Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Page 36
Helgarblað 16.–19. október 201528 Fólk Viðtal V iðtalið má standa í 35 mínútur. Eins gott að halda vel á spöðunum. Við byrjum á innanbúðar- pólitíkinni. Samfylkingin glímir við forystukreppu, eins og raunar flestir stjórnmálaflokkar. Hefur hann hugsað þér að sækj- ast eftir sæti í forystusveitinni? Mér verður hugsað til þess að Dag- ur hefur áður gegnt starfi varafor- manns flokksins. Auðvitað er ég að velta fyrir mér hvort hann ætli í for- manninn. Byrjum mjúklega. „Ég lít þannig á að með því að vera borg- arstjóri í Reykjavík þá sé ég vissu- lega í forystusveit jafnaðarmanna á Íslandi. Ég er búinn að gera það upp við mig og gerði það raunar á síðasta kjörtímabili, að sækjast ekki eftir þingmennsku. Ég ætla að ein- beita mér að borginni. Sú ákvörðun stendur.“ Kitlar það þig að verða formaður Samfylkingarinnar? „Nei. Það gerir það ekki.“ Áttu erindi sem formaður? Gætirðu hjálpað Samfylkingunni í núverandi stöðu? „Það er auðvitað ekkert mitt að svara því og það sem meira er að ég gef ekki kost á að svara því. Mér finnst bara ekki fara saman að vera borgarstjóri í Reykjavík og fara fyrir fjögurra flokka samstarfi og gegna formennsku í stjórnmálaflokki á landsvísu.“ Árni Páll eða einhver annar? Djöf... ertu sannur í þessu. Dag- ur hlær. „Ég gæti ekki svarað þessu svona ákveðið nema að ég gerði þetta upp við mig. Ég var varaformaður og í náinni snertingu við landsmálin. Auðvitað eru þar fjölmörg mál en að sama skapi tengjast mjög mörg þeirra borginni og þróun hennar. Við verðum að geta boðið upp á at- vinnulíf sem stenst samanburð við aðrar borgir, menningu sem er fjöl- breytt og góða leik- og grunnskóla. Veruleiki okkar í dag er sá að við erum í samkeppni við aðrar borgir í Evrópu um fólkið okkar, þess vegna ætti öll byggðastefna að miðast við þann veruleika að auka lífsgæði hér.“ Dagur þylur upp nokkur atriði, vöxt atvinnustarfsemi og samkeppni borgarlanda um ungar fjölskyld- ur. Hann bendir réttilega á að Ís- land hefur ekki úr öðru borgarlandi að spila en Reykjavík. Hann leggur áherslu á að aðrar borgir keppi við Reykjavík um ungu fjölskyldurnar og þar skipti lífsgæðin mestu máli. Árni Páll, formaður Samfylkingar- innar, er helsærður pólitískt séð, eftir að hann vann formannskosningu á móti Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur þingmanni með einu atkvæði. Hvort kaust þú? „Ég blandaði mér ekki í þetta á sínum tíma og ætla ekki að gera það nú með því að gefa það upp.“ Kannski áttir þú þetta eina atkvæði? „Kannski.“ Dagur skellihlær. Sú forystukreppa sem nú er í Sam- fylkingunni … sérðu fram á að Árni Páll geti …? Dagur tekur orðið. „Samfylkingin er allavega í fylgiskreppu sem hún þarf að vinna sig út úr. Ég er til í að taka þátt í því, eins og ég get, að ræða það. Ég hef enga patentlausn á þeirri kreppu, satt best að segja. Auðvitað snýst þetta að einhverju leyti um persónur og leikendur. Af því að Samfylkingin minnkaði mik- ið í síðustu kosningum er kannski lítið af nýju fólki á þingi en það er hins vegar mikið af góðu fólki á þingi fyrir Samfylkinguna og Árni Páll hef- ur sýnt það áður að hann getur risið upp aftur, eftir að hafa farið úr fram- línunni og komið aftur inn. Hann gæti gert það aftur og það gætu orðið einhverjar aðrar breytingar. Mér finnst það ekki mitt að segja fyrir um það, miklu frekar flokksmanna. Ég vona að í þeirri deiglu sem nauðsyn- leg er að þá verði fólk opið fyrir nýju fólki og nýjum röddum.“ Píratar staðið sig vel Áttu von á að Árni Páll verði formaður lengi? Dagur hikar aðeins. „Alveg eins. Það fer svolítið eftir því hvernig honum tekst til við þetta verkefni.“ Það er ekki hægt að ræða við stjórnmála- mann í dag öðruvísi en að talið ber- ist að Pírötum. Stórsigurvegurum allra skoðanakannana sem gerðar hafa verið síðustu mánuði. Kann Dagur skýringu á því? Hann telur að þakka megi það að hluta til fersk- um blæ sem nýja stjórnmálaaflið hefur komið með. Jafnframt bend- ir hann á að Halldór Auðar og Þór- gnýr ásamt þeirra fólki hafi hrakið þær athugasemdir að Píratar væru ekki stjórntækir. „Þau hafa unnið með okkur í samstiga og þéttum meirihluta og gert þar góða hluti.“ Er smá pírati í þér? „Já. Örugglega. Þegar ég byrjaði í stjórnmálum var ég utan flokka. Ég valdi svo Samfylkinguna, af því að mér fannst mest pólitíska deiglan þar. Á þeim tíma var einmitt mik- ið verið að ræða lýðræðismál og jafnréttismál og nýja tækni í stjórn- málum, svo ég nefni eitthvað. Af einhverjum ástæðum tengir fólk þetta ekki við Samfylkinguna.“ Dag- ur stoppar og hugsar. Réttir svo út hendina í áttina að mér og heldur áfram. „Ég held að maður sé ekki eitthvað eitt. Ég held maður sé ekki einhver stjórnmálaflokkur. Maður er manneskja með tiltekin gildi og hug- sjónir og svo reynir maður að máta sig inn í flokkakerfið eins og það er á hverjum tíma. Ég er jafnaðarmaður og hef gert það upp við mig.“ Hann viðurkennir að þó svo að rótgrónir jafnaðarmannaflokkar hafi átt undir högg að sækja, jafnvel þar sem þeir eru rótgrónir og með langa sögu, þá hafa slíkir flokkar verið að vinna góða sigra í sveitarstjórnarkosningum, og ekki síst í borgum. Hann nefnir máli sínu til stuðnings að bæði danskir og Það eru kjötbollur í matinn í Ráðhúsinu. Dagur B. Eggertsson fær sér fjórar með rabarbarasultu og steiktum kartöflum. Hann er að flýta sér. Nánast hleypur yfir matsalinn og sest við hlið aðstoðarmanns síns, sem er með fimm kjötbollur; reyndar ekki stórar. Dagur býður upp á matinn. Ég vil borga sjálfur, en kokkurinn á kassanum er í liði með Degi. „Hér eru peningar einskis virði.“ Dagur stekkur til: „Ég borga.“ Þetta á að vera hörku pólitískt viðtal og Dagur vinnur fyrstu lotu. Búinn að bjóða fréttamanni í ókeypis hádegisverð. 1–0 Dagur. Útilokar þingmennsku Eggert Skúlason eggert@dv.is „Ég hef lagt áherslu á fag- mennsku en þarna fannst mér ég klikka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.