Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Blaðsíða 20
Vikublað 17.–19. nóvember 201516 Sport A ðeins 11,7 prósent leik- manna í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu eru uppalin (e. club trained – en það hugtak á við leikmenn liða í úrvalsdeildinni sem æfðu hjá félaginu í þrjú ár eða lengur á aldrin- um 15 til 21 árs). í sínu liði. Hlutfallið hefur aldrei verið lægra en leikmenn sem koma upp í gegnum unglinga- starf félaganna fá sífellt færri tæki- færi á vellinum. Nú er svo komið að 60 prósent leikmanna í deildinni eru erlend. Hlutfallið er hærra en í hin- um stóru deildunum fimm; á Ítalíu, í Þýskalandi, á Spáni og í Frakklandi. CIES Football Observatory greinir frá þessu í nýrri skýrslu. Áætlunin skilar litlu Enska deildarkeppnin er sú vin- sælasta í heimi en Bretar hafa á undanförnum árum haft vaxandi áhyggjur af sílækkandi hlutfalli enskra leikmanna í bestu liðunum. Eins og áður segir er hlutfall upp- alinna leikmanna komið niður í 11,7 prósent. Þetta er staðreynd þrátt fyrir EPPP, Elite Player Performance Plan, áætlun á vegum úrvalsdeildarinn- ar og liðanna sem þar leika með það aðalmarkmið að fjölga uppöldum leikmönnum í deildinni og vinna að því að þeir fái fleiri mínútur á vell- inum. Áætluninni var ýtt úr vör árið 2012 og er enn gangi. Aukinn fjöldi erlendra leikmanna, frá því EPPP var hleypt af stokkun- um, hefur orðið til þess að ungir leikmenn sem alast upp í unglinga- akademíum úrvalsdeildarliða þurfa í auknum mæli að skipta um lið eða gera lánssamning við lið í neðri deildum áður en þeir fá tækifæri í úr- valsdeildinni. Tottenham með flesta uppalda Tottenham er það lið í úrvalsdeildinni sem hefur hæst hlutfall uppalinna leikmanna, 32%. Þrír leikmanna félagsins, sóknarmaðurinn Harry Kane, miðjumaðurinn Ryan Mason og útherjinn Adros Townsend, allt Englendingar, fóru allir að láni til annarra félaga áður en þeir komust að hjá Tottenham. Þeir hafa síðan verið valdir í enska landsliðið. Hlutfall uppalinna leikmanna hjá Arsenal er næst hæst, 24%, en Manchester United kemur í þriðja sæti með 20% hlutfall. Swansea, félag Gylfa Þórs Sigurðssonar, og nýliðar Bournemouth hafa engum leikmanni á að skipa sem telst uppalinn [e. club trained]. Þegar horft er til hlutfalls erlendra leikmanna er Chelsea með þriðja hæsta hlutfallið í Evrópu; eða 83,3% en 12,% leikmannahópsins eru uppalin. Ólíkar leiðir Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildar- innar segja, þrátt fyrir þetta, að fé- lögin í deildinni vinni mjög ötullega að EPPP-verkefninu. „Aðalverkefni EEEP er að stuðla að þjálfun fleiri og betri uppalinna leikmanna sem eru nógu góðir til að spila í úrvals- deildinni. Sumir leikmenn, eins og Raheem Sterling hjá Manchester City, fara beint úr akademíunni í undir 21 árs lið og þaðan í úrvals- deildina.“ Aðrir, eins og Harry Kane og Jesse Lingard, þurfi í millitíðinni að spila annars staðar sem láns- menn, áður en þeir láta til sín taka í úrvalsdeildinni. „Á meðan leikmenn eins og Duncan Watmore hjá Sunder- land, Reece Oxford hjá West Ham og Joshua Onumah hjá Tottenham halda áfram að koma fram á sjónar- sviðið, viðhelst trúin á að grunnur- inn sem lagður var 2012 skili vaxandi fjölda ungra gæðaleikmanna.“ Þak á fjölda úr öðrum álfum Enska knattspyrnusambandið hefur boðað frekari aðgerðir til að auka veg uppalinna leikmanna í deildinni. Til stendur að setja þak á fjölda leikmanna utan Evrópusambandsríkja. „Þó ekki sé hægt að efast um að ungviðið sé framtíð fótboltans leiðir rannsóknin í ljós að liðin í bestu deildum Evrópu eru sífellt hræddari við að gefa uppöldum leikmönnum tækifæri til að sanna sig,“ segir Raffaele Poli, höfundur skýrslunnar. n Fleiri niðurstöður Úr 31 bestu deild Evrópu n Hæsta hlutfall uppalinna leikmanna í Evrópu er að finna í liðinu FC Gomel í Hvíta-Rússlandi. Hlutafllið er 91,7 prósent. Spænska liðið Athletic Bilbao er í fjórða sæti með hlutfallið 63%. n Zavrc í Slóveníu er með hæsta hlutfall útlendinga í liðinu; 88%. Roma er í öðru sæti með 85,2% og Chelsea í því þriðja með 83,3%. n Chieve er eina liðið í Evrópu þar sem meðalaldur leikmanna er hærri en 30 ár. Stoke er með elsta liðið í úrvalsdeildinni, 28,7 ár. n Wolfsburg í Þýskalandi er það lið sem hefur á að skipa hæstu leikmönnunum, að jafnaði. Meðalhæðin er 187 senti- metrar. Stoke er hæsta liðið í úrvals- deildinni ensku. n Manchester United er það lið í úrvalsdeildinni sem hefur flesta landsliðsmenn í sínum röðum. 72% leik- mannahópsins eru virkir landsliðsmenn. Hlutfallið hjá Liverpool er 50%. n 41% leikmanna í ensku úrvalsdeildinni eru landsliðsmenn en í Þýskalandi er hlutfallið 31%. Á Spáni er það 20%. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Aðeins tíundi hver „uppAlinn“ n hlutfall uppalinna leikmanna í ensku úrvalsdeildinni 11,7% n tottenham stendur sig best Okkar maður Enginn uppalinn leikmaður Swansea er í leikmannahóp félagsins. Útlendingahersveit Rússinn Aleksand- ar Kolarov, Belginn Vincent Kompany, Spánverjinn David Silva (fyrir miðju), Fílabeinsstrendingurinn Yaya Toure og Frakkinn Eliaquim Mangala fagna marki með Manchester City í leik gegn Chelsea 16. ágúst 2015. Fjórir Englendingar (af 28 leik- mönnum) komu við sögu í leiknum. Mynd EPA Góður Harry Kane er dæmi um leikmann í úrvalsdeildinni sem er uppalinn í sínu liði. Totten- ham er með flesta uppalda leikmenn allra liða í deildinni. Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins DV óskar eftir góðu og jákvæðu símasölufólki Umsóknir sendist á magnushelgi@dv.is → Söluhæfileikar eru mjög mikilvægir → Ófeimin/n að tala við fólk í gegnum síma → Reynsla af svipuðum störfum er kostur Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.