Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Blaðsíða 24
20 Menning Vikublað 17.–19. nóvember 2015 Skútuvogi 11 104 Reykjavík Sími 553 4000 www.prentvorur.is Dæmi um verð: Tóner fyrir HP CF283A 8.500 kr. CE285A 6.490 kr. CE278A 6.800 kr. CF280X 9.800 kr. Blek fyrir Canon 550/551 970 kr. 525/526 870 kr. 520/521 870 kr. 5/8 870 kr. BL EK & TÓ NE R Fínn vettvangur til að skemmta fólki G ildran er ný glæpasaga eft- ir Lilju Sigurðardóttur og er fyrsta bókin í þríleik. Aðal- persónan, Sonja, leiðist út í eiturlyfjasmygl í von um að geta búið ungum syni sínum gott heimili. Lilja er spurð hvaðan hugmyndin að bókinni komi. „Ég hef verið svo- lítið upptekin af þeirri hugsun hvernig fólk getur lent í aðstæðum,“ segir hún. „Það er ekki alltaf manns eigin vilji sem stjórnar því hvernig líf manns fer. Í tilfelli þessarar sögu- persónu þá leiðist hún út í glæp sem er tiltölulega lítill en vindur upp á sig og hún er leidd í gildru. Manneskja sem ég kannast við erlendis lenti í svipuðum að- stæðum, þannig að hugmyndin byggir á raun- verulegri sögu.“ Hljómgrunnur fyrir lesbískar konur Sonja er lesbísk og það ert þú einnig. Fannst þér þægilegra að skrifa um lesbíska konu eða finnst þér kannski vanta lesbíur í íslenskar bækur? „Ég ákvað að skrifa sögu sem væri áhugaverð fyrir mig. Þótt þetta sé glæpasaga og lúti ákveðnum lög- málum þá verður maður samt sem áður að fjárfesta í persónunum. Með því að gera persónuna lesbíska þá er hún andlega skyld mér og þarf af leiðandi þykir mér vænt um hana og er skuldbundin henni. Um leið var skemmtilegra fyrir mig að skrifa bókina. Fyrir utan að það vantar fleiri kvenpersónur í glæpabók- menntirnar, þótt þeim fari fjölgandi. Ég held líka að það sé hljómgrunn- ur fyrir lesbískar konur í bókum og kvikmyndum.“ Þú hefur áður sent frá þér glæpa- sögur. Líturðu á þig sem glæpa- sagnahöfund? „Já. Mig langar líka til að vera leikskáld en það er ekki sami hljóm- grunnur fyrir því á þessum litla ís- lenska markaði. Ég skrifa hratt og vinn hratt og er búin að skrifa tvö leikrit eftir að leikrit mitt Stóru börn- in var sýnt, en það verður sennilega nokkuð langt í að þau fari á svið. Mér finnst glæpasagan góður vettvangur til að skemmta fólki. Ég vil búa til efni sem fólk hefur ánægju af. Glæpasöguheimurinn er mjög skemmtilegur og þar er mikið um alþjóðlegar hátíðir þar sem mað- ur kynnist fólki vel. Þetta er gef- andi samfélag. Mig langar að rækta það að vera glæpasagnahöfundur, þótt pabbi spyrji alltaf öðru hvoru: Ætlarðu ekki að fara að skrifa alvöru- bækur? Mér finnst glæpasögur vera alvöru bækur þótt aðaltilgangur- inn með þeim sé að skemmta fólki. Þetta eru bókmenntir dagsins í dag og við glæpasagnahöfundarnir verð- um ekki allir Agatha Christie, en það er líka allt í lagi.“ Áherslan á glæpamanninn Áttu þér eftirlætis glæpasagnahöf- unda? „Já, marga. Ég er mjög hrifin af Fred Vargas og Val McDermid, hef dálæti á Lizu Marklund og íslensku risarnir, Yrsa og Arnaldur, hafa alltaf verið í uppáhaldi. Ég er af þeirri kynslóð höfunda sem hefur orðið fyrir mjög miklum áhrifum af glæpaþáttum í sjónvarpi, því þar er margt spennandi að ger- ast. Leynilöggusagan er klassík en í sjónvarpsþáttum er orðin áberandi áhersla á glæpamanninn og hvað það er sem rekur hann út í glæpi. Þetta sést í sjónvarpsþáttum eins og Breaking Bad og Orange is the New Black. Þótt maður sé ekki hrifinn af glæpunum þá er þarna verið að segja áhugaverða mannlega sögu. Ég er hrifin af þessum áherslum á hvað það er sem fær fólk til að gera það sem það gerir.“ n Gildran er fyrsta bók í þríleik Lilju Sigurðardóttur „Það vantar fleiri kven- persónur í glæpa- bókmenntirnar, þótt þeim fari fjölg- andi. Ég held líka að það sé hljómgrunn- ur fyrir lesbískar konur í bókum og kvikmyndum. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Lilja SIgurðardóttir „Mér finnst glæpasögur vera alvöru bækur þótt aðaltilgangurinn með þeim sé að skemmta fólki.“ Mynd SIgtryggur ArISkelfilegir atburðir Stefán Máni sendir frá sér skáld- söguna Nautið. Skelfilegir atburð- ir sem tengjast átökum í undir- heimum Reykja- víkur gerast á rólyndis- legum austfirsk- um sveita- bæ. Nýjar bækur Saga baráttu- kvenna Þær ruddu brautina – Kven- réttinda- konur fyrri tíma er bók eftir Kol- brúnu S. Ingólfs- dóttur. Þar segir hún afar áhugaverða sögu þeirra kvenna sem ruddu brautina fyrir kven- frelsisbaráttu seinni ára. Sögur Egils Egils sögur – Á meðan ég man er bók þar sem hinn ástsæli söngvari Egill Ólafs- son segir sögur úr lífi sínu. Þar koma fjölmargir við sögu. Páll Vals- son skráir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.