Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Blaðsíða 18
Vikublað 17.–19. nóvember 20154 Skreytum húsið - Kynningarblað
Fakó: Andi gamla tímans
fangaður í nýrri hönnun
V
erslunin Fakó er til húsa
að Laugavegi 37, á sama
stað og þekkt tískuvöru-
verslun, Faco, var áður en
blómatími þeirrar búðar
var áttundi áratugurinn. Með
nafni verslunarinnar og staðsetn-
ingu fanga eigendur Fakó
anda gamla Lauga-
vegarins en koma
um leið með nýja
strauma á svæðið.
Þessi hugmynda-
fræði endurspegl-
ast að sumu leyti í
vöruúrvali versl-
unarinnar, einnig
þegar kemur að
jólaskreytingum.
Þar eru ráðandi
vörur frá danska
hönnunarfyrir-
tækinu House
Doctor en vörur
frá því eru
afar vinsælar
í Norður-
Evrópu og
Skandin avíu.
Hönnuðir hjá
House Doctor leita
mjög í gamla tím-
ann og fanga anda
og tilfinningu ár-
anna frá 1960 og
fram yfir 1970,
en án eftirlíkinga; þess í stað er
skapaður nýr stíll úr gömlum tíma.
Litir eru ekki skærir jólalitir
á borð við rautt og grænt heldur
hvítt, svart, gull- og viðarlitað. Úr-
valið er fjölbreytt, meðal annars
lítil hvít jólatré, hvítir hnotubrjót-
ar, jólastjörnur í mörgum gerðum,
jólatrésstandar, hreindýr, jólakúl-
ur, kertastjakar fyrir sprittkerti og
stjakakerti og blómavasar. Þá má
nefna afar skemmtilega skreytingu
sem er lítill Volkswagen-bjalla með
jólatré á þakinu og fleiri gamla
bíla til að hengja á jólatré. Einnig
er í boði mikið af nýstárlegum
hvítum og gulllituðum pappírs-
skreytingum til að hengja upp. Úr-
valið má skoða á heimasíðu Fako
þar sem er líka vefverslun: www.
fako.is Einnig er gaman að skoða
Fakó verzlun á Facebook n
Útgerðin – Alls konar fínerí
S
ysturbúðirnar Útgerðin
í Vestmannaeyjum og
Hafnarfirði eru dásam-
lega skemmtilegar. Þær
eru báðar dálítð grófar í
útliti en samt svo yndislega mjúk-
ar – og andrúmsloftið er einstakt.
Í Útgerðinni í Vestmannaeyjum
og Hafnarfirði er tekið á móti við-
skiptavinum með bros á vör – og
oft með smakki og stundum pínu
hvítvíni og kertaljósi. Stelpunum
í Útgerðinni þykir nefnilega vænt
um viðskiptavini sína og telja ekki
eftir sér að ganga skrefi lengra til að
gleðja þá enda væri Útgerðin ekkert
án þeirra.
Útgerðin er pínulítið gamaldags
en samt svo ótrúlega nýtískuleg.
Gamaldags að því leyti að þar fæst
alls konar fínerí – eins og í verslun-
um í gamla daga: gjafavara, mat-
vara, snyrtivara, hönnunarvara
og fatnaður. En það sem fæst í Út-
gerðinni er hins vegar alls ekkert
gamaldags. Þær eru sko með putt-
ana á púlsinum stelpurnar og
vita alveg hvar hjörtun slá. Þess
vegna fást í Útgerðinni merki
eins og: House Doctor, Norman
Copenhagen ásamt fallegu dýra-
lömpunum frá Heico, skartgrip-
um frá Hring eftir hring, Octagon
og Ísafold, matvöru frá Stonewall
Kitchen, snyrtivörum frá Meraki
og fatnaði frá Andreu, Ryki, Flugu,
Krósk og Gusti. Ásamt svo miklu,
miklu fleira.
Já, það er alveg öruggt að það
er skemmtilegt að koma við í Út-
gerðinni – hvort heldur sem er að
Vestmannabraut 37 í Vestmanna-
eyjum eða Strandgötu 32 í Hafnar-
firði. n