Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Blaðsíða 13
Vikublað 17.–19. nóvember 2015 Fréttir Erlent 13 HamraHlíð 17, 105 reykjavík / Hús Blindrafélagsins / sími 552-2002 Vönduð lesgleraugu frá 3.900 kr. Talið að 400–500 flugumenn iSiS Séu í evrópu n „Frakkland er í stríði,“ segir Hollande n Óttast fleiri árásir n Hversu langt á að ganga til að tryggja öryggi almennings? Hversu langt á að ganga til að tryggja öryggi? Eins og Berglind Ásgeirsdóttir, sendi- herra Íslands í Frakklandi, grein- ir frá í stuttu viðtali við DV þá er líf Parísarbúa óðum að færast nær því sem eðlilegt getur talist. Hins vegar velti Frakkar því fyrir sér hvort að um tímabundið ástand í skjóli neyðar- laga sé að ræða eða hvort daglegt líf hafi breyst til frambúðar. Lögreglu- yfirvöld í Evrópu hafa aftur á móti staðið sig vel í að koma í veg fyrir möguleg illvirki hingað til en ef þeim reynist ofviða að koma í veg fyrir að atburðir á borð við þá sem áttu sér stað í París endurtaki sig á næst- unni þá er ljóst að daglegt líf Evrópu- búa gæti breyst varanlega. Á hvaða hátt er erfitt að segja en ljóst er að ef afleiðingin er aukin skerðing á persónufrelsi einstaklinga, til dæm- is símahleranir og eftirlit með sam- félagsmiðlum. Ef öryggisleit eins og þekkist á flugvöllum verður inn- leidd við landamæri Evrópuríkja, í almenningssamgöngum og á helstu viðburðum, hafa þá öfgamennirn- ir ekki borið sigur úr býtum? Það er spurningin sem ráðamenn og al- menningur Evrópulanda spyr sig. Auknar öryggisráðstafanir hérlendis Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri greinir frá því í samtali við visir.is að gripið hafi verið til aukinna öryggisráðstafana hérlend- is og að hann hafi fundað sérstak- lega með Sigmundi Davíð Gunn- laugssyni forsætisráðherra og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í kjölfar árásanna. Hann gefur ekki til kynna hvers eðlis ráðstafanirnar voru en segir að auka þurfi styrk lögreglunn- ar til þess að mæta hugsan legri hryðjuverkaógn. „Við höfum verið að ræða það undanfarin misseri. Við fjölluðum um það á fundinum með ráðherrunum að lögreglan þyrfti að fá þann styrk á ný sem hún hafði fyrir hrunsárin. Lögreglumönnum hefur fækkað umtalsvert og við telj- um að það þurfi að fjölga þeim, að minnsta kosti í þá veru sem var á sínum tíma og jafnvel gott betur,“ segir Haraldur. Að hans mati þurfi einnig að styrkja ákveðnar einingar hjá embætti ríkislögreglustjóra sem fást við öryggismál sérstaklega, til dæmis greiningardeild, sérsveit embættisins og alþjóðadeild. Har- aldur er ekki á því að vopnvæða eigi alla lögregluna en skoða megi að auka svigrúm lögreglu til þess að bera vopn. n Francois Hollande Hann var vígreifur þegar hann ávarpaði franska þingið í morgun og sagði að landið ætti í stríði. Bataclan-tónleikastaðurinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.