Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Qupperneq 37
Helgarblað 16.–19. október 2015 Fólk Viðtal 29
Útilokar þingmennsku
norskir jafnaðarmenn hafi unnið
góða sigra í mörgum af helstu borg-
um þessara landa.
Áttu þér ekki þann draum að verða
forsætisráðherra?
„Nei.“
Ég áminni hann að svara ekki svona
hratt þegar spurningarnar eru af
þessari stærðargráðu. Við hlæjum
báðir.
Ég klikkaði
Við skiptum um umræðuefni. För-
um í allt aðra hluti. Ísraelsmál-
ið. Viðskiptabannið. Mín upplifun
var þegar borgarstjórn samþykkti
kveðjutillögu Bjarkar Vilhelms-
dóttur um viðskiptabann á Ísrael þá
hefðuð þið gert hægri hluta þjóðar-
innar hreinlega reiðan. Svo með því
að draga bannið til baka þá virtist
manni að þú hefðir gert hina ósátta
og þar með þitt bakland. Mín spurn-
ing er:
Fórstu á taugum í þessu máli?
„Nei. Ég fór ekki á taugum. Sam-
þykkt borgarstjórnar fól mér að út-
færa þetta mál á tilteknum grunni.
Þegar mér hafði gefist tóm til að fara
yfir það og heyra viðbrögðin, upp-
lifði ég það býsna skýrt að við gátum
ekki svarað ákveðnum lykilgrund-
vallarspurningum innlendra og er-
lendra fjölmiðla varðandi málið. Við
vorum ekki búin með útfærsluna.
Þá varð mér einfaldlega ljóst að við
gætum ekki haldið áfram með mál-
ið á þessum grunni. Það voru mis-
tök. Þess vegna lagði ég til að þetta
yrði dregið til baka. Ég gerði mér
alveg ljóst að nákvæmlega eins og
einhverjir voru óánægðir með fyrri
samþykktina myndu einhverjir setja
spurningarmerki við þetta. Þetta
var bara raunsætt mat byggt á þeirri
stöðu sem uppi var.“
Hvað þrýsti gyðingdómurinn fast á
þig? Við þekkjum viðbrögðin vegna
Hörpureitsins. Fékkstu fleiri slík við-
brögð? Hótanir?
„Nei. Áhyggjur hef ég kallað þetta,
bæði í tengslum við hótelmálið og
frá ferðaþjónustufyrirtækjum. En
varðandi hótelmálið þá fylgdi í engu
staðfesting á afstöðu bandarísku
fjárfestanna sem eru gyðingar. Síð-
ar kom á daginn að þeir voru mjög
ósáttir við að vera blandað inn í mál-
ið. Það kom mér reyndar ekki á óvart.
Það mál er úr sögunni.“
Eru þið búnir að hittast og kyssast og
...?
„Nei, við erum reyndar ekki bún-
ir að vera í sambandi en það kem-
ur nú að því. Ég vonast til þess að
sú framkvæmd fari af stað í byrj-
un næsta árs. Það er tímaplanið og
mjög spennandi fyrir Reykjavík og þá
stefnu borgarinnar að fá hingað bet-
ur borgandi ferðamenn.“
Var Björk sár þegar þú dróst þetta til
baka?
„Hún sýndi því skilning sem ég
met við hana. Hún áttaði sig á því
að það var óheppilegt að við vorum
ekki búin að móta einhvers konar út-
færslu.“ Dagur metur það sem svo að
þetta mál hafi skaðað meirihlutann
og jafnvel hann sem borgarstjóra.
„Ég hef alltaf lagt svo mikið upp úr
því að undirbúa mál vel. Ég hef lagt
áherslu á fagmennsku en þarna
fannst mér ég klikka í þessu og þess
vegna finnst mér eðlilegt að það geti
haft áhrif á mig.“
Ekki meiri skattpíning
Við erum komin að fjárhagsvanda
borgarinnar – það stóra mál og þær
miklu áhyggjur sem rétt er að hafa
af því. Spurningin til borgarstjóra er
einföld.
Hvað stöndum við illa?
„Tekjur hafa hækkað hægar en
gjöldin. Það er fyrst og fremst vegna
þess að sveitarfélögin hafa verið að
gera kostnaðarsama kjarasamninga
án þess að útsvarið hafi fylgt eftir.
Gamla þumaputtareglan var sú að ef
sveitarfélög gerðu samninga á pari við
almenna markaðinn þá komu skatt-
tekjurnar upp til móts við auknu út-
gjöldin. Það er ekki að gerast, hvorki
hjá okkur né hjá nágrannasveitar-
félögunum. Við erum búin að bera
saman bækur okkar þar. Við stönd-
um frammi fyrir sama vandamáli og
Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær,
Seltjarnarnes og Mosfellsbær.“ Dagur
segir gatið vera rúmir tveir milljarðar
króna á næsta ári og það láti nærri að
vera þrjú til fjögur prósent af grunn-
rekstri borgarinnar. „Við getum mætt
þessu með tekjum eða hagræðingu.“
Þú getur ekkert skattpínt okkur
meira! „Nei. Línan í þessu er að auka
ekki álögur á fjölskyldur í borginni.
Við erum að ná þessari hagræðingu
á tveimur til þremur árum ef okkar
markmið ganga eftir. Við ætlum að
nýta einskiptistekjur sem geta kom-
ið í gegnum sölu á lóðum og eignum.
Þetta er tekjustofn sem við getum
ekki treyst á til langframa en getur
verið skynsamlegt að nýta við þess-
ar aðstæður til að planið gangi upp.
Þetta er mjög svipuð aðferðafræði og
við lögðum upp í Orkuveituplaninu
árið 2011. Þar settum við upp fimm
ára áætlun þar sem við tókumst á við
mjög stóran vanda. Hluti af því ferli
var eignasala, við rifuðum seglin í
fjárfestingum og drógum saman í al-
menna rekstrinum. Það tekur hins
vegar tíma fyrir þessar aðgerðir að
koma til framkvæmda. Við þurfum
að velta við öllum steinum.“
Hefurðu reiknað út hvað þú þyrftir
að segja upp mörgum starfsmönnum
ef þú ætlaðir að loka gatinu einungis
með uppsögnum?
„Nei. Ég hef ekki gert það. Ég sé frekar
fyrir mér að starfsmannaveltan skili
þeim samdrætti í stöðugildum sem
við viljum ná og höfum þegar grip-
ið til aðgerða á því sviði. Við höfum
sett upp eftirlit með nýráðningum
en ég get fullyrt að uppsagnir verða
undantekning.“
Ef ég hitti þig hér eftir ár, hvað verður
þú þá búinn að minnka gatið mikið?
„Ég get svarað því eftir um það
bil mánuð. Við leggjum fram áætl-
unina 3. nóvember og erum að vinna
þetta plan og hversu hratt við vinn-
um þetta niður. Ég get þó sagt strax
að við munum skila hverju ári á núlli.
En við náum ekki að loka gatinu með
hagræðingu einni saman á næsta
ári heldur bætum það upp með
eignasölu og slíkum hlutum fyrir
árið 2016.“
Stjórnarandstaðan – sex
einstaklingar ekki tveir flokkar
Stjórnarandstaða – snúum okkur að
henni.
Hvaða einkunn gefur þú henni? „Er
það mitt?“ Í þessu viðtali – já. „Minni-
hlutinn í borgarstjórn eru sex einstak-
lingar úr tveimur flokkum. Þau eru
samt meira eins og sex einstaklingar
en tveir flokkar. Þar eru mjög ólíkar
raddir og þau eru ófeimin við að láta
þær heyrast. Kannski er það allt í lagi,
en á móti vantar kannski skriðþung-
ann í stjórnarandstöðuna. Auðvitað
hlustum við eftir gagnrýni og það er
hluti af því að stjórna borg að taka til-
lit til gagnrýni, en stjórnarandstaðan
er alls ekki alltaf sammála.“
Þannig að þetta er kannski frekar
þægileg stjórnarandstaða?
„Ég veit það ekki.“ Gefðu henni
einkunn á bilinu 1 til 10. „Ég get það
ekki, þá þarf ég að gefa sex einkunnir
og ég ætla að stilla mig um það.“
Bergþóruson – hvað er það?
Ein persónuleg spurning. Þið bræð-
ur, þú og Gauti, þið eruð báðir Berg-
þórusynir og einkennið ykkur gjarn-
an með B.
Hvernig kom þetta til?
„Þetta er reyndar sniðug saga. Hetju-
saga. Ég er fæddur í synd. Mamma og
pabbi voru ekki gift þegar þau áttu
mig. Þau voru í námi í Ósló, sem var
geysilega kristið samfélag á sjöunda
áratugnum. Þegar foreldrar mínir
mættu á fæðingardeildina þá var ekki
við það komandi að pabbi fengi að
vera viðstaddur því þau voru ekki gift.
Mamma hysjaði upp um sig buxurn-
ar og fór á annað sjúkrahús. Þar fékk
pabbi að vera viðstaddur. En það tók
ekki betra við þegar átti að útskrifa
okkur. Þá átti ég að fá nafnið Dreng-
ur Jónsdóttir, sem hennar ættarnafn.
Mömmu er nú ekki fisjað saman og
hún neitaði að fara út fyrr en þeir
samþykktu þessa millilendingu að
ég væri orðinn Bergþóruson og það
hef ég bara verið síðan og svo bætt-
ist Eggertsson við. Þegar Gauti bróðir
fæðist og Vala systir þá taka þau bæði
þetta upp líka og svo hafa systkina-
börnin einnig tekið þetta upp.“
Þannig að þetta var ekki einhver
snemmborin feminísk yfirlýsing?
„Jú, örugglega hefur líka verið í
þessu feminískur strengur og það
skondna er að þessu var ekki breytt
eftir að við komum heim, jafnvel þó
að það hafi verið bannað með lögum
um tíma að kenna sig bæði við föður
og móður. Þannig að ég er sem sagt
í þessu viðtali að viðurkenna að hafa
brotið lög. En á hinn bóginn er ég of-
urlítið hissa á að þetta skuli hreinlega
ekki vera almenna reglan því það
væri í fallegu samræmi við íslenska
nafnahefð.“
Tíminn búinn og við kveðjum
hlæjandi lögbrjótinn Dag Bergþóru-
son Eggertsson borgarstjóra. Hann
er rokinn. n
Ekki þing-
maður Dagur er
búinn að gera upp
við sig að hann
sækist ekki eftir
þingmennsku.
Það kitlar hann
ekki að verða
formaður Sam-
fylkingarinnar.
Mynd Sigtryggur Ari
Á þönum Það er
stíf dagskrá hjá
borgarstjóra. DV
fékk 35 mínútur.
Við reyndum að
nýta þær í botn.
Mynd Sigtryggur Ari
„Samfylkingin
er allavega í
fylgiskreppu sem hún
þarf að vinna sig út úr.
UPPÞVOTTAVÉLAR
RYKSUGUR
ELDAVÉLAR
KÆLISKÁPAR
HÁÞRÝSTIDÆLUR
KOMDU OG SKOÐAÐU
ASKONILFISK
HELLUBORÐ
OFNAR
HÁFAR
FRYSTISKÁPAR
30-60%
AFSLÁTTUR
LAGERSALA