Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Blaðsíða 10
Vikublað 17.–19. nóvember 201510 Fréttir
E
vrópumót landsliða í skák
stendur nú sem hæst í
Laugardalshöll og er mik
ið um dýrðir. Þegar þessi
orð eru skrifuð eru þrjár
umferðir búnir en tefldar eru níu
umferðir í allt. Veislan er því rétt að
hefjast. Rússar og Úkraínumenn eru
efstir í opnum flokki og sömuleið
is eru rússnesku stúlkurnar efstar
í kvennaflokki ásamt valkyrjum
Georgíu. Þessi lið mætast innbyrðis
í fjórðu umferð.
Aðstæður á mótsstað eru til fyrir
myndar. Keppnissalurinn rúm
góður og bjartur og boðið er upp á
skákskýringar fyrir gesti í hliðarsal.
Allar 136 skákirnar í hverri umferð
eru sendar út í beinni útsendingu
á netinu og að auki sér erlent fram
leiðslufyrirtæki um að senda út
skákskýringar á ensku fyrir erlenda
skákáhugamenn. Þar heldur enski
stórmeistarinn Simon Williams um
taumana ásamt Íslandsvininum
Fionu AntoniSteil. Simon er afar
vinsæll í skáksamfélaginu enda þykir
hann hafa einstakan hæfileika til að
blanda saman fróðleik og froðu.
Gengi íslensku liðanna hefur
verið með ágætum. Aliðið tapaði
gegn Armeníu, eins og vænta mátti,
en vann frábæran sigur á sterku
liði Rúmeníu. Því var svo fylgt eftir
með frábæru jafntefli gegn fyrrver
andi Evrópumeisturum Þjóðverja.
Það þýðir að liðið er með 3 stig af 6
mögulegum og er í 15.–24. sæti. Ís
lensku kempurnar eru eflaust ekki
sáttar við sitt gengi. Liðið tapaði gegn
afar öflugu liði Hollands og vann svo
auðveldan sigur á nýliðum Kosovo.
Tap gegn Tyrkjum leit því næst dags
ins ljós en íslensku liðsmennirnir
áttu meira skilið úr þeirri viðureign.
Liðið er með 2 stig af 6 og situr í 25.–
31. sæti.
Íslenska kvennaliðið berst
af ástríðu við ofureflið. Lenka
Ptacknikova og Guðlaug Þorsteins
dóttir hafa dregið vagninn hingað
til með góðri frammistöðu en aðrar
landsliðskonur hafa ekki enn kom
ist á blað. Í liðinu eru tvær ungar
konur að stíga sín fyrstu skref í svo
sterku móti og þær munu eflaust
draga mikinn lærdóm af upplifun
inni. Liðið berst hins vegar frábær
lega vel og hefur engu að tapa.
„Gaurinn í turninum vann þig“
Skákir armenska ofurstórmeistar
ans, Levons Aronian, hafa vakið
mesta athygli hingað til. Hann bar
sigurorð af Hannesi Hlífari í fyrstu
umferð á afar lærdómsríkan hátt
en í annarri umferð laut hann í gras
gegn franska snillingnum Maxime
VachierLagrave. Skákin var tefld
degi eftir atburðina hræðilegu í París
og var sérstaklega tilfinningarík þar
sem VachierLagrave býr skammt
frá tónlistarstaðnum Bataclan þar
sem þorri fórnarlambanna lét lífið
í voðaverkunum. Í þriðju umferð
kom Aronian hins vegar sterkur
til baka og vann glæsilegan sigur
gegn heimsmeistaranum Magnus
Carlsen í skák sem vakti gríðarlega
athygli.
Armenar komu með góðum
fyrir vara til landsins til þess að ná
úr sér ferðaþreytunni og kynnast
aðstæðum. Íslenski landsliðsmað
urinn Guðmundur Kjartansson er
góðvinur eins samherja Aronians,
Hrants Melkumyan, og sem sannur
gestgjafi bauðst Guðmundur til þess
að kynna glæsilegar sundlaugar
okkar fyrir armenska liðiðinu.
Laugardalslaugin varð fyrir valinu
og sögðu sjónarvottar að augnablik
ið þegar armensku landsliðsmenn
ir, fimm af sterkustu skákmönnum
heims, fóru saman í halarófu í stóru
rennibrautina hafi verið afar fal
legt. Þeir skríktu víst eins og börn,
af gleði.
Eftir salíbununa lá Guðmundur
síðan í heita pottinum með Aron
ian og félögum þegar viðureignir
meistarans við íslenska skákmenn
bar á góma. Taldi armenski snill
ingurinn sig hafa gott skor á heima
menn og fór að telja á fingrum sér
höfuðleðrin sem hann hafði í fórum
sínum. Til þess að lækka réttilega í
honum rostann benti Guðmundur
upp í turn sundlaugarinnar og
sagði: „Gaurinn í turninum vann
þig“. Þar átti hann við alþjóðlega
meistarann Jón Viktor Gunnarsson,
starfsmann Laugardalslaugar, en
hann bar sigurorð af Levon Aronian
á Evrópumóti einstaklinga í Skopje
árið 2001.. Fór ekki frekari orðum
af sjálfshóli meistarans eftir þessa
blautu tusku.
Ófarir heimsmeistarans
Eðlilega hefur heimsmeistarinn
Magnus Carlsen vakið mesta athygli
á mótinu og þá ekki síst fjarvera
hans. Hann kaus að tefla ekki í fyrstu
tveimur umferðunum og fóru ýms
ar sögur á kreik um að hann hefði
haldið heim til Óslóar í fússi og væri
n Ísraelska þingið logar vegna skákmótsins í Laugardalshöll n Ófarir Carlsen halda áfram
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
„Gaurinn í
turninum vann þiG“
Viðureign mótsins
Aronian (í grænu) knésetti
heimsmeistarann eftir-
minnilega. Myndir Hrafn Jökulsson
V A R M A D Æ L U R