Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Page 33
Helgarblað 16.–19. október 2015 Fólk Viðtal 25
É
g drap þau. Ég drap þau öll!“
hvíslar Dr. Gunni laumu-
lega í upptökutækið þegar
ég stend upp og sæki kaffið
okkar. Hann situr í horninu á
ónefndu kaffihúsi í Kringlunni þar
sem við erum nýbyrjaðir að ræða
ævi doktorsins. „Ég skildi eftir smá
brandara handa þér,“ segir hann
þegar ég kem aftur.
Gunnar Lárus Hjálmarsson er
fæddur 7. október 1965 og alinn
upp í Kópavogi, yngsti sonur
Hjálmars A. Stefánssonar og Önnu
Víglundsdóttur. „Pabbi er húsa-
smíðameistari og vann lengi á tré-
smíðaverkstæði að smíða hurð-
ir. Hann stofnaði svo sitt eigið
fyrirtæki, Tempó innrömmun, árið
1978. Mamma var heimavinnandi
húsmóðir þangað til hún fór að
vinna sem gangavörður í Digranes-
skóla.“
Eru þau mikið tónlistaráhuga-
fólk? „Nei, þau hafa engan áhuga á
músík, eða að minnsta kosti mjög
lítinn. Það var enginn þrýstingur
frá þeim og ég fékk ekki tónlistar-
legt uppeldi. Þannig að tónlistar-
áhuginn er mjög mikið sjálfsprott-
inn. Mér finnst það gott, það væri
dálítið hallærislegt ef þau hefðu
verið einhverjir poppáhugamenn.
En það hafði mikil áhrif þegar það
kom Grundig-plötuspilari inn á
heimilið. Það hefur greinilega verið
1976 því það voru keyptar vinsæl-
ustu plöturnar það ár; vísnaplatan
Einu sinni var og Horft í roðann,
sólóplata með Jakobi Frímanni.“
Var það þá sem ástríðan fyr-
ir tónlist kviknaði? „Það má eigin-
lega segja að það hafi verið þegar
ég uppgötvaði Bítlana. Þá er ég
10 eða 11 ára. Það voru tvær safn-
plötur á heimilinu, rauða og bláa.
Þetta kveikti á mér. Á sama tíma
kom kassagítar inn á heimilið af
því mamma ætlaði að læra að spila
og þegar ég var búinn að læra ein-
hver þrjú grip fór ég strax að semja.
Þetta var frekar einfalt fyrir mig.
Ég man eiginlega ekkert hvað ég
var að pæla fyrir þennan tíma, ætli
ég hafi ekki ætlað að verða veður-
fræðingur. Ég var mikið úti í garði
að mæla hvað hefði rignt mikið og
svona. Ég hef alltaf verið að skrá-
setja, það hefur alltaf verið svolítið
í mér. Hún er reyndar aðeins farin
að minnka, þessi skrásetning. Ég
er til dæmis alveg hættur að skrifa
niður alla tónleika sem ég spila á,“
segir Gunni.
Pönkið breytti öllu
„Ég fór í gítarskóla Ólafs Gauks
og lærði að spila Litlu andarung-
ana, en það var kannski ekki alveg
það sem pönkarinn vildi gera. Svo
„feikaði“ ég mig eiginlega í gegn-
um tvö stig í klassískum gítarleik í
Tónlistarskóla Kópavogs. Ég spil-
aði allt með tveimur puttum en átti
að spila með öllum. Ég var alltaf
drullustressaður í prófunum, að
það kæmist upp um mig, svo ég
hætti því á endanum.“
Hvenær kynntist þú pönkinu?
„Ég man að mér fannst pönkið öm-
urlegt fyrst af því að í íslenskum
blöðum var lögð svo mikil áhersla
á að einhverjir menn með grænt
hár væru að hrækja og æla. Öll
áherslan var á sjokkið. En mað-
ur gat aldrei heyrt þessa tónlist því
hún var aldrei spiluð. En þegar The
Stranglers komu til Íslands 1978 þá
var lagið 5 minutes spilað í sjón-
varpinu. Þá heyrðu margir pönk
í fyrsta skipti, til dæmis ég og Sig-
urjón Kjartansson. Svo var eigin-
lega full ferming í pönki þegar ég
sá Fræbbblana spila í Kópavogsbíói
1979. Þá breyttist lífið. Maður sá að
þetta var ekkert mikið mál og jafn-
vel eitthvað sem maður gæti gert
sjálfur.“
Frumraun fyrstu hljómsveitar-
innar, Dordingla, á sviði var á goð-
sagnakenndum tónleikum pásk-
ana 1980. „Bubbi var að koma fram
í fyrsta skipti, eða að minnsta kosti
í fyrsta sinn sem einhver tók eftir
honum. Hann hafði auðvitað spilað
á kassagítar hjá Vísnavinafélaginu
eða eitthvað. En þarna var hann
með Utangarðsmönnum. Fræbbbl-
arnir voru þarna líka. Tónleikarn-
ir voru mjög merkilegir, því þarna
var þetta „Rokk í Reykjavík“-dót að
byrja. Bubbi var algjör „nobody“
fyrir þessa tónleika, en eftir á var
skrifað mikið um hann. Svo varð
þessi sprengja sem tók bara nokkra
mánuði að verða til. Ég man að ég
rétti Bubba kókflösku upp á sviðið
til að drepa í sígarettunni. Þess-
ir menn litu náttúrlega fáránlega
ógnvænlega út fyrir fjórtán ára
strák. Þeir voru kannski 23 eða 24
ára – allir í leðurjökkum og með
speglasólgleraugu. Fræbbblarnir
voru hins vegar miklu alþýðlegri og
tóku utan um mann og leiðbeindu
manni, þeir voru hálfgerðir skáta-
foringjar í pönkinu.“
Svarthvít eyðimerkurganga
Eftir Dordingla kom hljómsveitin
f-8 og svo Geðfró þar sem Sigga
Beinteinsdóttir söng – en hún hafði
svarað einfaldri auglýsingu í smá-
auglýsingakálfi DV: „Rödd óskast,
sími 4 12 17.“
„Við spiluðum meðal annars í
Félagsstofnun stúdenta sem var
vinsæll staður á þessum tíma. Þá
var Friðrik Þór að leita að bönd-
um fyrir Rokk í Reykjavík og hann
talaði við okkur og vildi fá okkur í
myndina. Einmitt þá var ég kom-
inn með einhvern leiða á þessu
og ætlaði að hætta með bandið og
gaf bara skít í það – og missti þar
af tækifærinu til að vera í Rokk í
Reykjavík,“ segir Gunni.
Gunni segir að eftir að búið var
að sýna Rokk í Reykjavík hafi pönk-
senan sprungið og lítið spennandi
gerst í jaðarrokktónlist næstu árin.
En úr rústum pönksenunnar stofn-
aði Gunni Svart/hvítan draum,
hljómsveitina sem hann segir þá
bestu sem hann var í.
„Þarna var maður ferskastur.
Við þurftum þó að halda þessari
hljómsveit mjög lengi úti áður en
eitthvað fór að gerast. Það er al-
gjör klikkun að hafa ekki bara hætt
strax og farið að gera eitthvað ann-
að, farið í veðurfræðina eða eitt-
hvað. Við vorum að spila fyrir tíu til
sextíu manns eða eitthvað í nokk-
ur ár. Það var algjör dauði eftir að
búið var að sýna Rokk í Reykjavík,
allur vindur úr þessari skemmti-
legu bylgju. Bestu böndin hættu og
þá hófst mikil eyðimerkurganga.
Mjög fá bönd voru að gera eitthvað
skemmtilegt að manni fannst. Bara
Kukl, Oxsmá og Vonbrigði kannski.
Svo var Rás 2 stofnuð og þá hélt
maður að eitthvað merkilegt myndi
gerast, en þar var bara spiluð algjör
froða svo maður hlustaði aldrei á
það. Í kringum 1986 eða 87, þegar
Sykurmolarnir slógu í gegn, fór
þetta að skána. Þá kemur aftur smá
„Rokk í Reykjavík“-fílingur. Þá var
ég kominn í Bless, svo voru þarna
HAM, Risaeðlan, Sogblettir, Langi
Seli og Skuggarnir, Bleiku bastarnir
og fleiri bönd.
Nýbylgjurokkarinn í bankanum
Þú hefur sagt frá því að Sigurjón
Kjartansson hafi litið rosalega upp
til þín þegar hann hitti þig fyrst,
varstu orðinn svona áberandi
fígúra í íslensku tónlistarlífi á þess-
um tíma?
„Jahh ... Árni Matt á Mogganum
var alltaf að skrifa um Svart/hvít-
an draum. Við fengum fáránlega
mikla athygli frá honum. Sigurjón
var bara einhver lúði frá Ísafirði
og hefur kannski bara lesið þetta í
Mogganum og haldið að við værum
eitthvað merkilegir. En ég var líka
byrjaður að gefa út safnkassettur
með alls konar hljómsveitum und-
ir fyrirtækjanafninu Erðanúmúsík,
svo Sigurjón hélt að ég væri mógull.
Við handsöluðum meira að segja
útgáfusamning í Kópavogsstrætó.
Ég ætlaði að gefa út litla plötu með
HAM en svo sviku þeir það náttúr-
lega þegar þeir fengu betri samning
hjá Smekkleysu,“ segir Gunni.
„Það þótti líka alltaf dálítið eft-
irtektarvert að ég væri að vinna
í banka og væri að spila. Það var
ekkert nám sem mig langaði í eft-
ir menntaskóla, og ég trúði ekki á
að nám myndi gera eitthvað fyrir
mann. Svo ég byrjaði að vinna sem
gjaldkeri í Landsbankanum í Aust-
urstræti beint eftir stúdentinn. Það
þótti alltaf mjög fríkað að ég væri að
vinna í banka og þótti svo ólíkt tón-
listinni sem ég var að spila. En það
var bara þægileg innivinna þar sem
ég gat verið að skrifa texta þegar
lítið var að gera. Ég var í þessu í
mörg ár en fékk alltaf frí þegar
ég þurfti að gera eitthvað, fara til
útlanda eða spila,“ segir Gunni.
„Ég fíla svona rútínu. Ég tók
kannski smá sukk þegar ég var
í Unun, fótbrotnaði undan ein-
hverjum klæðskiptingi í Bjark-
arpartíi og þurfti að spila með gifs
á Wembley, missti af rútunni og
kom of seint á tónlistarhátíðina
Uxa. Ég tók bara þann pakka á einu
ári. Mér finnst alveg fínt að brengla
mig aðeins stöku sinnum en ég hef
aldrei haft neina sérstaka löngun
til að brengla mig upp úr þurru um
miðjan dag. Ég fíla mig miklu bet-
ur í rútínunni. Þegar ég er í miklu
stuði vakna ég klukkan fjögur eða
fimm á nóttunni og byrja að vinna
þá – eða kannski frekar hanga í
tölvunni.“
Vonbrigði að meika það ekki
Undir lok níunda áratugarins fór
Gunni að spila einn síns liðs með
trommuheila, en það samstarf átti
eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar.
„Ég var farinn að spila með þennan
trommuheila strax 1988 í einhverju
gati milli Svart/hvíts draums og
hljómsveitarinnar Bless. Trommu-
heilinn hét Dr. Rhythm. Hljóm-
sveitin okkar trommuheilans hét
Dr. Gunni, eins og Simon og Gar-
funkel. En það fattaði það nátt-
úrlega enginn og allir héldu að
ég væri að slá mig til doktors. En
nafnið festist strax.“
Árið 1993 stofnaði Dr. Gunni
hljómsveitina Unun með Þóri
Eldon úr Sykurmolunum og þeir
fengu síðar Heiðu Eiríksdóttur til
að syngja. Þetta var fyrsta hljóm-
sveit hans sem naut raunveru-
legrar hylli utan jaðarrokksen-
unnar „Við gerðum fyrst lag með
Rúnna Júl og platan æ kom út fyrir
jólin 1994. Svo gerðum við tvö lög
með Páli Óskari 1995. Þá vorum
við orðin poppstjörnur á Íslandi.
Það var náttúrlega dálítið áhuga-
vert, komandi úr þessari átt sem ég
kem.“
En þið voruð alltaf að stefna á
að slá í gegn í útlöndum, voru það
vonbrigði að „meika“ það ekki? „Jú,
maður hélt að Þór [Eldon] hefði
svo gríðarleg sambönd í útlöndum.
Við fórum til Frakklands og spiluð-
um en það var hálfglatað. Þannig
að Þór hringdi í barnsmóður sína,
Björk, sem var á tónleikaferð og
hún tróð okkur inn á nokkrum
stöðum. Þá spilaði Unun á risatón-
leikum í París. Árin 1998, 1999 var
maður alveg ennþá smá að reyna
að meika það. Það var alltaf verið
að segja við okkur: „Nú er þetta að
fara að gerast!“ Þannig að við vor-
um alltaf að passa okkur: „Við meg-
um ekki fara í blöðin fyrr en þetta
er orðið alveg 100%!“ En jú, jú, það
voru auðvitað vonbrigði að meika
það ekki en maður var samt búinn
að meika það á Íslandi.“
Nafnið Dr. Gunni var á allra vör-
um eftir að hann gaf út hina
Fimmtugur „Hvað finnst mér um að eldast? Mer finnst svo sem ekkert um það. Mér getur ekki fundist neitt um það. Þetta er bara eitthvað sem gerist. Maður getur alveg eins spurt;
„hvernig finnst þér að anda lofti? Jú, jú, það er bara fínt.““ MyNd Sigtryggur Ari
Kristján guðjónsson
kristjan@dv.is
„Ég man
eiginlega
ekkert hvað ég var
að pæla áður en
ég byrjaði að
hugsa um tónlist,
ætli ég hafi ekki
ætlað að verða
veðurfræðingur.
Sprell Doktorinn bregður á leik fyrir utan heimili sitt í Kópavogi. MyNd Sigtryggur Ari
Sigga og hægri höndin á gunna Sigga
Beinteins og Gunni léku saman í Geðfró
en leiðir þeirra liggja aftur saman á nýju
plötunni en þar syngur hún lagið Rokk!