Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Síða 43
Helgarblað 16.–19. október 2015 Skrýtið 35
mánudaginn 19. október, kl. 18
Listmuna-
uppboð
í Gallerí Fold
Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna
svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna.
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is
Hægt er að skoða
uppboðsskrána á myndlist.is
Forsýning á verkunum alla helgina
föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17,
sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17
Jóhannes S. KjarvalGunnlaugur Blöndal
Þórarinn B.
Þorláksson
Ásgrímur Jónsson
T
æpum áttatíu kílómetr
um fyrir utan höfuðborg
Bandaríkjanna, Wash
ington, stendur húsaþyrp
ing sem í fljótu bragði læt
ur ekki mikið yfir sér. Þyrpingin er
í Virginíuríki, nánar tiltekið í Blue
Ridgefjöllum, og er óhætt að segja
að staðurinn sé ekki fyrir hvern sem
er. Í neyðartilfellum, ef stríð brýst
út eða heimsendir er yfirvofandi,
verða helstu fyrirmenni Bandaríkj
anna flutt þangað.
Neyðarmiðstöð fyrir Bandaríkin
Mount Weather er nafnið á staðn
um en nafnið er dregið af veð
urathugunarstöð sem var reist á
staðnum seint á 19. öld. Á tím
um síðari heimsstyrjaldarinnar
gegndi staðurinn ákveðnu hlut
verki; þar var þjónustumiðstöð og
tilraunastofa fyrir bandaríska her
inn. Á þeim tíma voru bara tvær
byggingar þar en í dag standa mun
fleiri byggingar á lóðinni sem í
heild telur 176 hektara. Árið 1993
var ráðist í uppbyggingu á svæð
inu og þjónar svæðið nú þeim til
gangi að vera eins konar neyðar
miðstöð fyrir öll Bandaríkin. Þegar
jarðskjálftar, flóð, fellibylir eða aðr
ar náttúruhamfarir gera vart við sig
tekur starfsfólk í Mount Weather
við hjálparbeiðnum.
56 þúsund fermetrar
Eftir stríðslok fór lítið fyrir Mount
Weather en árið 1959 var lokið við
byggingu neðanjarðarhvelfingar
sem er hvorki meira né minna en 56
þúsund fermetrar. Sem fyrr segir fór
tiltölulega lítið fyrir Mount Weather
í bandarísku pressunni framan af
tuttugustu öldinni. Það var ekki
fyrr en árið 1974 að augu fjölmiðla
fóru að beinast að staðnum en þá
brotlenti Boeng 727flugvél skammt
frá lóðinni. Bandaríska blaðið Was
hington Post fjallaði um staðinn og
þá kom á daginn að hann gegndi
því hlutverki sem hann gegnir enn
þann dag í dag; að vera eins konar
hvelfing sem fyrirmenni yrðu flutt í
ef neyðaratvik kæmu upp.
Notuð hinn 11. september 2001
Árin 1979 til 1981 bjuggu forsvars
menn the National Gallery of Art
til áætlun sem fól í sér að verðmæt
málverk og önnur listaverk yrðu flutt
í hvelfinguna með þyrlu. Áætlun
in var gerð til að koma í veg fyrir að
verðmætur menningararfur Banda
ríkjanna kæmist í óvinahendur.
Sem betur fer hefur ekki oft komið
til þess að hvelfingin hafi verið not
uð. Þó var greint frá því eftir hryðju
verkaárásirnar þann 11. september
2001 að helstu fyrirmenni banda
rískra stjórnmála hefðu verið flutt
í hvelfinguna. Þessar upplýsingar
komu fram í gögnum sem Wikileaks
birti árið 2009.
Leynilegur staður
Eins og kannski gefur að skilja er
Mount Weather, eða hvelfingin
undir, háleynilegur staður og ekki
eru til myndir innan úr hvelf
ingunni. Þær hafa að minnsta kosti
ekki komið fyrir augu almennings.
Árið 2001 kom út heimildamynd,
Bunkers, þar sem verkfræðingar og
pólitískir greinendur vörpuðu ljósi
á þá starfsemi sem fram fer í Mount
Weather. n
Heimsenda-
hvelfingin
í Virginíu
n 56 þúsund fermetra neðanjarðarbyrgi
Mount Weather
Þarna undir leynist
risastór hvelfing.
Fluttur í hvelfinguna? Greint var frá því eftir hryðjuverkaárásirnar þann 11. september
2001 að helstu fyrirmenni bandarískra stjórnmála hefðu verið flutt í hvelfinguna.