Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Blaðsíða 23
Menning 19Vikublað 17.–19. nóvember 2015 Sími 568-5556 www.skeifan.is Eysteinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000 eysteinn@skeifan.is / skeifan.is Magnús Hilmarsson Sölumaður / Sími: 896-6003 magnus@skeifan.is / skeifan.is Sigurður Hjaltested Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400 sigurdur@skeifan.is / skeifan.is Föst söluÞÓKNuN Sími 568- 5556 www .skeifan.is 1% með vsk.Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá Þrenning í vanda Jonas Jonasson er höfundur Gamlingjans, hinnar gríðarlega vinsælu og bráðskemmtilegu skáldsögu. Ný skáldsaga hans er Víga-And- ers og vinir hans (og fá- einir óvin- ir líka). Þrjár manneskjur sem hafa lent í ýmsu leggja land undir fót á gömlum húsbíl og ætla sér að stunda brask. Nýjar bækur Sterkari sjálfsmynd Kristín Tómasdóttir er höf- undur bókarinnar Stelpur - Tíu skref að sterk- ari sjálfs- mynd. Umfjöll- unarefni bókar- innar eru meðal annars vinkon- ur, heilsa, lífsstíl, einelti, sjálfs- traust, ást og sparnaður. Maður og hundar Ugla og Fóa og maðurinn sem fór í hundana er bók eftir Ólaf Hauk Símonarson. Söguhetjurnar eru tveir púð- luhundar sem verða fé- lagar og vinir mannsins sem fór í hundana. Tákn þotualdar á Íslandi mikil alþjóðahyggja og trú á að Ísland ætti að vera nútímaleg þjóð. Í kringum lýðveldisstofnun hafði fólk einmitt verið að spyrja hvað það þýddi að vera Íslendingur. Menn voru mjög upp- teknir af því að verða alþjóðlegir: „Við erum ekki molbúar í moldar kofum!“ Mér sýnist af arkitektúr Gísla að hann hafi verið mjög trúaður á þessa hug- mynd.“ Þessar hugmyndir um Ísland sem nútímalega þjóð í alþjóðasamfélaginu pössuðu einmitt vel við hugmynda- fræði Loftleiða. Fyrirtækinu tókst að bjóða hinu rótgróna og pólitískt tengda Flugfélagi Íslands birginn og bjóða upp á ódýrt flug milli Bandaríkj- anna og Evrópu með millilendingu á Íslandi. Ísland var ekki lengur útnári heldur í alfaraleið. Þegar Loftleiðir hófu uppbyggingu við Reykjavíkur- flugvöll átti að rísa flugstöð, flugskóli og skrifstofur, en þegar félagið keypti flugvélar sem voru of stórar fyrir flug- völlinn í Reykjavík færðist allur flug- rekstur fyrirtækisins til Keflavíkur. Þó var ákveðið að nýta grunninn sem var þá þegar byggður og byggja ofan á hann hótel. Á árunum 1964 til 1971 risu tvær hótelálmur auk skrifstofa og flugturns í einni þyrpingu. „Allt í einu er Ísland tengt útlönd- um, það er spurning um klukkutíma en ekki daga um að ferðast hingað. Allt í einu flæða útlendingar hér í gegn. Loftleiðamenn voru með af- skaplega stórar hugmyndir. Þegar hótelið var byggt var þetta stærsta og fínasta hótel landsins – hér var allt það flottasta. Þeir fengu hing- að erlendar hljómsveitir að spila, hér voru veitingahús, sundlaug og ráð- stefnusalir. Veitingastaðurinn var op- inn frá fimm á morgnana þannig að fólk mætti þangað eftir djammið. Það var partístemning og mikil þotuliðs- stemning. Þeir fluttu inn hugmyndina um þotuliðið,“ segir Halldór. Fulltrúi þotualdarinnar „Menn vissu að það væri hægt að fá einhverja túrista hingað til lands. Ein- ar Ben hafði boðið útlendingum í lax og alltaf einhverjir furðukarlar höfðu verið að labba um og skoða einhverja burstabæi. En mín tilfinning er sú að Loftleiðir hafi fyrst kveikt á því að Ís- land gæti verið áfangastaður fyrir al- menna ferðamenn, að það gæti verið áhugavert fyrir almenning að koma til Íslands. Það var þá einhver blanda af einhverjum djörfum kynþokka og lág- um kostnaði. Þegar þetta kom saman, þessi gildi Loftleiða og módernismi Gísla, þá varð þessi þyrping Loftleiða orðinn helsti fulltrúi þotualdarinnar á Íslandi.“ Þessi framtíðarhyggja sést meðal annars í vali á listaverkum á svæðinu. Þar eru höggmyndin „Gegnum hljóðmúrinn“ eftir Ásmund Sveinsson og mósaíkverk Nínu Tryggvadóttur sem á að tákna flug og hraðasveiflur. Það er því að vissu leyti nokkuð afkára- legt að þessar byggingar, sem eru bæði að efni og innihaldi tákn um hina iðn- væddu þotuöld, einhvers konar óður til ofurmannlegs hraða og tækninn- ar, skuli nú hýsa hótel sem kennir sig við náttúruna: Hótel Natura. „Maður skilur svo sem af hverju hóteleigend- ur ákveða að fara þessa leið. Það er eflaust erfitt að selja hótel með flug- vallaþema í dag,“ segir Halldór. Þegar maður er minni en sagan Árið 2011, þegar ákveðið var að bæta við hæð á skrifstofubyggingu Icelandair við Hótel Loftleiðir, voru Halldór og Tark Arkitektar fengnir til að sjá um hönnunina. „Ég er almennt þeirrar skoðun- ar að hver tími byggi fyrir sjálfan sig og sína samtíð. Ég er frekar lítið fyrir einhverja söguhyggju, þannig að fyrstu viðbrögð mín voru að við ætt- um að setja mark okkar tíma á húsið – kannski vera með inndregna þakhæð eða eitthvað slíkt. En þegar ég fór að lesa mér til um sögu þessara húsa fór það að virka meira og meira „absúrd“. Að lokum ákváðum við einfaldlega að bæta við einni hæð sem væri al- veg eins og hinar. Á sama tíma þurfti reyndar að skipta um allan glugga- frontinn svo það var hægt að fela að heilli hæð hefði verið bætt við. Í fyrir- lestrinum mun ég rekja það af hverju við ákváðum að fara þessa leið,“ segir Halldór. Eins og alltaf voru nokkrar breytingar þó gerðar á húsinu, sund- laugagrænir panelar voru tekn- ir frá gluggunum í stigahúsinu til að byrgja ekki sýn og leggja áherslu á stigann og listaverk Nínu Tryggva- dóttur í ganginum. Þá var rafmagns- snúrum komið fyrir í gluggakerfinu í stað gipskanta sem gerði glerfront- inn þar með sýnilegri innan frá. En í öllum meginatriðum heldur hin móderníska hönnun Gísla Halldórs- sonar sér. „Ef einhvern tímann verður byggð algjörlega ný álma ætti hún kannski að tala til okkar tíma, en þar sem við vorum bara að bæta við einni hæð virkaði það ekki skynsamlegt að reyna að setja fram eitthvert „statement“. Hér erum við með einhverja 7.000 fer- metra af byggingum og þegar ég bæti 1.100 fermetra hæð ofan á, af hverju ætti ég að raska heildarmyndinni? Hvenær er maður sjálfur og manns eigin tími minni en sagan?“ n módernískra bygginga í Reykjavík n Verndun eða endurnýting „það er erfitt að réttlæta það í vist- vænu tilliti að rífa þessar byggingar og byggja eitt- hvað alveg nýtt. Vinna áfram með söguna Tark arkitektar leyfðu upphaflegu útliti Loftleiðaþyrpingarinnar að halda sér þegar þeir bættu við fjórðu hæðinni á skrifstofubyggingu Icelandair við Reykjavíkurflugvöll. Mynd Sigtryggur Ari Þ að þarf ekki mikið til svo að menn verði kallaðir „legend“ þessa dagana, en Krays-bræð- ur eru þó goðsagnakennd- ir gangsterar frá „Swingin‘ London.“ Í stað þess að einbeita sér að störf- um þeirra eða tíðarandanum er hér nokkurs konar ástarmynd á ferð. Og ekki beint vel heppnuð, maður hef- ur litla samúð með stúlku sem kýs að giftast glæpamanni en kann síð- an ekki að meta störf hans. Ekki fær maður heldur í raun að skilja hvað tengir bræðurna, annað en að þeir líta eins út. Allt hefur þetta ver- ið gert betur, í Goodfellas eða í fyrri mynd um þá bræður. Myndin er þó eftirtektarverð fyrir leik Toms Hardy, en tveir Hardy eru varla á við einn Johnny Depp. n Gangsta Deja Vú Valur gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Legend iMdb 7,5 rottentomatoes 60% Metacritic 59 Leikstjóri: Tom Helgeland Aðalhlutverk: Tom Hardy og Tom Hardy 131 mínútur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.