Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Blaðsíða 11
Vikublað 17.–19. nóvember 2015 Fréttir 11
Í S L E N S K H Ö N N U N O G S M Í Ð I
LAUGAVEGI 61 KRINGLUNNI SMÁRALIND
hættur við þátttöku. Það reyndist
vera rangt því Magnus mætti til
leiks í þriðju umferð og gjörtapaði
eins og áður segir. Hann var mjög
ósáttur við úrslitin og var auðsjáan-
lega mikið niðri fyrir. Hann virti til
dæmis fjölmiðlamenn fullkomlega
að vettugi eftir skákina.
Árangur Carlsen í liðakeppnum
með Noregi er frekar slakur á hans
mælikvarða, þegar hann tekur þátt
á annað borð. Hann tefldi síðast á
Evrópumóti landsliða í Heraklion
árið 2007 en þá var hann ekki orðinn
sterkasti skákmaður heims. Hann
mætti ekki til leiks árið 2009, 2011
og 2013 og því kom þátttaka hans
hér í Reykjavík töluvert á óvart. Það
kann að vera að sterk tengsl hans við
landið hafi eitthvað með þátttökuna
að gera en árið 2004 veitti Skáksam-
band Íslands honum stórkostlegt
tækifæri með því að bjóða honum
barnungum að tefla í hraðmóti
þar sem einn andstæðinganna var
Garry Kasparov. Mótið vann sér
gylltan sess í skáksögunni því þetta
var í einu skiptin sem Carlsen og
Kasparov, sem báðir gera tilkall til
sæmdarheitisins „Besti skákmaður
allra tíma“, mættust. Meistararnir
gerðu jafntefli í fyrstu skákinni en
Kasparov vann síðari skákina og
þar með einvígið. Orð Magnus eft-
ir ósigurinn fóru eins og eldur í sinu
um fjölmiðla heimsins. „Ég tefldi
eins og barn,“ sagði barnið.
Þeirri kenningu hefur verið
varpað fram að Magnus kunni því
illa að standa í miðjumoði með
sveit Noregs. Landslið sem engan
möguleika á í að berjast um sigur-
launin. Um árabil hefur hann ver-
ið langsamlega sterkasti skákmað-
ur heims og sigurstranglegastur á
öllum mótum. Hann stendur líka
undir pressunni því yfirleitt vinnur
hann öll mót sem hann tekur þátt
í. En með landsliði Noregs hefur
gengið verið fallvalt. Hann mætti
á Ólympíumótið í Khanty-Mansi-
ysk 2010 og tefldi eins og afglapi,
fékk aðeins 4,5 vinninga af 8. Menn
héldu að hann væri hreinlega veik-
ur. Hann mætti ekki til leiks í Ist-
anbúl 2012 en á Ólympíumótinu í
Tromsö var hann skyldugur til þess
að verja heimavöllinn. Þar tapaði
hins vegar tveimur skákum gegn
mun veikari andstæðingum.
Tap gegn Aronian er enginn
heimsendir fyrir Carlsen enda hafa
þeir félagar marga hildi háð og
Armeninn er óumdeilanlega einn
sterkasti skákmaður heims. Það
ræðst aftur á móti í næstu umferðum
hvort Carlsen geti snúið genginu við
og bjargað mótinu. Ef ekki þá sjáum
við sennilega enn minna af honum í
liðakeppnum framtíðarinnar.
Titringur í austri
Evrópumót landsliða er eitt allra
sterkasta skákmót ársins og þar
vilja allir metnaðarfullir skákmenn
spreyta sig. Tvær afar sterkar skák-
þjóðir ákváðu að sitja heima og báru
fyrir sig fjárskorti, Búlgaría og Ísrael.
Búlgarar eru mikil skákþjóð og státar
landið af þrjátíu stórmeisturum. Í
þeirra liði er Veselin Topalov, annar
stigahæsti skákmaður heims, og
hefði liðið eflaust gert atlögu að góð-
málmum á mótinu og fjarvera þeirra
hefur vakið upp reiðiöldu meðal
skákmanna þar eystra.
Fjölmargir sterkustu skákmenn
landsins skrifuðu tilfinningaríkt
opið bréf til skáksambands lands-
ins og stjórnvalda þar sem þeir for-
dæmdu þá ákvörðun að taka ekki
þátt í EM og nefndu fjölmörg dæmi
um peningaaustur í önnur skák-
tengd verkefni. Það vilja allir vera í
Reykjavík þessi misserin.
Sama má segja um Ísrael sem
er eitt af skákstórveldum heims-
ins. Gárungar töldu að borgarstjórn
Reykjavíkur hefði með bókunar-
gleði sinni komið í veg fyrir þátttöku
landsins en heimildir DV herma að
engin tengsl séu þar á milli.
Skáksamband landsins hafi ein-
faldlega verið að spara en í leiðinni
sett pressu á yfirvöld um að styðja
betur við skáklíf í landinu. Það hafði
tilætluð áhrif því málið var rætt í
þaula á ísraelska þinginu nokkrum
dögum fyrir mót og voru stjórnar-
andstæðingar harðorðir í garð ráða-
manna fyrir að sú hneisa væri látin
viðgangast að sterkustu skákmenn
Ísrael væru ekki fulltrúar lands-
ins í Reykjavík. Fréttir herma að
aukafjárveiting hafi verið samþykkt
tveimur dögum fyrir upphaf móts-
ins og þá hafi allt farið á fleygiferð
við að bóka flug, hótel og sannfæra
meistara landsins um að hoppa til
Reykjavíkur með engum fyrirvara.
Það reyndist hins vegar ógjörning-
ur og Ísraelar gáfu þátttökuna end-
anlega upp á bátinn rúmlega sólar-
hring fyrir mótið. n
Simon Williams og Fiona Antoni-Steil Tvíeykið útskýrir það sem fyrir augu ber í fjórar
klukkustundir á degi hverjum. 64 þúsund manns fylgdust með þriðju umferð mótsins frá
öllum heimshornum.
Guðlaug Þorsteinsdóttir Geðlæknirinn geðþekki sneri tilbaka í íslenska kvennalands-
liðið eftir langt hlé og hefur staðið sig frábærlega. Hún státar af tveimur vinningum af
þremur gegn sterkum andstæðingum.
E
rlendur Þór Eysteinsson,
fyrrverandi sambýlismaður
Ásdísar Hrannar Viðars-
dóttur, var á föstudag dæmd-
ur í fjórtán mánaða fangelsi
fyrir hótanir sem hann sendi henni
símleiðis í smáskilaboðum. Ítrek-
að hefur verið fjallað um áreiti Er-
lendar í garð Ásdísar, en hann hef-
ur meðal annars verið dæmdur
fyrir líkamsárás í garð hennar og var
settur í nálgunarbann árið 2013. Ás-
dís flutti frá höfuðborgarsvæðinu og
til Þórshafnar til að reyna að losna
undan áreiti hans á sínum tíma.
Annað mál, tengt Erlendi, bíður
meðferðar Hæstaréttar, en Erlendur
áfrýjaði því í sumar eftir að dómur
féll þar sem hann var dæmdur í
fimmtán mánaða fangelsi, skilorðs-
bundið til tólf mánaða. Ásdís segist
bíða eftir því að málið fari aftur fyrir
dóm svo hægt sé að klára það.
Sendi 51 skilaboð
Málið sem nú um ræðir tengist hót-
unum og skilaboðum sem Erlend-
ur sendi á mánaðarlöngu tímabili
í sumar. Með skilaboðasendingun-
um rauf Erlendur skilorð vegna
dómsins sem féll í sumar og segir í
dómi: „Ber því að taka skilorðshluta
dómsins upp og gera ákærða refs-
ingu í einu lagi.“ Á tímabilinu sendi
Erlendur 51 skilaboð.
Í þeim segir hann meðal annars
orðrétt: „Some things will hunt us
for the rest of our lifes“ og „Fæddur
á mánudegi, minn dagur. Og hvað
getur maður gert þá? Það er svo
mart. Veltir hlutum upp hvað á að
gera. Lætur til skarar skríða, en ekki
hvað?“
Einnig segir í öðrum skilaboð-
um: „Ég er ekkert að fara neitt“,
„Verður maður ekki að fylgjast með
öllu“ og fjögur skilaboð í röð segja:
„Shit happens“, „And it will“, „For-
ever“ og „Og þú munt Aldrei losna
undan þinni lýgi og misnotkun“.
Skilaboðin: „Who will hount you for
the rest of your life?“ eru sérstaklega
ógnvekjandi.
Vonar að hann láti af þessu
Erlendur hélt því fram skilaboðin
fælu ekki í sér hótanir, en gekkst við
því að hafa sent þau. Í dómi Héraðs-
dóms Norðurlands eystra kemur
fram að Erlendi var í desember 2013
gert að sæta nálgunarbanni gagn-
vart Ásdísi og í júní 2015 var hann
í héraði sakfelldur fyrir ýmis brot
gegn henni, þar á meðal líkams-
árás, og fyrir að brjóta gegn nálg-
unarbanni. Hann hefur nú áfrýjað
því máli. Skilaboðasendingarnar
hófust einni viku eftir að sá dómur
féll í júní og eru mun fleiri en tiltek-
in eru í dómi.
Ásdís segir að á tímabilinu júní,
júlí og ágúst sé um að ræða 300
skilaboð. „Eftir 51 fór ég fram á
nálgunarbann, en málinu var klúðr-
að hjá lögreglunni,“ segir hún. „Í
dag lætur hann mig í friði en hann
sendir sambýlismanni mínum
skilaboð. Við vorum erlendis í fríi
fyrir skemmstu og hann fékk um
50 skilaboð á þeim tíma. Hann læt-
ur mig í friði, en er að trufla einka-
líf mitt,“ segir Ásdís. „Við erum ekki
búin að kæra það, við erum alltaf að
bíða og vona að hann hætti þessu,“
segir Ásdís. „Við sýnum eiginlega
óeðlilegt umburðarlyndi gagnvart
þessu öllu,“ segir hún og bætir við:
„Flestir eru ekki eins og hann. Aðrir
væru búnir að láta sér segjast. Hann
kemur manni í raun alltaf á óvart
með því að hætta aldrei.“ n
„Erum alltaf að
bíða og vona
að hann hætti“
Erlendur Þór dæmdur fyrir að senda Ásdísi 51 hótunarskilaboð
„Ég er ekkert að fara neitt“ Í skilaboðunum lætur Erlendur það í ljós að hann vilji
skaða Ásdísi. Mynd FAcEbook