Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Blaðsíða 12
Vikublað 17.–19. nóvember 201512 Fréttir Erlent Fyrirtæki og verslanir: Heildar- lausnir í umbúðum Talið að 400–500 flugumenn iSiS Séu í evrópu n „Frakkland er í stríði,“ segir Hollande n Óttast fleiri árásir n Hversu langt á að ganga til að tryggja öryggi almennings? „Lífið er að færast smám saman í eðlilegt horft, eins og hægt er. Maður verður hins vegar var við hversu alvarlegir borgar­ búar eru og það er sláandi að sjá ekki hræðu við Eiffelturninn,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París. „Fólk var til að byrja með hvatt til þess að halda sig innan dyra og því voru mjög fáir á ferli. Það var aftur á móti mikil bíla­ umferð og greinilegt var að borgarbúar forðuðust að nota neðanjarðarlestakerf­ ið,“ segir Berglind. Allar stofnanir séu þó opnar í dag, skólar og fyrirtæki. Hún segist ekki verða vör við reiði en að sársauki borgarbúa sé allt að því áþreifanlegur. „Parísarbúar átta sig á því að tilviljun ein réð hverjir urðu fórnarlömb árásanna. Hver sem er hefði getað verið staddur á tónleikum eða á veitingastað og lent í hringiðunni. Þetta er því árás á daglegt líf borgarbúa og öryggi þeirra er ógnað,“ segir Berglind. Frönsk yfirvöld tilkynntu um það á mánudagsmorgni að lögreglan hefði komið í veg fyrir að minnsta kosti sex hryðjuverkatilræði sem voru í bígerð undanfarin misseri. „Fólk vill helst ekki vita af því, það er svo skelfilegt. En það er huggun harmi gegn að þetta er til vitnis um öflugt öryggiskerfi landsins,“ segir Berglind. Hún segir að umræðan í landinu snúist að miklu leyti um rannsókn yfirvalda á hverjir hafi skipulagt ódæðið og hvaða afleiðingar árásirnar muni hafa á daglegt líf landsmanna. „Það eru neyðarlög í gildi, sem gefa yfirvöldum aukin völd, í óákveðin tíma og vegabréfaeftirlit alls staðar. Frakkar velta því fyrir sér hvort um tímabundið ástand sé að ræða eða hvort varanleg breyting verði á lífi fólks,“ segir Berglind. Hún segir að stóra spurn­ ingin sem brenni á vörum allra sé hversu langt yfirvöld geti réttlætt að ganga til þess að tryggja öryggi enda geti það vegið að persónufrelsi einstaklinga. F rakkland er í stríði,“ voru orð Francois Hollande Frakk­ landsforseta þegar hann ávarpaði vígreifur þing landsins í Versölum í gær­ morgun, mánudag. Hann fór mik­ inn í að úthúða „hugleysingjunum“ sem stóðu að baki árásunum. Fram kom að lagt yrði fyrir þingið laga­ frumvarp sem framlengir neyðar­ ástand í landinu í þrjá mánuði í við­ bót auk þess sem forsetinn boðaði breytingar á stjórnarskrá landsins. Hollande sagði að heimild yrði að vera til staðar til þess að svipta fólk ríkisborgararétti og vísa því úr landi teljist það tengjast hryðjuverka­ starfsemi. „Villimenn munu ekki hindra okkur í því að lifa eins og við viljum lifa. Að lifa til fulls,“ sagði for­ setinn að lokum og hvatti Banda­ ríkjamenn og Rússa til þess að sameinast um að útrýma ISIS í eitt skipti fyrir öll. Frakkar létu sprengj­ um rigna yfir Raqqa, höfuðvígi ISIS, á sunnudag og eyðilögðu meðal annars þjálfunarbúðir samtakanna. Hóta árásum í Evrópu og Bandaríkjunum Manu el Valls, for sæt is ráðherra Frakk lands, varaði við því í morg­ un að bú ast mætti við frek ari hryðju verka árás um á næstu dög­ um eða vik um í Frakklandi eða ann ars staðar í Evr ópu. Í kjölfarið birtu ISIS­liðar myndband þar sem voðaverkunum í París var fagnað og fleiri árásum í Evrópu og Banda­ ríkjunum hótað. Meðal annars kom fram að Washington D.C., höfuð borg Bandaríkjanna, væri skotmark samtakanna. Einnig hafa borist tilkynningar um að sænsk­ um stjórnvöldum hafi verið hótað en ómögulegt að er að segja hvort um raunverulega ógn sé að ræða. Sænsk stjórnvöld líta hótanirnar alvarlegum augum. Um 400–500 flugmenn ISIS í Evrópu Árásir á borð við þær sem áttu sér stað í París föstudagskvöldið 13. nóvember er atburðarás sem yfir­ völd hafa óttast, varað við og barist gegn í mörg ár. Reglulega hafa fréttir skotið upp kollinum um að lögreglu­ yfirvöld í álfunni hafi komið í veg fyrir slíkar árásir eða stöðvað þær í fæðingu. Hryðjuverkamennirnir þurfa hins vegar aðeins að hafa heppnina með sér einu sinni en lög­ reglan undantekningarlaust. Upp­ gangur ISIS í kjölfar borgarastyrj­ aldarinnar í Sýrlandi hefur aukið verulega á hryðjuverkaógn í Evrópu enda eru samtökin mun aðgengi­ legri og sýnilegri en al­Kaída. Öfga­ fullir einstaklingar sem aðhyllast málstað samtakanna geta á einfald­ an hátt flogið til Tyrklands og ferð­ ast landleiðina til Raqqa, höfuðvíg­ is ISIS. Þar fá þessir aðilar þjálfun og í kjölfarið reyna margir að snúa til baka til Evrópu, með illt í huga. Leiðin tilbaka er hins vegar mun erfiðari enda er eftirlit evrópskra yfir valda mjög umfangsmikið og skilvirkt. Samkvæmt frétt Economist er þó talið er að um 400–500 slíkir flugumenn samtakanna, sem kom­ ist hafa í gegnum nálarauga lög­ reglu, séu í Frakklandi og Bretlandi. Erfiðast að stöðva þá sem starfa einir Í sömu frétt kemur fram að önnur ógn við öryggi Evrópu séu einstak­ lingar sem aðhyllist þessar öfga­ fullu skoðanir og séu í sambandi við talsmenn ISIS­samtakanna í gegn­ um samfélagsmiðla. Þessir einstak­ lingar eru taldir alvarleg ógn því að mögulegar árásir þeirra eru algjör­ lega tilviljunarkenndar og afar erfitt er fyrir yfirvöld að hafa eftirlit með þessum einstaklingum. Dæmi um slíkt er hinn 25 ára gamli Ayoub El Khazzan en farþegar um borð í lest á leið til Parísar stöðvuðu hann með árásariffil í fórum sínum áður en hann gat látið til skarar skríða. El Khazzan hafðist við á götum Brussel en hafði ferðast víða um Evrópu og hafði tengsl við öfgafulla einstak­ linga. Hann var hins vegar einn að verki í farþegalestinni og tilviljun ein réð því að hann var stöðvaður. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Vegabréfaeftirlit Neyðarlög verða framlengd í Frakklandi í þrjá mánuði og landamæraeftirlit hert verulega „Sláandi að sjá ekki hræðu við Eiffelturninn“ Lífið að færast í eðlilegt horf í París „Villimenn munu ekki hindra okk- ur í því að lifa eins og við viljum lifa. Að lifa til fulls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.