Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Blaðsíða 21
Lífsstíll 17Vikublað 17.–19. nóvember 2015
og
Smáratorgi · Korputorgi
HUNDAFÓÐUR
FÆST HJÁ OKKUR
Kápan skiptir miklu máli
n Hrafn er grafískur hönnuður og hannar bókarkápur n Þarf að vera meðvitaður um markhópinn
H
rafn Gunnarsson er 33
ára margverðlaunaður
grafískur hönnuður sem
hannar fallegar bókarkáp-
ur. Hann hefur í nógu að
snúast þessa dagana enda einn af
eigendum Brandenburg, hönnun-
ar- og auglýsingastofu sem stað-
sett er í hjarta miðborgarinnar.
Hann lærði á sínum tíma í Listahá-
skóla Íslands og hefur alla tíð síð-
an getið sér gott orð í sínum geira
og hefur unnið til fjölda verðlauna
fyrir ýmiss konar hönnunarvinnu.
Ein tegund þeirra verkefna
sem Hrafn hefur tekið að sér er að
hanna bókarkápur. Þar sem jóla-
bókaflóðið er handan við hornið
ákvað Hönnunarhornið að ræða
við Hrafn. Hönnunin á kápunni
skiptir jú gríðarlegu máli þegar
maður á að velja eina bók fremur
en aðra.
Hvað þarf til að prýða góða
bókarkápu?
„Ætli hún þurfi ekki fyrst og fremst
að vera spennandi. Mikilvægt er
að það sé eitthvað á kápunni sem
grípur þá sem bókin á að höfða til.
Það er ekki verra ef hún aðskilur
sig úr stafla af sambærilegum bók-
um.“
Hvað hefur þú til hliðsjónar
þegar þú hannar kápu?
„Maður þarf að vera meðvitaður
um fyrir hverja maður er að hanna
og skoða markhópinn vel. Það sem
virkar fyrir miðaldra karlmenn
virkar líklega ekki fyrir unglings-
stelpur. Svo þarf að hafa í huga um
hvað bókin er, það er gott ef kápan
getur endurspeglað innihald bók-
arinnar á einhvern hátt án þess að
gefa of mikið upp um innihaldið.“
Áttu þér uppáhaldsbókarkápu?
„Ekki einhverja eina sem ég man í
fljótu bragði. Þær eru ansi margar
fallegar, en því miður eru þær líka
ansi margar ljótar.“
Í lokin báðum við Hrafn um að
benda okkur á dæmi um flottar
bókarkápur, að hans mati. n
Skýrist Kápa bókarinnar „Lolita“ eftir
Vladimir Nabokov endurspeglar innihald
bókarinnar en tengingin skýrist við lestur.
Hönn-
unar-
Horn
Kolfinna Von Arnardóttir
kolfinna@artikolo.is
Andlit
skapa
tengingar
Í vikunni sem leið kom út bókin
„Stelpur“ eftir Kristínu Tómasdóttur,
og á Hrafn heiðurinn af hönnun bók-
arkápunnar. Hönnunarhornið rýndi
í hönnun kápunnar. Þar sem bókin
er skrifuð fyrir unglingsstelpur þarf
kápan að höfða til þess markhóps
með réttum hætti. Þetta er ný bók í
unglingabókaflokki Kristínar en nú
var ákveðið að fara nýrri leiðir en
hafa verið farnar áður á sama tíma
og hann þurfti að tengja kápuna við
fyrri bækur höfundar. Hann kaus
pastel-liti, og meðvitað notaði
hann bláan lit og bleika stafi til að
kápan yrði hóflega stelpuleg. Andlit
höfundar prýðir kápuna en það er vegna
þess að andlit skapa tryggari tengingar
við mögulega lesendur frekar en grafík.
Kápan mátti ekki vera of barnaleg því
stelpur lesa oftar upp fyrir sinn aldurshóp.
Galaxy-stjörnum var bætt við, því bókin
endurspeglar allt á milli himins og jarðar.
Svona getum við fundið faldar merkingar
á kápum sem endurspegla á einn eða
annan hátt innihaldið, því er oft gaman
að velta kápunni fyrir sér eftir lestur
bókarinnar.
Orðaleikur „On the Road“ eftir Jack Keourac sýnir gott dæmi um flotta kápu sem grafískt
leikur sér að heiti og innihaldi bókarinnar með hálfgerðum „orðaleik“.
„Leyndardómar Snæfellsjökuls“
eftir Jules Verne er annað dæmi um bók sem
Hrafni þykir hafa flotta kápu.
Þ
að er mjög auðvelt og
fljótlegt að útbúa svo-
kallaða mexíkópítsu, þar
sem notast er við tilbúna
tortillu-pítsubotna, til dæm-
is frá Santa Maria. Útfærslan
getur verið mjög mismunandi
og sumum finnst best að nota
pítsusósu á botnana en aðrir
nota salsasósu. Í meðfylgjandi
uppskrift er blandað saman
salsasósu og rjómaosti, sem gerir píts-
una einstaklega ljúffenga. Þá mið-
ast áleggið við smekk manna, en hér
er eingöngu notað nautahakk. Upp-
skriftin miðast við tvær mexíkó pítsur
og er hæfileg fyrir tvo.
Það sem þarf:
n Tveir tortillu-pítsubotnar
n Þrír fjórðu krukka af salsasósu
n Tvær til þrjár matskeiðar af rjómaosti
n 250–300 grömm af nautahakki
n Hálfur pakki taco seasoning mix
n Kóríanderkrydd eftir smekk
n Hvítlauksduft eftir smekk
n Einn poki pítsuostur
Aðferð
Setjið tvo pítsubotna á álpappír á
ofnplötu. Blandið saman salsasósu
og rjómaosti og hitið í potti þar til
blandast hefur
vel saman. Smyrj-
ið þá sósunni á botnana, en
það er gott að setja mikið af sósu til
að gera pítsuna safaríkari. Brúnið
nautahakk á pönnu, bætið season-
ing mixinu út í ásamt einni til tveim-
ur matskeiðum af vatni. Látið malla
á pönnunni þar til mest af vatninu
hefur gufað upp. Setjið þá nauta-
hakkið á pítsurnar, dreifið osti yfir
og kryddið með kóríander og hvít-
lauksdufti eftir smekk. Bakið í ofni
við 180 gráður í 15 mínútur. Gott er
að bera pítsurnar fram með fersku
salati, sýrðum rjóma og guacamole.
Njótið vel. n
Mexíkópítsa
með nautahakki
Einföld og fljótleg pítsa sem er tilbúin á innan við hálftíma
Sniðug pitsa
Þessari uppskrift er
ekki hægt að klúðra.