Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Blaðsíða 19
Umræða 15Vikublað 17.–19. nóvember 2015
Myndin Dælt úr Perlunni Unnið var að því að dæla sjó úr sanddæluskipinu Perlu sem liggur sokkið í Reykjavíkurhöfn. Verkið var komið á rekspöl um fjögurleytið á mánu-
dagseftirmiðdag þegar ljósmyndara bar að garði. Brú skipsins var þá tekin að rísa úr sjó. Verkinu var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. mynD Sigtryggur Ari
Maður veit aldrei sína
ævi fyrr en öll er
tómas Andrés tómasson, eigandi Hamborgarabúllunnar. – DV
Ég er eins
manns kona
Svanhildur Jakobsdóttir um samband sitt við Ólaf Gauk heitinn. – DV
Það þorði enginn
að fara út
gísli Pétur Hinriksson gisti á hóteli skammt frá einum árásarstað í París. – dv.is
Heilsugæsla boðin út
Þ
essa dagana er verið að leggja
loka hönd á undirbúning fyr
ir einkarekstur heilsugæsl
unnar á höfuðborgarsvæðinu.
Innan tíðar verður undirbún
ingi fyrir útboð lokið og hafist verð
ur handa við að hrinda í framkvæmd
stefnumáli Sjálfstæðisflokksins um
aukinn einkarekstur og einkavæðingu
opinberrar þjónustu. Í þessum efnum
gera frjálshyggjumenn engan greinar
mun á rekstri heilbrigðisþjónustu eða
fjármálastofnana svo dæmi séu tekin.
Heilbrigðisráðherra hefur fengið frið
í þessum undirbúningi frá Fram
sóknarflokknum sem virðist leggja
blessun sína yfir athæfið. Allar kann
anir hafa sýnt svo ekki verður um villst
að almenningur í landinu vill að ríki
eða sveitarfélög reki heilbrigðisþjón
ustuna. Nú verður almenningur, ekki
síður en þeir þingmenn sem eru á móti
slíkum markaðsáherslum í velferðar
kerfinu, að rísa upp og mótmæla. Bar
áttan snýst um heilbrigðiskerfið okkar,
sem við eigum öll saman og höfum
byggt upp á löngum tíma.
Skortur á umræðu
En hvers vegna fer þessi undirbúning
ur á útvistun heilsugæslunnar á höfuð
borgarsvæðinu til einkaaðila svona
leynt? Hvar er opinbera umræðan um
þetta stóra skref í átt að einkavæðingu
heilbrigðiskerfisins? Í læknasamn
ingunum síðustu var gert samkomu
lag um að starfshópur skoðaði fleiri
rekstrarform í heilbrigðisþjónust
unni. Hugmyndum um gróða, mark
að, kostnað og gjöld var þá þröngvað
inn í umræðuna um viðkvæma stöðu
heilbrigðisstofnana. Þeir sem vilja selja
ríkinu þjónustuna og græða á henni
um leið, virðast fá frítt spil til að skil
greina þarfirnar og útfærsluna.
Klappað og klárt
Á fundi fjárlaganefndar á dögunum
kom fram að allt væri að verða klappað
og klárt til að láta til skarar skríða. Lög
um sjúkratryggingar leyfa að ráðherra
geri samning um rekstur í heilbrigðis
kerfinu án atbeina Alþingis. Það er því
mögulegt að setja stóran hluta heil
brigðiskerfisins í einkarekstur án þess
að kjörnir fulltrúar fólksins í landinu
fái að koma að þeirri ákvörðun og án
þess að almenningur hafi nokkuð um
það að segja. Þetta getur heilbrigðis
ráðherra Sjálfstæðisflokksins gert en
þó ekki án stuðnings Framsóknar
flokksins. Þessir gamalkunnu helm
ingaskiptaflokkar hafa því samið sín
á milli um að setja heilsugæslustöðv
arnar í einkarekstur þrátt fyrir skýran
vilja almennings um að reksturinn eigi
að vera hjá ríki eða sveitar félögum.
traustur rekstur
Lausn vandans í heilbrigðiskerfinu
felst fyrst og fremst í því að ríkið styrki
raunverulega rekstur sjúkrahúsa
og heilbrigðisstofnana, geri þeim
kleift að halda góðum mannauði
og mæta þörfum sjúklinga um land
allt. Það á að vera forgangsverkefni.
Heilsugæslustöðvar og heilbrigð
isstofnanir tilheyra grunnstoðum
velferðarkerfisins og að þeim eiga
allir að hafa jafnan aðgang án tillits
til efnahags. Að þessu þurfum við
að gæta nú þegar hugmyndir um
aukinn einkarekstur í heilbrigðis
kerfinu vaða uppi. Það hafa verið
gerðir þjónustusamningar um
einstök verk innan heilbrigðiskerf
isins í gegnum tíðina en nú á sýni
lega að ganga enn lengra. Einka
rekstur getur ekki komið í staðinn
fyrir trausta opinbera heilbrigðis
þjónustu sem rekin er af myndar
brag. Aldrei má vafi leika á því hvort
hagsmunir sjúklinga eða rekstrar
aðila heilbrigðis stofnana vegi
þyngra. Þess vegna vill þjóðin reka
sína heilbrigðisþjónustu sjálf. n
Oddný g. Harðardóttir
alþingismaður
Kjallari
Mest lesið
á DV.is
1 Magnús Scheving vann dómsmálið
Héraðsdómur Reykjavíkur komst á
föstudag að þeirri niðurstöðu að skipta
eigi búi Magnúsar Scheving, stofnanda
Latabæjar, og Ragnheiðar Pétursdóttir
Melsted, fyrrverandi eiginkonu hans, til
helminga. Ragnheiður hafði farið fram á
að fá 80% af eignum búsins en Magnús
helming þess og samþykkti héraðsdóm-
ur það. Verðmæti eignanna sem um
ræðir nemur hundruðum milljóna króna.
Lesið: 52.273
2 Blóðbaðið í Bataclan: Myndband og ljósmyndir
innan úr höllinni
Myndefni frá árásunum í París á
föstudag hefur birst í fjölmiðlum og
samfélagsmiðlum um helgina ásamt
öðrum nýjum upplýsingum um árásina.
Þar á meðal er myndband sem tekið er
upp við upphaf árásarinnar í Bataclan-
tónleikahöllinni.
Lesið: 34.232
3 Íris: Særandi að sjá við-brögð sumra í kringum
sig í kjölfar áfallsins
„Fólk er mjög gjarnt á að vera með
fordóma og fyrirfram ákveðnar
skoðanir. Ég segi til að mynda ekkert
að fyrra bragði að ég hafi tekið þessa
ákvörðun og gengið í gegnum þetta,“
segir Íris Helga Jónatansdóttir sem
gekk í gegnum erfiða lífsreynslu fyrir
rúmum tveimur árum þegar í ljós kom að
drengurinn sem hún gekk með þjáðist
af afar sjaldgæfu heilkenni. Hún og
maðurinn hennar ákváðu að binda endi
á meðgönguna.
Lesið: 29.379
4 Fjögur ungmenni mynd-uð í kynlífsathöfnum
Leikmaður í Pepsi-deild karla, sem sagð-
ur er grunaður um dreifingu barnakláms,
birti mynd á Twitter-aðgangi sínum eftir
að hann fékk Snapchat-skilaboð þar sem
nokkrir einstaklingar sáust í kynferðis-
legri athöfn, þar á meðal ungmenni undir
lögaldri.
Lesið: 27.783
5 Átakanlegt myndskeið frá árásunum í París
Franski fjölmið-
illinn Le Monde
hefur birt átakan-
legt myndskeið
frá árásunum í
París í gær. Þar
má sjá fjölda fólks
hlaupa skelfingu
lostið út úr
byggingu á meðan
byssuhvellir óma.
Myndbandið er tekið upp á farsíma og
heyrist sá sem sem tók það segja: „Hvað
er að gerast?“
Lesið: 26.764
Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000
www.kemi.is - kemi@kemi.is
• Almennur handhreinsir
sem byggir á náttúru-
legum efnum.
• Virkar jafnt með vatni
og án.
• Engin jarðolíuefni eru
notuð.
• Inniheldur aloa vera,
jojoba olíu og lanolin
til að mýkja húðina.
• Virkar vel á olíu, feiti,
blek, jarðveg, epoxy
og lím.
• Inniheldur fín malaðan
sand til að hreinsa
betur.
Gengur illa að þrífa
smurolíuna af höndunum?
Eru lófarnir þurrir og rispaðir?