Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Blaðsíða 28
24 Fólk Vikublað 17.–19. nóvember 2015
Fæst í öllum helstu apótekum og Heilsuhúsinu.www.provision.is
Viteyes AREDS2 er andoxunarvítamín með
sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað
við aldursbundinni augnbotnahrörnun.
Nú er vítamínið með endurbættri formúlu
sem gerir það enn betra en áður.
Viteyes í nýju umbúðunum er komið í
dreifingu og er fáanlegt á sömu stöðum
og áður, um allt land.
NÝTT OG ENDURBÆTT
AUGNVÍTAMÍN
Í NÝJUM UMBÚÐUM!
Nýjar
umbúðir
Augnheilbrigði
Neistinn kviknaði á skjánum
Fólk sem varð ástfangið eftir að hafa leikið ástfangin pör í sjónvarpinu
Saman, sundur,
saman Aðdáendur Game of
Thrones muna vel eftir ástríðufullu
sambandi Ygritte og Jon Snow.
Leikararnir, Rosie Leslie og Kit
Harington, urðu kærustupar við
tökur þáttanna. Eftir einhverja
mánuði slitnaði upp úr sambandi
þeirra en samkvæmt slúðurblöðunum
vestanhafs gæti verið að parið sé aftur
farið að rugla saman reytum.
Hláturinn
þagnaði Grínistarnir Amy
Poehler og Will Arnett fóru að stinga saman
nefjum við tökur á Arrested Development.
Tíu ára hjónabandi og tveimur börnum síðar
er sambandinu lokið.
Skiptar skoðanir Aðdáendur vampíru-
þáttanna True Blood skiptust í tvær fylkingar þegar þær fréttir
bárust að aðalleikkonan, Anna Paquin, og Stephan Moyer væru
heitasta parið í bænum. Í þáttunum slást þeir Eric Northman, leikinn
af sænska kvennagullinu Alexander Skarsgård, og Bill Compton, sem
leikinn er af Moyer, um Sookie Stackhouse. Margir vildu að Northman
hefði vinninginn. Paquin og Moyer eru hins vegar gift og eiga saman tvíbura.
Svakalegir
neistar Fjórum mánuðum eftir
skilnaðinn við leikarann David Duchovny
fóru sögusagnir á kreik um meint ástar-
samband samleikaranna Tea Leoni og Tim
Daly í Madame Secretary. Tea og David
höfðu verið gift í 14 ár og eignuðust tvö
börn saman en þau sóttu um skilnaði árið
2011. Núverandi samstarfsfélagar Tea og
Daly segja neistana á milli þeirra á skjánum
hafa verið svo rosalega að það hafi ekki
komið neinum á óvart að þau skyldu verða
ástfangin í raunveruleikanum.
Ennþá
saman Þótt
sambandið hafi ekki
alltaf verið upp á marga
fiska í sjónvarpsþáttunum Revenge eru
Emily VanCamp og Josh Bowman innilega
ástfangin í raunveruleikanum. Þau kynntust
við tökur þáttanna og eru ennþá saman þrátt
fyrir að Revenge hafi sungið sitt síðasta.
Blóðheitt samband Blóðþyrstir
aðdáendur unglingadramans The Vampire Diaries réðu sér ekki fyrir
kæti þegar upp komst um raunverulegt ástarsamband Ninu Dobrev og
Ian Somerhalder. Þau voru saman í þrjú ár en hafa nú farið hvort í sína áttina. Ian hefur
kvænst annarri konu en bæði segjast þau afar góðir vinir.
Fundu hvort
annað aftur Ashton
Kutcher lék ástsjúka unglinginn
Michael Kelso í That ’70s Show.
Núna, fjölmörgum árum síðar,
er Kunis ástin í lífi Kelso. Þau eru
hamingjusamlega gift og eru eitt
heitasta par Hollwyood. Kutcher og
Mila Kunis eiga eina dóttur saman, Wyatt
Isabelle Kutcher.