Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Page 12
12 Fréttir
Kökumálið
hið fyrsta
En þetta var ekki í fyrsta skipti
sem höfð eru uppi brigsl um að
Sigmundur hunsi þingsalinn
fyrir kökusneið. Hinn 10.
mars 2014 gagnrýndi Össur
Skarphéðinsson, þingmaður
Samfylkingarinnar, hann fyrir að
„forðast þingsalinn“ við upphaf
þingfundar eftir nefndaviku.
„Mér finnst það grátlegt að
hæstvirtur forsætisráðherra
forðist þingsalinn og sitji þess í
stað úti í matsal og hámi þar í sig
köku með rjóma.“
Tilefnið var að Össur var ósáttur
við að Sigmundur væri ekki viðstaddur
þegar hann og flokkur hans væri gagn-
rýndur vegna stefnu sinnar í utanríkismál-
um er vöruðu boðuð slit á aðildarviðræðum
við Evrópusambandið. Sigmundur birtist síðan í þingsal
andartökum eftir að Össur hafði gagnrýnt hann.
Helgarblað 16.–19. október 2015
Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is
Fermax mynd-
dyrasíma kerfi
er bæði fáguð
og flott vara
á góðu verði
sem hentar
fyrir hvert
heimili. Hægt
að fá með eða
án myndavélar
og nokkur útlit
til að velja um.
Þegar stjórnarandstaðan saknar Sigmundar á þingi
n Fjarvera forsætisráðherra ítrekað verið gagnrýnd á kjörtímabilinu n Gagnrýndi sjálfur fyrrverandi
S
tjórnarandstaðan hefur
ítrekað gagnrýnt Sigmund
Davíð Gunnlaugsson for-
sætisráðherra fyrir að vera
fjarverandi af hinum ýmsu
ástæðum þegar ræða á mikilvæg
mál á þingi. Nú síðast á þriðjudag
þegar reynt var að krefja Sigmund
Davíð svara um eitt af helstu kosn-
ingaloforðum Framsóknarflokksins;
afnám verðtryggingar. Sigmundur lét
sig hverfa úr þingsal þegar umræð-
an hófst og hlaut bágt fyrir hjá and-
stæðingum á þingi.
Af þeim sökum að þetta hefur
margoft gerst á núverandi kjör-
tímabili tók DV saman nokkur
dæmi frá kjörtímabilinu sem ratað
hafa í fjölmiðla, þar sem forsætis-
ráðherra hefur mátt sæta gagnrýni
stjórnarandstöðunnar vegna fjar-
veru sinnar. n
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Forðast umræðu í átta mánuði
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,
þingkona Samfylkingarinn-
ar, óskaði í febrúar eftir
sérstakri umræðu á þingi við
Sigmund Davíð Gunnlaugs-
son forsætisráðherra um
afnám verðtryggingar. Enn
hefur Sigmundur Davíð ekki
fengist til að eiga orðastað
við stjórnarandstöðuna um málið
sem bent hefur verið á að hafi verið eitt
af helstu kosningaloforðum Framsóknar-
flokksins. Hinn 8. október síðastliðinn
sagðist Sigríður Ingibjörg ósátt eftir að
hafa séð að á dagskrá væri sérstök
umræða um annað mál þar sem
hennar hafi verið virt að vettugi:
„Ég sætti mig ekki við þetta.
Ég ætlast til þess að umræða
um afnám verðtryggingar við
hæstvirtan forsætisráðherra
fari fram í þessum sal í næstu
viku. Ég er búin að bíða í átta
mánuði þar sem forsætisráðherra hef-
ur komist upp með að hunsa beiðni mína
um að fá að tala við hann – um hvað?
Annað af tveimur helstu kosningaloforð-
um hans fyrir síðustu kosningar.“
Er hann að fá sér köku, aftur?
Á þingfundi þriðjudaginn 13. október
síðastliðinn minnti Árni Páll Árnason
á beiðni Sigríðar Ingibjargar og spurði
forseta Alþingis hvernig afgreiðslu beiðni
hennar um sérstaka umræðu um afnám
verðtryggingar liði. Sagði hann forsætis-
ráðherra ekki hafa sinnt skyldu sinni
samkvæmt stjórnarskrá og þingsköpum
að eiga orðastað við þingmanninn um
málið.
„Ég vil þess vegna ítreka mótmæli
okkar við því að forsætisráðherra sé látinn
komast upp með að sinna ekki starfs-
skyldum sínum hér gagnvart þinginu.“
Sigmundur Davíð var staddur í þingsal
þegar Árni Páll steig í ræðustól en sást
síðan yfirgefa hann skömmu síðar. Katrín
Júlíusdóttir og fleiri þingmenn stjórnar-
andstöðunnar voru allt annað en hrifin:
„Til að kóróna þetta allt saman þá
stóð forsætisráðherra upp rétt í þessu og
við þingmenn fáum að sjá undir iljarnar á
honum þegar við byrjum að ræða þetta
mál,“ sagði Katrín.
Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata,
sagði það „mjög sorglegt að hæstvirtur
forsætisráðherra hlaupi úr þingsalnum“.
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar-
innar, var verulega ósáttur og spurði:
„Hafa verið gerðar ráðstafanir til að for-
sætisráðherra sé hér í salnum eða er hann
að éta köku enn eina ferðina?“ Sigmundur
Davíð svaraði fyrir fárið á Facebook-síðu
sinni 13. október síðastliðinn þar sem hann
sakaði stjórnarandstöðuna um að misnota
liðinn fundarstjórn forseta sem aldrei fyrr.
„Það virðist vera orðinn fastur liður að
byrja daginn á vænum skammti af bulli
undir þessum lið.“
Sagði hann það alltaf sama hópinn,
sem þrái athygli, sem hamist með þessum
hætti.
„Það er hins vegar kostulegt að nú skuli
þessir þingmenn vera farnir að krefjast
þess að ráðherrar taki þátt í að misnota
þingsköpin með því að ræða hin ýmsu
mál undir liðnum,“ skrifaði Sigmundur og
vitnaði í lag Bubba Morthens og Egó, Stórir
strákar fá raflost:
„Í þeim efnum hef ég séð að það borgar
sig að líta til þess sem segir í laginu: „Þú
verður að vera rólegur, þú æsir upp öll hin.“
Illugi Jökulsson hefur meðal annars
bent á að þetta sé óheppilegt líkinga-
mál því að í laginu sé það harðlyndur
geðlæknir sem mælir og reynir að bæla
niður sjálfstæðan vilja og hugsun sjúklinga
með því að neyða þá til að undirgangast
raflostsmeðferð.
Stóra kökumálið
Mikla athygli vakti þegar Sigmundur Davíð
lét sig hverfa úr þingsal í fyrirspurnartíma
þann 4. maí síðastliðinn án þess að svara
Svandísi Svavarsdóttur, þingkonu Vinstri
grænna, síðara svari sem hafði beint til
hans fyrirspurn. Svandís kvaddi sér hljóðs
undir næsta lið um fundarstjórn þar sem
hún gagnrýndi Sigmund harðlega og
spurði forseta Alþingis hvort forsætisráð-
herra hafi verið að fara á mikilvægan fund.
Frammíkall barst þá úr sal: „Súkkulaði-
kakan“ og hélt Svandís áfram:
„Hann var að fá sér köku, virðulegur
forseti. Ég verð bara að segja að mér
finnst þetta með algjörum ólíkindum.“
Fleiri stjórnarandstæðingar stigu í pontu
í kjölfarið og létu þung orð falla. Helgi
Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata,
sagðist alveg vera hættur að verða hissa á
„lítilsvirðingu hæstvirts forsætisráðherra
gagnvart þinginu en í þetta sinn varð ég
pínulítið hissa“.
Kökumálið vakti
ekki aðeins athygli hér
á landi heldur erlendis
líka en vefmiðillinn Nútíminn
afhjúpaði síðan hvers konar kaka var
á boðstólum í mötuneyti þingsins.
Nefnilega súkkulaðikaka með perum.
Sigmundur lýsti því síðar sjálfur í viðtali
við Eyjuna að málið væri skondið.
„En ég er nefnilega byrjaður í líkams-
rækt og hef ekki borðað köku vikum eða
mánuðum saman. Svo er ég frammi í
mötuneyti og það er gaukað að mér smá
kökusneið, sem ég held nú reyndar að hafi
verið skúffukaka en ekki perukaka.“
Kvaðst forsætisráðherra hafa freistast
til að borða hálfa kökusneið. „Þjálfarinn í
ræktinni átti nú ekki að komast að þessu
en þá er því útvarpað um allt land og gott
ef ekki Norðurlöndum líka.“
Umræðu frestað vegna fjarveru
Þann 12. nóvember 2014 neyddist Einar
K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, til að
fresta umræðu um skuldaleiðréttingu
ríkisstjórnarinnar. Sigmundur Davíð hafði
flutt munnlega skýrslu fyrir þinginu en
yfirgaf svo þingsalinn.
Stjórnarandstaðan var allt annað
en sátt enda varðaði málið eitt af stóru
kosningaloforðum Framsóknarflokksins.
Var forsætisráðherra harðlega gagnrýndur
í ræðustól í kjölfarið. Forseti Alþingis
frestaði umræðunni til morguns eða
þar til Sigmundur gæti verið viðstaddur
umræðuna.
Fram kom í útskýringu Einars að
forsætisráðherra hafi þurft að fara á
mikilvægan fund og hefði þess vegna ekki
getað verið viðstaddur alla umræðuna.