icelandic Group og annað slíkt,
teknar af mínum aðalskuldunaut,
sem var Landsbankinn, og hafa síð-
an verið seldar fyrir miklar upphæð-
ir. En að vera í skuldafangelsi í nærri
sjö ár er langur tími, þegar aðrir eru
kannski lokaðir inni í styttri tíma, ég
veit hreinlega ekki hvort er betra.“
Líklega Íslandsmet
DV bar mál Magnúsar undir lög-
menn sem segjast ekki muna ann-
an eins drátt á gjaldþrotaskiptum
og líklega fari málið langleiðina með
að vera Íslandsmet í óuppgerðu búi.
Aðspurðir um þýðingu þessa drátt-
ar fyrir skuldara benda þeir á að
viðkomandi sé verulega heftur til
athafna meðan á gjaldþrotaskiptum
stendur og í raun séu athafnafrelsi
og mannréttindi einstaklings veru-
lega skert á meðan.
„Mig hefur alltaf langað til að
vera Íslandsmeistari í einhverju,
en aldrei óskað mér að vera það í
þessu,“ segir Magnús kíminn. „Þetta
er að taka lengri tíma en það tók að
gera upp Lehman Brothers, það er
ekki leiðum að líkjast.“
Fyrning háð skiptalokum
En það er ekki aðeins sá tími sem
gjaldþrotaskiptin hafa tekið. Við
þann tíma sem vinna skiptastjóra
mun taka munu alltaf bætast tvö ár
hið minnsta. Því skuldir sem ekki fást
greiddar við gjaldþrotaskipti fyrn-
ast á tveimur árum frá skiptalokum.
Ef fyrning er ekki rofin með viður-
kenningardómi falla allar skuldir,
sem ekki fengust greiddar við gjald-
þrotaskipti, niður að liðnum tveim-
ur árum. En þar sem skiptum á búi
Magnúsar er ekki enn lokið, tæplega
sex og hálfu ári frá gjaldþroti hans,
þýðir að fyrningarfresturinn er ekki
enn farinn að telja. Það þýðir að þó
að skiptum ljúki á morgun er ljóst að
hann verður ekki laus úr viðjum síns
persónulega gjaldþrots fyrr en hátt í
níu árum eftir að til þess kom. Skilj-
anlega talar Magnús því um skulda-
fangelsi.
Eins og leigubílstjóri án
ökuskírteinis
„Það er nú bara drjúgur hluti af
starfsævi venjulegs manns og maður
yngist ekkert,“ segir Magnús. Hann
segir að málið hafi haft veruleg áhrif
á hann.
„Ég get lýst þessu eins og að vera
leigubílstjóri sem hefur ekki öku-
skírteini. Ég hef mína atvinnu af því
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
að stunda viðskipti og núna hef ég í
rauninni ekki leyfi til þess. Auðvitað
hefur þetta mikil áhrif á mig. Mað-
ur tekur að sér einhver verkefni og
getur gert það í einhvern ákveðinn
tíma, en maður getur ekki gert það
svo árum eða áratugum skiptir.“
Segir skiptastjóra óhæfan
Magnús er harðorður í garð
skiptastjórans sem ekki hefur tekist
að ljúka skiptunum og vandar hon-
um ekki kveðjurnar.
„Það er héraðsdómur sem skip-
ar greinilega óhæft fólk, sem er þá
þessi skiptastjóri. Dómurinn virðist
þá ekki hafa neitt vald til að fylgja því
eftir að hann vinni sína vinnu. Og
það að vera, eins og lagalega heitið
er, þrotamaður í sjö ár, sá maður
– hvort heldur sem það er ég eða
einhver annar – hefur nákvæmlega
engan rétt. Þannig að þessi óhæfi
lögmaður getur þá bara setið og lif-
að á þessu þrotabúi eins lengi og það
endist, ef hann innheimtir þá eitt-
hvað, það er að segja.“
Aðspurður hvort hann hafi leit-
að eða fengið einhverjar skýringar
á þessum drætti á uppgjörinu segir
Magnús að það hafi verið reynt.
„Að sjálfsögðu hefur verið spurt
eftir því en þær skýringar eru mjög
haldlitlar og talað um einhverja
rannsóknarvinnu og því um líkt
sem mér getur ekki annað en fund-
ist hjákátlegt. Því hvernig er hægt að
standa í einhverri rannsóknarvinnu
í tæp sjö ár þegar verið er að ganga
frá þrotabúum bankanna, sem eru
miklu stærri mál að ég held.“
Óskiljanlegt hvað tefji
Þar sem ekki sé vitað til neinna
flókinna aðgerða sem skiptastjór-
inn hafi þurft að grípa til, ekki vit-
að til að neinar aðgerðir Magnúsar,
hvorki fyrir né eftir gjaldþrotaskipti,
hafi verið til opinberrar rannsókn-
ar vegna refsiverðrar háttsemi, þyk-
ir Magnúsi óskiljanlegt hvað það er
sem tefji.
„Ég hef aldrei verið kallaður fyrir
sérstakan saksóknara, ég hef aldrei
verið kallaður fyrir dóm að nokkru
leyti eða nokkurn hlut í sambandi
við mín viðskipti.“
Magnús segir að þetta sé ekki
endilega spurning um hann
persónulega, enda vilji hann enga
vorkunn.
„Þetta er spurning um að fólk
sem lendir í þessari ógæfu – og
menn lenda í og koma til með að
lenda í – þeir hafa engan rétt og
þetta getur haldið svona áfram og
síðast en ekki síst þá er nú hver og
einn mannlegur.“
Samkvæmt upplýsingum DV
eru það kröfuhafarnir í málum sem
þessum sem hafa mest um það
að segja hversu langt er gengið í
að hafa uppi á eignum og hversu
langan tíma það taki. Kröfuhafar
geta viljað halda málum sem þess-
um opnum og gera allt sem þeir
geta til að fá peninga upp í kröfur
sínar.
Umfangsmikið mál og flókið
DV leitaði skýringa hjá skiptastjór-
anum, Ingvari Þóroddssyni, á því
hvað valdi því að svo langan tíma
hafi tekið að ljúka skiptum á búinu.
Ingvar segir að fyrst og fremst sé
málið umfangsmikið og teygi anga
sína um víðan völl í útlöndum.
„Þetta er mjög umfangsmikið
og teygir sig til útlanda, mjög víða,
þetta er ekki bara Ísland og næsta
nágrenni,“ segir Ingvar sem kveðst
ekki vilja svara fyrir þá yfirlýsingu
Magnúsar að hann sé óhæfur til
verksins. Hann telur ekki óeðlilegt
hversu langan tíma það hafi tekið
að ljúka skiptum á búinu. Verkið sé
umfangsmikið, flækjustigið hátt og
nefnir einnig dómsmál sem fyrr á
þessu ári kom niðurstaða í.
„Það var dómsmál sem fjall-
aði um eign á erlendri grundu sem
lauk núna í byrjun mars og það er
ekki enn búið að selja þá eign sem
það mál snerist um. Sú eign er í
sölumeðferð og það var raunveru-
lega ekki fyrr en í apríl sem hægt
var að fara að undirbúa sölu.“
Aðspurður hvort ekki sjái fyrir
endann á gjaldþrotaskiptunum eft-
ir öll þessi ár, segir Ingvar að vissu-
lega sé svo. n
„Að vera í skulda-
fangelsi í nærri sjö
ár er langur tími, þegar
aðrir eru kannski lokaðir
inni í styttri tíma, ég veit
hreinlega ekki hvort er
betra.
Magnús Þorsteinsson
„Þannig að þessi
óhæfi lögmaður
getur þá bara setið og lif-
að á þessu þrotabúi eins
lengi og það endist, ef
hann innheimtir þá eitt-
hvað.
Magnús Þorsteinsson
„Þetta er mjög um-
fangsmikið og
teygir sig til útlanda, mjög
víða, þetta er ekki bara Ís-
land og næsta nágrenni.
Ingvar Þóroddsson
Í skuldafangelsi Sex og hálft ár eru liðin síðan Magnús Þorsteinsson var úrskurðaður
gjaldþrota en skiptum á búinu er ekki enn lokið. Lýstar kröfur í búið nema rúmlega 20
millj-
örðum. Skiptastjóri segir málið umfangsmikið. Mynd RÓbERT REynISSon
Samson–hópurinn Magnús Þorsteinsson, Björgólfur Thor og faðir hans, Björgólfur Guðmund
sson, seldu drykkjarvöruverksmiðju sína í
St. Pétursborg fyrir mikið fé. Þeir sneru til Íslands og keyptu kjölfestuhlut í Landsbank
anum. Af þremenningunum eru Magnús og Björgólfur
gjaldþrota á meðan Björgólfur Thor hefur náð vopnum sínum á nýjan leik. Mynd RÓbERT RE
ynISSonSími 555 3100 www.donna.is
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð
og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu
Ég lifði af
Þrotamaður í sex og hálft ár Magnús Þorsteinsson er ósáttur með að skiptum sé
ekki enn lokið á búi hans, tæpu sex og hálfu ári eftir að Héraðsdómur Norðurlands eystra
úrskurðaði hann gjaldþrota. Dómstjóri viðurkennir að þetta sé langur tími, en fyrir því geti
verið ýmsar ástæður. Mynd AðSEnd