Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2015, Blaðsíða 6
6 Fréttir Vikublað 17.–19. nóvember 2015
Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • Opið kl. 12-18
Lengri og breiðari
parketpLankar
n Vinna við deiliskipulag hefur seinkað framkvæmdum Íslandsbanka um rúmt ár
F
ramkvæmdir við stækkun
höfuðstöðva Íslandsbanka á
Kirkjusandi hefjast ekki fyrr
en í fyrsta lagi á fyrri hluta
næsta árs en þær áttu upp
haflega að hefjast árið 2014. Ástæða
seinkunarinnar er að vinna við
deiliskipulag svæðisins hefur tafist.
Ekki er vitað hvort breytingar verði á
áformum bankans þegar ríkið eign
ast hann að fullu.
Þetta kemur fram í svari Birnu
Einarsdóttur, bankastjóra Íslands
banka, við fyrirspurn DV. Bank
inn kynnti í febrúar 2014 áform um
sameiningu starfsemi höfuðstöðva
fyrirtækisins sem fer fram á fjórum
stöðum í dag. Birna segir nú unnið
að kostnaðarathugun vegna sjö
þúsund fermetra viðbyggingar sem
bankinn hefur stefnt að.
„Þegar það liggur fyrir þá tökum
við lokaákvörðun um framhaldið,“
segir Birna.
Tekur um tvö ár
Sameiningin á að fela í sér stækkun
á 6.700 fermetra húsnæði bankans á
Kirkjusandi með um sjö þúsund fer
metra viðbyggingu við suðvestur
enda þess. Framkvæmdin átti sam
kvæmt upphaflegri áætlun að taka
um tvö ár og fela í sér töluverða
hagræðingu fyrir bankann. Er þar
meðal annars horft til þess að leigu
kostnaður Íslandsbanka lækki sem
og rekstrarkostnaður vegna upplýs
ingakerfa. Stærsta breytingin á að
felast í flutningi á upplýsingatækni
og rekstrarsviði bankans og um
300 starfsmönnum þess frá Lyng
hálsi í Reykjavík. Aðspurð svarar
Birna að ekki sé hægt að segja til um
hvort breytingar verði á áformun
um þegar ríkið tekur við eignarhlut
slitabús Glitnis í bankanum sem
hluta af stöðugleikaframlagi þess.
„Tímalínur verkefnisins hafa
breyst þar sem seinkun er á
deiliskipulagi. Um ræðir stóra lóð
og umtalsvert byggingarmagn
og því var mikilvægt að vanda til
verks. Báðir aðilar vildu skipu
leggja spennandi og framsýna upp
byggingu á þessu mikilvæga svæði í
borginni. Við héldum að við gætum
farið af stað óháð þessum breyting
um og endurgerð á skipulagi en
svo var ekki. Við erum mjög ánægð
með niðurstöður og teljum okkur
hafa náð að hanna spennandi upp
byggingu,“ segir Birna.
„Það er ekki búið að taka
ákvörðun um veigamiklar
breytingar á stærð hússins, það
stendur enn til að byggja og sam
eina alla starfsmenn höfuðstöðva
á einn stað með tilliti til framtíðar
þarfa bankans.“
Auglýst á næstunni
Páll Gunnlaugsson, arkitekt og
framkvæmdastjóri ASK arkitekta
sem var falið að útfæra hugmynd
ir lóðarhafa á Kirkjusandsreitnum
að skipulagi svæðisins, segir nýtt
deiliskipulag verða auglýst á næstu
dögum. Framkvæmdir á reitn
um hefjist því ekki fyrr en eftir að
minnsta kosti tvo til þrjá mánuði.
„Það gætu liðið tveir til þrír
mánuðir þangað til framkvæmdir
geta hafist á Kirkjusandssvæðinu.
Þetta er flókið svæði og mikið
byggingamagn og mikilvægur
reitur og þarf sína meðgöngu í kerf
inu og hjá bankanum og öllum.
Það er alls ekkert óeðlilegt við það,“
segir Páll. n
Stækkunin á Kirkjusandi
tefst fram á næsta ár
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Bankastjórinn Birna Einars-
dóttir segir að engin ákvörðun
hafi verið tekin um veigamiklar
breytingar á stærð hússins frá
því áformin voru fyrst kynnt í
byrjun árs 2014. Mynd SiGTryGGur Ari
Við Kirkjusand Íslandsbanki vill stækka húsnæði
sitt við Kirkjusandi um 7.000 fermetra. Höfuðstöðvar
bankans yrðu þá um 14.000 fermetrar en starfsemi
Arion banka í Borgartúni er til samanburðar rekin í
húsnæði sem er um 8.200 fermetrar. Mynd SiGTryGGur Ari
„Við héldum að
við gætum far-
ið af stað óháð þessum
breytingum og endur-
gerð á skipulagi en svo
var ekki.
Hafa flutt tíu
tonn af fötum
Rauði kross Íslands, Eimskip og
Eimskip flytjandi hafa undirrit
að samning um áframhaldandi
samstarf á sviði fatasöfnunar og
flutninga. Frá árinu 2009 hefur
Eimskip veitt Rauða krossinum
aðstoð við fatasöfnun á yfir 80
afgreiðslustöðum Flytjanda um
land allt og flutninga á notuð
um fatnaði og vefnaðarvöru til
Evrópu. Alls hefur Eimskip flutt
um 10 þúsund tonn af fatnaði
fyrir Rauða krossinn.
„Stuðningur Eimskips er
Rauða krossinum ómetanlegur
og gerir okkur kleift að halda úti
metnaðarfullum verkefnum á
sviði fatasöfnunar, fataúthlutun
ar og dreifingar. Þetta samstarf
hefur verið til fyrirmyndar í gegn
um árin og það er einstaklega já
kvætt og hvetjandi fyrir stöndug
fyrirtæki að sýna samfélagslega
ábyrgð með þessum hætti,“ seg
ir Sveinn Kristinsson, formaður
Rauða krossins á Íslandi,
Gylfi Sigfússon forstjóri skrif
aði undir samninginn fyrir hönd
Eimskipafélagsins. Hann fagnaði
einnig endurnýjun samningsins
og sagði við undirritunina að það
skipti félagið afar miklu máli að
vera gildandi á sviði mannúðar
mála og ekki síst á þeim tímum
sem tímum sem við nú lifum á.
19,4 milljarða þrot
fasteignafélags
Lítið sem ekkert fékkst upp í lýstar kröfur
A
ðeins fengust 4,6 milljón
ir króna upp í almennar
kröfur sem lýst var í þrotabú
Landic funds ehf. sem námu
í heildina tæpum 19,4 milljörðum
króna. Landic funds var dótturfélag
íslenska fasteignafélagsins Landic
Property sem áður hét Stoðir og heit
ir í dag Reitir. Samkvæmt útreikn
ingum skiptastjóra sem finna má í
Lögbirtingablaðinu greiddist aðeins
0,000238% upp í lýstar kröfur.
Landic funds var úrskurðað gjald
þrota í Héraðsdómi Reykjavíkur
þann 1. júlí síðastliðinn en sam
kvæmt síðasta ársreikningi fé
lagsins námu skuldir félagsins við
móðurfélagið einmitt tæpum 19,4
milljörðum. Eða nánast sömu upp
hæð upp á krónu og lýstar kröfur í
búið námu. Aðalkröfuhafi Landic
funds virðist því hafa verið móður
félagið, Landic Property, sem lýst var
gjaldþrota árið 2010.
Fasteignafélagið var stórtækt í ís
lensku útrásinni og fjárfesti með
al annars umtalsvert í Danmörku.
Reitir fasteignafélag var síðan stofn
að á grunni annars félags sem orðið
hafði til utan um innlendar eignir
Landic. Félagið á í dag meðal annars
húsnæði verslunarmiðstöðvarinnar
Kringlunnar. n
Litlar heimtur Lýstar kröfur í þrotabú
Landic funds námu 19.367.129.525 króna.
Mynd Eyþór ÁrnASon