Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2015, Page 52
Helgarblað 16.–19. október 201544 Fólk
og
Smáratorgi · Korputorgi
HUNDAFÓÐUR
FÆST HJÁ OKKUR
Gjafmildustu stjörnurnar
n Moldríkar og láta gott af sér leiða n Góðverk rata í fjölmiðla
T
ímaritið Forbes tók nýlega
saman lista yfir gjafmild-
ustu stjörnurnar. Listinn
byggist á góðverkum sem
fjallað hefur verið um í
fjölmiðlum enda vita stjörnurn-
ar sem er að rausnarlegt góðverk
getur gert kraftaverk fyrir ímyndina.
Listinn nær hins vegar ekki til kær-
leiksverka sem framkvæmd
eru í þögn fjarri aug-
um almennings en
slík góðverk hljóta
að vera hin eina
sanna velgjörð. n
Gjöfull
grínisti
Grínistinn Jerry
Seinfeld er
ofarlega á lista
yfir gjafmildustu
stjörnurnar.
Seinfeld þénaði
85 milljónir Banda-
ríkjadala á síðasta
ári og gaf þrjár millj-
ónir. Rauði krossinn og
samtök einhverfra nutu
góðs af örlæti leikarans.
Gjafmildust allra Spjallþáttadrottningin
Oprah Winfrey er ókrýnd drottning góðverkanna. Oprah gaf
hvorki meira né minna en 20% af tekjum sínum á síðasta ári eða
heilar 50 milljónir Bandaríkjadala. Peningar Opruh fóru meðal
annars í byggingu skóla í Suður-Afríku og endurbyggingu eftir
fellibylina Katrinu og Ritu.
Rausnarleg stjarna Fyrrverandi NBA-körfu-
boltastjarnan Michael Jordan er ekki dauður úr öllum æðum. Jordan
lét fimm milljónir dala af hendi rakna til menntaskóla í Chicago.
Fémild
hjónakorn
Hollywood-stjörnu-
hjónin Angelina Jolie
og Brad Pitt sitja í öðru
sæti yfir gjafmildustu
stjörnurnar. Hjóna-
kornin létu af hendi
rakna 8,4 milljónir
dala í gegnum Jolie-
Pitt velgjörðarsjóðinn.
Af þeirri upphæð
fóru fimm milljónir í
svokölluð græn hús í
New Orleans.
Örlát útvarpsstjarna Útvarpsmaðurinn Rush Limbaugh er stórtæk-
ur þegar kemur að góðgerðarstarfsemi. Limbaugh gaf hvorki meira né minna en 4,2 milljónir
dala til hjálparsamtaka sem styðja börn her- og lögreglumanna sem létust í starfi.
G
rínistinn Amy Schumer skaut
föstum skotum á frægustu
raunveruleikafjölskyldu heims
þegar hún stjórnaði Saturday
Night Live um síðustu helgi.
Amy sagði ástandið slæmt þegar
mikilvægustu fyrirmyndir ungra
stúlkna væru Kardashian-systur.
„Þær eru hópur kvenna sem líta á
andlitið sem þær fæddust með sem
einhvers konar tillögu,“ sagði Amy
og bætti við að hún hefði litið upp til
Khloe áður en hún grenntist.
Khloe svaraði fyrir sig á Twitt-
er þar sem hún benti á að hún væri
að taka sjálfa sig í gegn og að svona
gagnrýni væri Amy sjálfri til minnk-
unar. n
Amy og Khloe ósáttar