Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Blaðsíða 8
8 Fréttir Vikublað 17.–19. nóvember 2015
Er skipulagið í lagi...?
Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki
Brettarekkar
Gey
mslu
- og
dekk
jahi
llur
Mikil burðargeta
Einfalt í uppsetningu
KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00
Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík
Sími 53 53 600 - Fax 567 3609
Kveikt í kertaframleiðslu
Fjölskylduhjálpar Íslands
n Mikilvæg fjáröflunarleið fyrir hjálparsamtökin n Tíð skemmdarverk
Þ
etta er afskaplega sorglegt
fyrir okkur því kertasalan
er eitt af okkar fjáröflun
arátökum,“ segir Ásgerður
Jóna Flosadóttir, formaður
Fjölskylduhjálpar Íslands, en
kveikt var í gámi við húsnæði sam
takanna í Iðufelli í Reykjavík á
sunnudagskvöld. Undanfarin ár
hefur Fjölskylduhjálpin framleitt
útikerti úr tólg til fjáröflunar fyrir
jólin en þau hafa verið seld í stór
mörkuðum hér á landi. Gámurinn
er gjörónýtur eftir skemmdarverk
in, en framleiðslan fyrir jólin nú
átti að hefjast formlega eftir tvær
vikur.
„Þetta var afar vandaður gám
ur sem Hafnarbakki hefur lánað
okkur gegn lágmarkstryggingu. En
núna verður gámurinn fjarlægður
á miðvikudag og þá erum við
gámalaus, því alls óvíst er hvort
við getum fengið annan gám,“
segir Ásgerður Jóna. Hún segir að
í gámnum hafi verið mikið af not
uðum fötum sem þar hafi verið
geymd.
Tíð skemmdarverk
Auk íkveikjunnar voru rúður
brotnar í húsnæði samtakanna en
Ásgerður segir að talið sé að ung
lingar hafi verið þarna að verki.
Einn sjálfboðaliða Fjölskyldu
hjálpar Íslands, sem býr í ná
grenninu, kom að eldsvoðanum
og náði myndbandi sem meðfylgj
andi myndir eru fengnar úr. Þar
má sjá slökkvilið reyna að ráða
niðurlögum eldsins og virtist það
ganga ágætlega. Aðstandendur
samtakanna eru þó að sögn Ás
gerðar orðnir langþreyttir á tíðum
skemmdarverkum sem þessum. „Það er oft búið að brjóta hjá
okkur rúður og Íspan hefur verið
mjög almennilegt við okkur þegar
við lendum í því.“ Bætir hún við að
í fyrra hafi bandarískt fyrirtæki val
ið samtökin úr hópi góðgerðasam
taka til að styrkja og því hafi fylgt að
samtökin fengu gefins mjög flottan
frystiklefa auk þess sem fyrirtækið
keypti málningu og málað allt hátt
og lágt. Nú sé hins vegar öll sú góða
vinna þakin í veggjakroti.
„Á kvöldin, í skjóli nætur, safn
ast þarna saman hópur af ung
lingum. Og það er alltaf talað um
að þetta séu krakkar úr Breiðholti
en það er ekki því það eru ung
lingar alls staðar að úr Reykja
vík sem safnast þarna saman. Það
sem við þyrftum að gera er hrein
lega að girða í kring, ef við fengjum
leyfi hjá Reykjavíkurborg. Við get
um ekki verið með öryggismynda
vélar, því það er of dýrt fyrir okkur.“
Aðstoða þúsundir
Um tjónið segir Ásgerður að sam
tökin eigi eitthvað af kertum en
ljóst sé að frekari framleiðslu, sem
átti að hefjast um næstu mánaða
mót, hafi nú verið stefnt í voða.
„Þetta er auðvitað bagalegt því
við erum með mörg þúsund fjöl
skyldur sem leita til okkar eftir
jólaaðstoð. Við verðum auðvitað
með jólaaðstoð núna, fjóra daga
og eina stóra úthlutun í Reykjanes
bæ í desember. Svo erum við með
jólamarkaði en allt sem kemur
inn af mörkuðunum, og er unnið
af sjálfboðaliðum, fer allt í matar
sjóðinn. Síðan er keyptur matur
fyrir það.“ n
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Sorglegt Ásgerður Jóna Flosadóttir,
formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir
íkveikjuna og tíð skemmdarverk á húsnæði
samtakanna afar sorgleg.
Kærleikskerti Kerta-
framleiðslan og salan er
mikilvæg fjáröflunarleið
fyrir Fjölskylduhjálp Íslands
og eru seld til að fjármagna
matargjafir fyrir jólin.
Af vettvangi Gámurinn stóð í
ljósum logum þegar slökkvilið bar
að garði. Greiðlega gekk að ráða
niðurlögum hans en gámurinn er
gjörónýtur og þar með aðstaða
Fjölskylduhjálpar Íslands til
kertaframleiðslu.
Fengu
viðurkenningar
Guðjón Friðriksson fékk afhent
verðlaun Jónasar Hallgrímsonar á
Degi íslenskrar tungu í gær, mánu
dag. Illugi
Gunnarsson
menntamála
ráðherra veitti
verðlaunin
í Bókasafni
Mosfellssbæj
ar. Tónlistar
maðurinn
Bubbi
Morthens fékk sérstaka viður
kenningu fyrir stuðning sinn við
íslenska tungu og er hrósað fyrir
að hafa lagt áherslu á vandaða
textasmíð á íslensku.
Guðjón Friðriksson hefur
á undanförnum árum skrifað
ævisögur og má þar nefna Einar
Benediktsson, Hannes Hafstein,
Jón Sigurðsson forseta og Jónas frá
Hriflu. „Stíll Guðjóns er þrótt mik
ill og fágaður í senn, ljóðrænn og
skáld leg ur, en um fram allt ein stak
lega læsi leg ur og heill andi. Það má
telja víst að Jón as Hall gríms son
hefði kunnað að meta þannig stíl
brögð,“ seg ir í um fjöll un nefnd ar
inn ar.
Borgarstjóri í
Laugardalslaug
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
hefur flutt skrifstofu sína í hús
næði Laugardalslaugar. Í vikunni
mun hann heimsækja skóla,
stofnanir,
íþróttafélög
og fyrirtæki í
Laugardal og
Háaleiti að því
er fram kemur
í tilkynningu
frá borginni.
Í gær
heimsótti
hann Laugalækjarskóla þar sem
hann fundaði með sviðs og
skrifstofustjórum borgarinnar.
Þetta ku vera í fjórða sinn sem
borgarstjóri flytur skrifstofu sína
tímabundið innan borgarinnar en
áður hefur hann um skamma hríð
dvalið í Árbæjarhverfi, Breiðholti
og í Hlíðunum og Norðurmýri.