Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Blaðsíða 30
26 Fólk Vikublað 17.–19. nóvember 2015 Mjög fyndið að vera „heimsfræg“ á Íslandi n Katrín Edda er einn vinsælasti „snappari“ Íslands n Ókunnugir senda súkkulaði H ún treður í sig tveim- ur stykkjum af Nóa Síríus súkkulaði með piparköku- bitum, einu Toblerone og bætir svo við heilli plötu af Pipp súkkulaði með karamellufyll- ingu. Og fyrst hún er byrjuð á ann- að borð ákveður hún að gleypa líka í sig eitt Kinder súkkulaði. Hér er að sjálfsögðu um að ræða Katrínu Eddu Þorsteinsdóttur, sem á síðustu mánuðum hefur orðið einn vin- sælasti „snappari“ Ís- lands og er með um 7.000 fylgjendur, en það þykir ansi mikið á íslenskan mælikvarða. Fyrir þá sem ekki vita er „snappari“ sá sem nýtir sér smáforritið Snapchat til að senda frá sér myndbönd í gegnum netið til fylgjenda sinna. Katrín sendir mjög reglulega frá sér myndir af súkkulaðiáti, enda þykir henni súkkulaði gott. Sér- staklega súkkulaði frá Nóa Síríus. Súkkulaðiátið á einmitt sinn þátt í vinsældum hennar og upptalningin hér að framan er lýsing á raunveru- legu „snappi“. Fylgjendur senda súkkulaði Katrín Edda, sem er orku- og véla- verkfræðingur og býr og starfar í Þýskalandi, er mjög dugleg við að senda frá sér efni og það má eigin- lega segja að hún sé með sinn eigin raunveruleikaþátt. Hún ræður því auðvitað alfarið hvenær hún sendir frá sér efni og hvað hún sýnir. „Þetta er mjög þægilegt fyrirkomulag því ef ég nenni ekki að setja efni inn, þá sleppi ég því bara. En þá fæ ég reyndar skilaboð frá áhyggjufullum stúlkum sem spyrja hvað sé í gangi og hvort ég sé nokkuð dáin,“ segir Katrín hlæjandi, en flestir fylgjend- ur hennar eru ungar stúlkur. Hún reynir að vera þeim góð fyrirmynd í flestum tilfellum en stundum er hún bara að gantast og það getur haft afleiðingar í för með sér. Um daginn birti hún til dæmis í gríni heimilisfangið sitt og sagði að fylgjendur mættu endilega senda henni íslenskt súkkulaði, svona í ljósi þess að hún byggi í Þýska- landi og ætti erfitt með að nálgast það. „Svo allt í einu byrjaði ég að fá pakka og ég er búin að fá nokkra pakka fulla af súkkulaði. Þar að auki er ég oft á dag spurð út í heimilis- fangið og hvaða súkkulaði ég vilji, en ég svara því aldrei. Mér finnst alveg óþarfi að ungar stelpur á Ís- landi, sem ég þekki ekki neitt, séu að eyða aleigu sinni í súkkulaði handa mér. Ég vil ekki notfæra mér góðvild þeirra en þær eru algjörar dúllur.“ Fær mörg súkkulaði„snöpp“ Katrín Edda hlær innilega og seg- ist alveg eins búast við því að hún verði tekin fyrir á foreldrafundum í grunnskólum á næstunni fyrir þetta uppátæki sitt. Hún virðist hafa mik- il áhrif á stúlkurnar og umræður hafa skapast um myndbönd hennar inni í hópnum Beauty tips á samfé- lagsmiðlinum Facebook. Stúlkurn- ar ræða til að mynda mikið um allt súkkulaðið sem hún borðar, hvern- ig súkkulaði hún borði helst, hvar það fáist og fleira í þeim dúr. „Ég mun örugglega verða þess valdandi að þær fá sykursýki 2, tannpínu eða eitthvað álíka. Ég veit ekki hvað ég fæ mörg „snöpp“ á dag af stelpum að borða súkkulaði. Svo fæ ég líka „snöpp“ úr búðum þar sem er búið að tæma allar Milka- og Nóa Síríus- hillurnar. Allt mjög eðlilegt.“ Katrín Edda má þakka fyrir að búa í Þýskalandi því annars yrði hún örugglega fyrir áreiti á götum úti. Hún fann allavega fyrir tölu- verðri athygli þegar hún kom heim í ágúst síðastliðnum. „Ég fór til dæm- is í Nammiland og keypti þrjú kíló af súkkulaði og þegar ég kom út úr Hagkaup þá fékk ég skilaboð frá stelpunni á kassanum sem var að gera grín að mér fyrir að hafa keypt svona mikið súkkulaði.“ Sixpack og súkkulaðiát En Katrín Edda birtir ekki bara mynd- bönd af sjálfri sér að borða súkkulaði, hún ræðir allt milli himins og jarðar og leyfir fólki að fylgjast með dag- legu lífi sínu. Þá á hún tvær kisur sem skipa stóran sess í lífi hennar og þær fá líka að vera með. Katrín hefur fengið hrós fyrir að koma til dyranna eins og hún er klædd og að fegra ekki líf sitt með óeðlilegum hætti. Katrín Edda, sem er fyrrverandi fitness-keppandi, er oft spurð að því hvernig hún fari að því að borða svona mikið súkkulaði en samt vera í jafn góðu formi og hún er. Þá hef- ur verið ýjað að því að hún hljóti að vera með einhvers konar átröskunar- sjúkdóm. „Ég borða auðvitað ekki 100 kíló af súkkulaði alla daga. Ég fer í ræktina á hverjum degi og hef ver- ið að keppa í fitness. Dagana sem ég borða mikið súkkulaði þá þyngist ég frekar hratt, sem er yfirleitt bara vökvasöfnun vegna mikils magns einfaldra kolvetna í einu, en um leið og ég fer í mína venjulegu rútínu virku dagana, borða hollan mat og er dugleg að fara í ræktina þá renn- ur það fljótt af mér. En það er eins og fólk muni bara eftir mér að borða súkkulaði og með sixpack, en raun- in er sú að dagsdaglega er ég í mun venjulegra formi en ég hef verið fyrir myndatökur og keppnir.“ Reynir að vera góð fyrirmynd Um daginn birti hún svo langt myndband þar sem hún ræddi um átröskun sem hún glímdi við þegar hún var yngri. Það vakti mikla athygli og viðbrögðin voru gríðarleg. Hún fékk yfir 500 skila- boð, bæði frá ungum stúlkum og eldri konum. Sumar voru jafnvel í sömu sporum en aðrar vildu bara einfaldleg hrósa henni. „Ég fékk að heyra að fyrst hefði ég bara ver- ið fyndinn „snappari“ en nú væri ég fyrirmynd fyrir margar. Og mér var þakkað fyrir að koma hreint fram. Áhrifin komu mér á óvart og ég var hrærð yfir mörgum skilaboðunum. Ég reyni því að vera góð fyrirmynd þó að ég sé kannski ekki alltaf til fyrirmyndar hvað sykurinn varðar. Ég fæ oft skilaboð frá stelpum sem eru í basli með sjálfstraust og ann- að og ef ég sendi þeim persónuleg „snapp“-skilaboð til baka þá finnst þeim það æðislegt og ég finn ég fyr- ir miklu þakklæti og jafnvel furðu yfir að ég skyldi yfirhöfuð svara. Það er mjög fyndið að vera svona „heimsfræg“ á Íslandi“, segir Katrín Edda hlæjandi að lokum. Áhuga- samir geta fylgst með Katrínu Eddu á Snapchat þar sem hún er undir nafninu katrinedda1. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Ýmsar gerðir Katrín Edda verður alltaf mjög glöð þegar hún fær sendingar af íslensku súkkulaði. Bregður á leik Katrín Edda er dugleg að birta myndir af sér borðandi súkkulaði á Snapchat. Fyllt á Þegar Katrín Edda fer til Íslands reynir hún að birgja sig upp af nammi sem ekki fæst í Þýskalandi. „Ég mun örugglega verða þess valdandi að þær fá sykursýki 2, tann- pínu eða eitthvað álíka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.