Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Blaðsíða 2
Vikublað 17.–19. nóvember 20152 Fréttir Rjúpnaskyttur hættar að týnast n Snjallsímarnir leysa björgunarsveitir undan útköllum n 5.000 gengu á fjöll T il undantekninga heyrir nú- orðið ef ræsa þarf út við- bragðsaðila vegna týndra rjúpnaskytta. Björgunarsveit- um bárust aðeins tvö minni- háttar útköll vegna rjúpnaveiða þetta veiðitímabil, en talið er að tæplega 5.000 veiðimenn hafi haldið til fjalla – margir oftar en einu sinni. Í öðru út- kallinu þurftu björgunarmenn að að- stoða skyttur í bíl þeirra við Lyklafell en í hinu tilvikinu var um að ræða mann sem ofreyndi sig við Vestdals- vatn, fyrir austan. Aldrei þurfti að ráðast í leit vegna týndra rjúpnaskytta. Landsbjörg og Neyðarlínunni ber saman um að snjallsímum og öðrum nútímatækj- um beri að þakka þetta, sem og bættri þekkingu veiðimanna. Formaður Skotvís, Dúi Landmark, segir að ver- tíðin hafi á heildina litið verið ágæt, þó að veður hafi sums staðar hamlað veiðum. Flestir veitt í matinn Síðasti dagur rjúpnaveiða þessa árs var á sunnudaginn. Snjóleysi haml- aði sums staðar veiðum á Norður- landi síðustu helgina auk þess sem sums staðar var erfitt að ganga til fjalla vegna veðurs. Tíðin var þó á heildina litið betri en í fyrra, þegar hver lægðin rak aðra á þeim dögum sem veiða mátti. Í ár mátti veiða fjór- ar helgar, þrjá daga í senn; 12 daga alls. „Mín tilfinning er að flestir hafi náð að veiða í matinn. Það eru samt alltaf einhverjir sem ná því ekki, þannig er veiðin,“ segir Dúi í sam- tali við DV. Hann segir að menn hafi verið misheppnir með veður en veð- urskilyrði leika stórt hlutverk í því hvort veiðimenn finna rjúpu eða geta veitt. „Það er yfirleitt þannig að flestir eru sáttir nema þeir sem eru óheppnir með veðrið.“ Hann segir að tíðin vestanlands hafi verið erfið á köflum en á Austurlandi hafi geng- ið betur. Á vinsælum veiðihópi fyrir skotveiðimenn á Facebook má þó sjá allnokkra veiðimenn sem bera sig illa og segja að lítið hafi sést af fugli. Næstum allir með GPS Áður gerðist það reglulega að rjúpna- veiðimenn, sem flykkjast þúsund- um saman til fjalla, skiluði sér ekki allir til byggða af sjálfsdáðum. Nú er öldin önnur. DV hafði samband við Slysavarnafélagið Landsbjörg til að spyrja um útköll vegna rjúpnaskytta. Þar fengust þau svör að útköllin hafi nánast engin verið. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir upplýsingafulltrúi segir að tvennt komi til. GPS-tæki séu nánast orðin almenningseign, með tilkomu snjallsíma, auk þess sem veiðimenn kunni betur á tækin en áður. Margir hafi setið námskeið til að læra á GPS eða áttavita og þá megi ekki gleyma að fjarskiptasamband sé víða orðið betra en áður. Nánast einu skiptin sem hafa þarf afskipti af veiðimönn- um sé þegar þeir veikjast. Á slíku geti þeir ekki haft stjórn. Menn kunna betur á tækin Undir þetta tekur Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðar- línunnar. „Veiðimenn eru almennt orðnir vel tækjum búnir.“ Hann segir að menn tali sín á milli um að vertíð- in hafi verið „stórfurðuleg“. Ekki hafi þurft að leita að neinum. Það sé auð- vitað frábært. „Tækjavæðing veiði- manna er orðin svo miklu betri og menn eru farnir að kunna að nota tækin. Fólk er farið að nota þetta þegar það hleypur eða stundar aðra hreyfingu – og er orðið vant því að hafa staðsetninguna á hreinu.“ Eins og barbarar Vísir sagði frá því fyrir helgi að á Öxarfjarðarheiði hafi landeig- andinn Gunnar Björnsson, bóndi í Sandfellshaga, lent í stappi við veiði- menn sem veiddu í óleyfi. Menn sem hafi hvorki virt eignarlönd né rjúpnadaga. Lögreglan hafi ekki sagst hafa fjár- magn til að koma, þegar hann kall- aði eftir aðstoð hennar. „Bændur þurfa að verða sér úti um sína veiði- gæslu sjálfir,“ var haft eftir varðstjóra á Húsavík sem sagði að veiðimenn á Öxarfjarðarheiði höguðu sér eins og barbarar. Menn keyrðu upp í hvert gilið á fætur öðru til að leita rjúpna og að gangandi veiðimenn gæfust upp þegar ekið væri fram úr þeim. Dúi Landmark segist aðeins hafa heyrt af einu öðru dæmi þar sem til ágreinings kom á milli veiðimanna og landeiganda. Það hafi verið á Vestfjörðum. Heilt yfir telur hann að veiðimenn fari að lögum. Þeim beri að virða rétt landeigenda, rétt eins og að landeigendur verði að hafa sönnunargögn þegar þeir væna menn um að veiða í óleyfi. „Hins vegar erum við ekki sáttir við að menn eigni sér land eins og í Húnaþingi vestra,“ en sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur meinað rjúpnaskyttum að veiða í almenningum og afréttum innan marka sveitarfélagsins, nema þeir greiði 9.000 krónur í veiðileyfi. „Við erum að undirbúa fyrirspurn til yfir- valda vegna þessa.“ Dúi vonast til þess að veiðidögum verði fjölgað á næsta ári. Ótækt sé að veiðimenn þurfi að fara til fjalla þegar veður eru válynd. Lengra tímabil væri til þess fallið að auka öryggi manna og bæta gæði veiðinnar. Hann bindur vonir við að stofnaður verði samráðsvettvangur stjórnvalda og Skot- vís, eins og um hafi verið rætt. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Fallin rjúpa Veiðar gengu þokka- lega þetta árið, að sögn formanns Skotvís. MyNd Baldur GuðMuNdSSoN dúi landmark Formaður Skotvís vill fleiri veiðidaga. MyNd SiGtryGGur ari „Nánast einu skipt- in sem hafa þarf afskipti af veiðimönnum sé þegar þeir veikjast. Með smygl í jeppanum Lögreglan á Suðurlandi fann talsvert magn af áfengi og tóbaki sem hafði verið smyglað hing- að til lands þegar hún stöðvaði öku mann Mitsubishi Pajero- jeppa við Vík í Mýrdal fyrir viku. Tveir menn voru í bílnum en við nánari skoðun kom í ljós að í honum voru 300 áfengisflöskur, 2.000 neftóbaksdósir og um 150 sígarettupakkar. Mennirn- ir tveir voru færðir til yfirheyrslu og viðurkenndu þeir að hafa smyglað áfenginu og tóbakinu í land á Reyðarfirði. Annar maður sem talinn var tengjast málinu var síðan handtekinn á höfuð- borgarsvæðinu. Samkvæmt Face- book-færslu lögregluembættisins er nú verið að ganga frá málinu til afgreiðslu til ákærusviðs lög- reglustjórans á Suðurlandi. Maðurinn enn í öndunarvél Karlmaður sem slasaðist í bíl- veltu í Hrútafirði síðasta fimmtu- dagskvöld liggur enn á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn er alvarlega slasaður og í öndunarvél. Bifreið manns- ins hafnaði um tíu til tólf metrum utan vegar eftir að hafa farið tvær til þrjár veltur. Maðurinn, sem var einn í bílnum, var í kjölfar- ið fluttur með þyrlu Landhelgis- gæslunnar á spítalann. Hann hlaut meðal annars alvarlega höfuðáverka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.