Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Síða 22
Helgarblað 16.–19. október 201522 Umræða Það á að kenna krökkum kvæði Þ að var í fréttum um daginn, og varð af nokkur umræða, að minni fólks færi hrakandi; það gæti ekki munað ótal símanúmer eins og það gerði til skamms tíma. Trúlega er það rétt að minni fólks hraki því meir sem það þarf að kunna færra utan að, en þessi þróun með símanúmerin er svosem ekki óvænt; menn muna það sem þeir þurfa að muna, en gleyma því sem verður að teljast óþarfur fróð- leikur, eins og talnarunur sem segja okkur ekkert meira en það. Þetta dæmi með símanúmerin segir okkur reynd- ar ýmislegt fleira, sem marga hafði þó jafnvel áður grunað, að minni starfar á öðrum brautum hjá fólki sem ekki þarf að hafa nauðsyn- legar upplýsingar tiltækar í höfðinu, eins og símanúmer. Tæknin, með farsím- um sem geyma þessi númer og allir hafa í vasanum, gerir þannig páfagaukalærdóm óþarfan og við það hverfur hann. Önnur tækni, sem hafði á sínum tíma miklu meiri áhrif í þessa átt, var auðvitað ritmál og lestrarkunnátta. Og þegar það er haft í huga skilst okkur margt miklu betur, eins og til dæmis hvers vegna minni manna var á ýmsum sviðum miklu traustara áður en bylting ritlistarinnar breytti heiminum, og í því ljósi má til dæmis skoða miðaldarit Íslendinga, þar sem sál okkar og saga er geymd. Satt og logið Það er kannski óþarfi að rifja það upp, en þar til fyrir svona hálfri til einni öld, þá trúðu því margir að hin- ar svonefndu Íslendingasögur væru „sannar frásagnir“; þ.e.a.s. að hvert orð og hvert atvik hefði gerst eins og þar er lýst; þetta álitu hinir svonefndu „sagnfestumenn“. Þar sem blasti við flestu því fólki sem hugsaði mál- in að slík kenning væri mjög greini- lega röng af ýmsum ástæðum, þá risu menn upp á móti og fullyrtu hið al- gerlega gagnstæða: að þessar sögur væru hreinræktaður skáldskapur frá rót- um. Þannig segir til dæmis ekki minni maður en Halldór Laxness í annars frábærum eftirmála við Helgafellsút- gáfu Grettissögu að trúlega hafi Grettir þessi aldrei verið til og jafnvel ekki nokkur maður með því nafni. Rök þessara manna um alger- an upspuna byggði meðal annars á því hvernig minni fólks starfar í þjóð- félagi ritaðra heimilda. Menn spurðu einfaldlega: hvað myndi nútímafólk vita, ef við hefðum ekki um það bæk- ur og skráðar heimildir, hvað gerðist og hver sagði hvað fyrir tveimur eða þremur öldum? En þarna er auðvit- að mikill munur á. Sem dæmi má taka að nú á dögum er engin þörf á að læra utan að heilu lagabálkana – það er nóg að kunna að fletta upp í þeim; þótt reyndar séu til minnis- góðir lögspekingar sem geta romsað miklu upp. En fyrir tíma ritmáls stóð hinsvegar og féll regla í samfélagi með því að einhver kynni lögin. Og stálminnugir menn voru látnir læra þau – eflaust voru valdir út til þess skýrir krakkar og byrjað að kenna þeim frá unga aldri. Þjóðveldislög- in íslensku voru löng og flókin; Grá- gás var skráð síðar og fæst í prentuð- um bókum, fyrir þá sem vilja glöggva sig á þessu. Og lögin voru þulin upp á hverju Alþingi; það er ekki víst að sami maðurinn hafi farið með þau öll. En þeir sem kunnu lögin og þuldu þau upp voru kallaðir „lögsögu- menn“ og voru ákaflega mikilvægir þjóðfélagsþegnar. Það sem þarf að muna Annað sem var mikilvægt að muna snerist um sjálft landnámið – hver hafði numið land, og hvar. Vitneskjan um slíkt var auðvitað á við veðbók á okkar tímum; eignarhald fólks og ætta á tilteknum landareignum byggðist á vitneskjunni um þetta. Og ekki er ástæða til að efa að þetta hafi skilvísir menn og konur verið látin leggja á minnið, frá kynslóð til kyn- slóðar, og að þau hafi þurft að muna þetta rétt. Enda eru fyrstu bækur sem skrifaðar eru á íslensku nákvæm- lega sá fróðleikur: Landnáma og Ís- lendingabók Ara fróða. Í anda þeirra hugmynda sem ég gat um áðan, að mestallt sem sagt væri um horfna tíð í íslenskum miðaldabókum; það sem sagt væri um menn og atburði sem uppi voru á tíundu öld og skrif- að var þrjú hundruð árum síðar, væri hreinn uppspuni og að engu hafandi, þá komu líka upp um það kenningar á liðinni öld að Landnáma væri hrein og klár lygi, jafnvel einhver pólitísk eftiráskýring voldugra ætta á seinni tímum til að réttlæta yfirráð þeirra yfir dölum og fjörðum. Ein slík tilgáta var hin svonefnda „náttúrunafna- kenning“ og gekk út á að nafngreind- ir landnámsmenn hefðu aldrei verið til, og öll þau örnefni í landinu sem vísuðu til þeirra mætti skýra með ein- hverjum náttúrufyrirbrigðum á við- komandi stað. En hvað með Vínland? Fyrir þá sem enn halda að frásagnir af landnámi og landafundum á vík- ingaöld séu meira eða minna tilbún- ingur seinni tíma fólks, er rétt að rifja upp sögurnar um Vínland í vestri. Það var mjög útbreidd skoðun að þær sögur væru í besta falli óljós orðróm- ur eða jafnvel hrein ágiskun: það er alltaf eitthvað land enn vestar. Og það þótti í það minnsta hálfhlægilegt að trúa eins og nýju neti bókum sem voru skrifaðar meira en tveimur öld- um síðar um hinar hugsanlegu ævin- týraferðir Leifs heppna og þess fólks. En svo sönnuðu fornleifarnar í L'anse aux meadows á Nýfundna- landi að víkingarnir voru þar, og rannsóknir t.d. Páls Bergþórssonar sýna líka að það sem er skráð í bæk- ur eins og Grænlendingasögu og Ei- ríkssögu rauða um siglingar og lands- hætti þar vestra er meira og minna hárrétt. Og þessvegna er nær engin ástæða til að rengja í stórum dráttum frásagnir skyldra bóka um landnám og landnámsmenn Íslands. Það hætti að vera í tísku að muna eitthvað Það þarf ekki lengur að muna svona lagað, geyma það í huga hinna stálminnugu, og nú síðast þurfum við ekki einu sinni að muna síma- númer, svo að ekki er nema von að hæfileika fólks til að geyma í hug sér hafi hrakað. Og það þarf að sporna við því. Þegar ég var í barnaskóla tíðkaðist enn að láta okkur krakk- ana læra hitt og þetta utanað; með- al annars margföldunartöfluna, sem Benedikt Gröndal kallar, í ævisögu sinni, Dægradvöl, skítaþulu. En hitt Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja „… þá var talið miklu mikilvægara að kenna fólki skilning frekar en að láta það romsa upp þulum sem það kannski botnaði ekkert í. En þetta held ég að hafi verið regin misskilningur. Halldór Laxness „Segir í annars frábærum eftirmála við Helgafellsútgáfu Grettissögu að trúlega hafi Grettir þessi aldrei verið til og jafnvel ekki nokkur maður með því nafni.“ Mynd LjóSMyndaSafn REyKjaVíKuR Matthías jochumsson „Þá lærði maður langa bálka eins og Grettisljóð Matthíasar.“ Egill býr sig undir hólmöngu við Berg-Önund Málverk eftir Johannes Flintoe. Sími 568-5556 www.skeifan.is Eysteinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000 eysteinn@skeifan.is / skeifan.is Magnús Hilmarsson Sölumaður / Sími: 896-6003 magnus@skeifan.is / skeifan.is Sigurður Hjaltested Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400 sigurdur@skeifan.is / skeifan.is Föst söluÞÓKNuN 1% með vsk.Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá Eysteinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000 eystei n@skeifan.is / skeifan.is Magnús Hilmarsson Sölu aður / Sími: 896-6003 magnus@skeifan.is / skeifan.is Sigurður Hjaltested Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400 sigurdur@skeifan.is / skeifan.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.