Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2015, Blaðsíða 4
4 Fréttir Helgarblað 20.–23. nóvember 2015
Gullfallegt
atvinnuhúsnæði
til leigu á 1. hæð,
Laugavegi 163,
70,7 m2, granít-
flísar á gólfi og
baðherbergi.
Upplýsingar í
síma 553-4400
Atvinnuhúsnæði
til leigu
„Spámaður Guðs“ lofar
kraftaverkum í Austurbæ
S
jálfur get ég vissulega ekki
læknað nokkurn mann af
neinu en ég veit að Jesús
getur læknað hvern sem
er af hverju sem er,“ segir
sænski prédikarinn Mattias Lekardal
í trúarfríblaðinu Betra land, þar sem
lofað er kraftaverkum og lækning-
um á sérstökum Kraftaverkakvöld-
um í Austur bæ um helgina. Á for-
síðu blaðsins, sem sjónvarps stöðin
Omega gefur út, er Lekardal kall-
aður „spámaður Guðs“ sem muni
einnig spá og biðja fyrir sjúkum í
beinni útsendingu á sjónvarpsstöð-
inni. Á baksíðu blaðsins er auglýsing
fyrir Miracle Festival Reykjavík sem
fram fer nú um helgina, 20.–22. nóv-
ember og sagt að Lekardal og vin-
ur hans, Stefan Edefors, muni koma
fram og er því lýst yfir með stóru letri
að „Blindir munu SJÁ, Daufir munu
HEYRA og Lamaðir munu GANGA.“
Í umfjöllun sem Lekardal skrifar
um sig sjálfan í blaðinu segir hann
frá því hvernig hann hafi, með því að
biðja fyrir fólki, horft upp á krabba-
meinsveika læknast algjörlega, ein-
hverfan dreng hjóla í fyrsta skipti,
unga stúlku með vandamál í mjöðm
og annan fótlegginn styttri en hinn
ganga og hlaupa í fyrsta skipti eftir
að hann bað fyrir stúlkunni. Hann
segist hafa séð Jesú lækna blinda,
heyrnarlausa, lamaða, hjálpa fólki
sem gat ekki eignast börn til að ná
því takmarki og lækna meðal annars
geðsjúka. Allt hljómar þetta í anda
þess sem annar umdeildur prédikari
og Íslandsvinur, Benny Hinn, kveðst
geta framkallað uppi á sviði á fjölda-
samkomum sínum. Ókeypis er inn á
kraftaverkasamkomuna um helgina.
Selur flöskur til að jóna vatn
Litlar upplýsingar er að finna um
Mattias Lekardal á netinu en hann
kveðst hafa verið forstöðumaður í
ýmsum kirkjum í Svíþjóð frá árinu
1991. Hann hefur frá árinu 2010 ferð-
ast um allan heim og prédikað og
komið oftar en tuttugu sinnum til
Íslands og átt gott vináttusamband
við Eirík Sigurbjörnsson, eiganda
Omega og Gospel Channel, að eigin
sögn.
Samkvæmt upplýsingum sem DV
fann í sænsku fyrirtækjaskránni er
hann skráður fyrir félaginu Divine
Favour A.B. sem stofnað var í fyrra,
líklega utan um starf hans sem pré-
dikari.
Á samskiptasíðunni instidy.com
titlar Lekardal sig sem frumkvöðul,
prédikara og lífsþjálfa sem elskar
að hvetja fólk áfram. Frumkvöðull-
inn Lekardal gefur þar upp heima-
síðu sína sem er alkalizer95.com.
Um er að ræða vefsíðu fyrirtæk-
is hans It‘s Water Global A.B. sem
virðist sérhæfa sig í að selja tiltek-
inn vatnsbrúsa sem sagður er gædd-
ur þeim eiginlegum að geta jónað og
betrumbætt hefðbundið vatn. Var-
an heitir Alkalizer 95 Maxx og á að
búa yfir margvíslegum heilsubæt-
andi verkunum. Jónað vatn og meint
ágæti þess var mikið í umræðunni
hér á landi fyrr á þessu ári í tengsl-
um við afhjúpandi umfjöllun Kast-
ljóss um skottulækningar. Bæði fé-
lög Lekardals eru skráð til heimilis
að Dalaskogsvägen 8 í smábænum
Sköllersta í Svíþjóð en þar er hann
sjálfur með skráð lögheimili sam-
kvæmt sænsku símaskránni.
Krabbamein hvarf með bæn
Kraftaverkahátíðin mun fara fram
í húsnæði Austurbæjar við Snorra-
braut í Reykjavík um helgina og ef
marka má vitnisburð Lekardals í
blaðinu Betra land, sem prentað er
í 117 þúsund eintökum og dreift inn
á hvert heimili í landinu, og auglýs-
ingu viðburðarins ætti aldeilis að
verða mikið um dýrðir þar þegar
hinn svokallaði spámaður Guðs læt-
ur til sín taka. Ein af athyglisverðari
lýsingum hans um kraftaverkin sem
hann hefur miðlað með fyrirbænum
sínum er um konu sem illa haldin var
af krabbameini í beinum. Hún hafi
farið að koma á samkomur hjá hon-
um þar sem þau hafi beðið saman.
„Hún fór í erfiða meðferð þannig
að hún kom ekki aftur í nokkurn
tíma. Þegar við svo heyrðum frá
henni höfðu læknarnir sagt henni
að það væri engin von um bata og
að hún myndi deyja á nokkrum vik-
um vegna krabbameins í beinum. Ég
sagði henni að hún myndi ekki deyja.
„Komdu á samkomu og við biðjum
saman.“ Hún kom og við báðum. Eftir
fyrirbænina sagði ég henni að fara til
læknisins og láta hann skoða sig. Hún
gerði það og þá kom í ljós að krabba-
meinið var horfið. Þetta var fyrir átján
mánuðum síðan og henni líður vel í
dag. Þetta er það sem Guð getur gert
fyrir þig á Íslandi þar sem við von-
umst til að sjá þig á Miracle Festival í
Reykjavík 20.–22. nóvember. Komdu
og taktu á móti kraftaverki þínu.“
Þá rifjar Lekardal upp tilfelli þar
sem hann og Eiríkur Sigurbjörnsson
gerðu konu gott sem hafði verið veik
í meira en þrjátíu ár.
„[Hún] sagði að þegar við Eiríkur
Sigurbjörnsson báðum í sjónvarpinu
hefði hún fundið Jesú koma til sín og
taka burt öll veikindi hennar og sárs-
auka. Eftir það varð hún verkjalaus
og gat ferðast í fyrsta sinn í þrjátíu
ár.“
DV reyndi að ná tali af Eiríki
vegna málsins í gegnum skrifstofu-
númer Omega, án árangurs. n
Spámaður Guðs Lekardal er hafinn upp
til skýjanna á forsíðu Betra lands.
Kraftaverkum lofað Það verður
fróðlegt að sjá hvort lamaðir muni ganga
á kraftaverkakvöldi Omega og Gospel
Channel um helgina.
n Segist fá Guð til að lækna sjúka n Boðað að blindir fái sýn á kraftaverkakvöldi
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Góðir vinir Mattias Lekardal og Eiríkur Sigurbjörnsson á Omega eru góðir vinir. Lekardal
segir að kona sem þeir báðu fyrir hafi læknast af verkjum og veikindum og getað ferðast í
fyrsta skipti í 30 ár. Mynd SKJáSKot af youtube
Merkilegur brúsi Lekardal rekur fyrirtæki
í Svíþjóð sem selur Alkalizer 95 sem sagt
er gætt þeim merkilega hæfileika að
betrumbæta venjulegt vatn í einhvers konar
„heilsuvatn“. Mynd SKJáSKot af alKalizer95.coM
„Tek ekki mark
á þessu“
Hefur enga trú á því að
Lekardal geti aðstoðað við að
lækna lögblindu
„Nei, ég hef aldrei
heyrt það,“
segir Bergvin
Oddsson,
formanns-
frambjóðandi í
Blindrafélaginu
og einn af
þekktari lögblind-
um einstaklingum landsins, aðspurður
hvort hann þekki einhver dæmi þess að
félagsmenn í Blindrafélaginu eða aðrir
hafi fengið sjónina á ný með því að biðja
eða með aðstoð prédikara.
Bergvin hafði ekki heyrt af krafta-
verkahátíðinni sem fram fer í Austurbæ
þegar blaðamaður leitaði viðbragða
hans við auglýsingunni fyrir viðburðinn
þar sem meðal annars er boðað að
blindir muni fá sýn.
„Ég persónulega myndi aldrei mæta
þarna sjálfur, ég tek ekki mark á þessu,“
segir Bergvin sem telur aðspurður að
það væri ekki einu sinni þess virði að
mæta upp á gamanið.
„Komdu og
taktu á móti
kraftaverki þínu
Dagur í hart
Innanríkisráðherra hefur hafnað
kröfu Dags B. Eggertssonar
borgar stjóra sem óskaði eftir
því fyrir hönd borgarinnar að
loka svokallaðri „neyðarbraut“
á Reykjavíkurflugvelli. Í bréfi frá
innanríkisráðuneytinu, sem lagt
var fram á fundi borgarráðs á
fimmtudag, segir: „Vegna tilvísun-
ar Reykjavíkurborgar til mögu-
legrar málshöfðunar á hendur
íslenska ríkinu til viðurkenningar
á kröfum sínum um að brautinni
verði lokað og skipulagsreglum
fyrir Reykjavíkurflugvöll breytt, er
tekið fram að telja verði eðlilegt að
Reykjavíkurborg leggi fyrir dóm-
stóla að fá úr þeim álitamálum
leyst þannig að skorið verði úr um
hvort sú skylda hvíli á ríkinu að
loka flugbrautinni eða skipulags-
reglum breytt.“ Í bréfinu er mögu-
legri bótaskyldu ríkisins vegna
fyrirhugaðra byggingaráforma á
Hlíðarendasvæði mótmælt. Dag-
ur B. Eggertsson hefur látið hafa
eftir sér að borgin muni höfða mál
gegn ríkinu vegna ákvörðunar
Ólafar Nordal innanríkisráðherra.
Tafir á
Miklubraut
Næstu daga mun standa
yfir vinna við uppsetningu á
vegriði á Miklubraut, frá gatna-
mótum Reykjanesbrautar að
Grensásvegi. Umferðartaf-
ir gætu orðið á milli klukkan
9 og 17 næstu daga þar sem
hámarkshraði verður lækk-
aður niður í 50 km/klst. Sami
hraði gildir við undirgöng und-
ir Vesturlandsveg í Mosfells-
bæ, sem unnið er við. Þá er
lokað fyrir umferð um Stekk á
Reykjanesbraut en vegfarend-
um er bent á að nota mislæg
gatnamót í Innri-Njarðvík eða
hringtorg við Grænaás þar til
framkvæmdum lýkur.