Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Blaðsíða 16
Vikublað 17.–19. nóvember 20152 Skreytum húsið - Kynningarblað
Falleg jólabirta sem tónar vel
við umhverfið og jólaandann
Garðaþjónustan: Sífellt fleiri láta skreyta hús sín fyrir jólin
Þ
róunin er sú að sífellt fleiri
nýta sér þessa þjónustu
– að láta okkur setja upp
jólaseríur á hús sín. Hins
vegar finnst okkur íburð-
urinn ekki vera að aukast heldur
er fólk að sækjast eftir einföldum,
stílhreinum seríuuppsetningum.
Minna er meira, þannig virðist
tíðarandinn vera núna.“
Þetta segir Hjörleifur Björnsson,
eigandi Garðaþjónustu Íslands
ásamt Róberti Bjargarsyni. Mjög
hefur færst í vöxt að landsmenn
kaupi hjá þeim jólaskreytingar-
þjónustu á aðventunni sem felst þá
í uppsetningu jólasería utan á hús,
á tré og í görðum.
Garðaþjónusta Íslands veit-
ir húseigendum afar fjölbreytta
og umfangsmikla þjónustu eins
og lesa má um á heimasíðu fyr-
irtækisins, http://gardathjon-
ustaislands.is/page/um-okkur. Á
þessum árstíma býður fyrirtækið
einnig upp á hálkueyðingu og snjó-
mokstur, sem margir nýta sér.
Að sögn Hjörleifs hefur mikil
framþróun orðið í gerð þeirra pera
sem eru í ljósaseríunum þeirra:
„Við erum nær eingöngu með
svokallaðar LED-seríur sem hafa
ekki þessa skæru stingandi birtu
heldur fallega birtu sem tónar vel
við umhverfið og andann. Einu
skiptin sem við notum ekki LED-
perur er þegar fólk á gamlar seríur
sjálft eða biður sérstaklega um
annað.“
Hægt að skreyta fyrir bæði mik-
inn og lítinn pening
Fólk getur valið um að kaupa
seríur af Garðaþjónustunni eða
nota seríur sem það á sjálft. Einnig
er í boði að geyma seríur hjá Garða-
þjónustunni. Í sumum tilvikum
hefur fólk seríuna utan á tré allt
árið en slekkur á ljósunum eftir
jólin eða í lok skammdegistímans.
Hægt að skreyta fyrir háar fjár-
hæðir ef fólk vill mikið umfang og
síðan er líka hægt að skreyta fyr-
ir mjög viðráðanlega upphæð með
einföldum en fallegum seríum sem
gefa frá sér aðlaðandi jólabirtu.
Nánari upplýsingar um þjón-
ustuna veita:
Hjörleifur Björnsson í síma 844-
6547, netfang hjorleifur@garda.is
og Róbert Bjargarson í síma 866-
9767, netfang robert@garda.is n
Eigendur Garðaþjónustu
Íslands Hjörleifur Björnsson
og Róbert Bjargarson.